Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Lovísa Arnardóttir skrifar 18. febrúar 2025 13:11 Sigríður Dóra er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Sigurjón Persónuvernd hefur lagt fimm milljón króna sekt á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Tólf utanaðkomandi aðilar höfðu aðgang að sjúkraskrám í gegnum sjúkraskrárkerfi stofnunarinnar. Persónuvernd komst að því að vinnsla persónuupplýsinga með þessum hætti hefði ekki verið heimil. Meðal aðila voru Samgöngustofu, KSÍ, Janus endurhæfing og fjöldi sjálfstætt starfandi heilsugæsla. Persónuvernd lagði sektina á Heilsugæsluna í kjölfar frumkvæðisathugunar vegna samninga um aðgang heilbrigðisstarfsfólks utan stofnunarinnar að sjúkraskrárkerfi stofnunarinnar. Hluta samninganna hefur verið rift en aðrir staðfestir af heilbrigðisráðherra. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefði ekki sýnt fram á að sú vinnsla persónuupplýsinga, sem fólst í því að veita tólf utanaðkomandi aðgang að sjúkraskrárkerfi stofnunarinnar hefði verið heimil. Ekki hefði verið gætt að skilyrðum sjúkraskrárlaga við umræddar sameiningar. Þeir utanaðkomandi aðilar sem fengu aðgang að sjúkraskrárkerfinu voru Heimaþjónusta Reykjavíkur, Heilsugæslan Höfða, Heilsugæslan Salahverfi, Heilsugæslan Urðarhvarfi, Knattspyrnusamband Íslands, Fluglæknasetrið, Samgöngustofa, Janusi endurhæfing ehf., Heilsugæslan Höfða Suðurnesjum, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Vinnumálastofnun. Ávörðunin um athugunina kom til vegna úrskurðar Persónuverndar um að ekki hafi verið fyrir hendi skýr lagagrundvöllur fyrir beinum uppflettiaðgangi trúnaðarlæknis Samgöngustofu í sjúkraskrá. Læknirinn hafði haft aðganginn á grundvelli samnings Samgöngustofu og Heilsugæslunnar. Í kjölfarið lokaði Heilsugæslan fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samöngustofu að sjúkraskrám. Samgöngustofa hafði talið nauðsynlegt fyrir trúnaðarlækni stofnunarinnar að fletta upp upplýsingum í sjúkraskrá til að sinna eftirlitsskyldu sinni. Fram kemur í ákvörðun Persónuverndar að við meðferð málsins hafi Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins upplýst um að stofnunin hefði óskað leyfis heilbrigðisráðuneytisins, hinn 3. október 2024, fyrir sameiningu sjúkraskrárkerfa við Heilsugæsluna Höfða, Heilsugæsluna Salahverfi, Heilsugæsluna Urðarhvarfi, Heilsugæsluna Höfða Suðurnesjum og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. KSÍ, Fluglæknasetrið og Vinnumálastofnun með aðgang Þá hefði heilsugæslan lokað öllum aðgangi sem veittur hafði verið á grundvelli samninga við Samgöngustofu, Knattspyrnusamband Íslands og Fluglæknasetrið, 24. september 2024. Aðgangi hjúkrunarfræðinga Vinnumálastofnunar hefði jafnframt verið lokað 4. október sama ár. Þá kemur einnig fram að fjöldi skráðra einstaklinga, sem flett hefur verið upp af einhverjum ofangreindra aðila, sé um 195.000. Í sjúkraskrárkerfi heilsugæslunnar sé að finna 517.429 einstaklinga, lífs og liðna, innlenda sem erlenda. Í tilkynningu heilsugæslunnar vegna málsins er ítrekað að ekkert tjón virðist hafa orðið vegna málsins og að enginn grunur sé um misnotkun á aðganginum hjá neinum af þeim tólf aðilum sem höfðu aðgang. „Niðurstaða Persónuverndar var sú að HH hafi átt að afla leyfis frá stofnuninni og fá samningana staðfesta af heilbrigðisráðuneytinu, sem hafi ekki verið gert. HH gengst við því að annmarkar hafi verið á meðferð samninganna. Þegar hefur verið brugðist við athugasemdunum Persónuverndar og er vinna við að fá samningana staðfesta þegar í gangi. Að öðru leyti lítur HH svo á að málinu sé lokið,“ segir að lokum í tilkynningu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Persónuvernd Heilsugæsla KSÍ Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Persónuvernd lagði sektina á Heilsugæsluna í kjölfar frumkvæðisathugunar vegna samninga um aðgang heilbrigðisstarfsfólks utan stofnunarinnar að sjúkraskrárkerfi stofnunarinnar. Hluta samninganna hefur verið rift en aðrir staðfestir af heilbrigðisráðherra. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefði ekki sýnt fram á að sú vinnsla persónuupplýsinga, sem fólst í því að veita tólf utanaðkomandi aðgang að sjúkraskrárkerfi stofnunarinnar hefði verið heimil. Ekki hefði verið gætt að skilyrðum sjúkraskrárlaga við umræddar sameiningar. Þeir utanaðkomandi aðilar sem fengu aðgang að sjúkraskrárkerfinu voru Heimaþjónusta Reykjavíkur, Heilsugæslan Höfða, Heilsugæslan Salahverfi, Heilsugæslan Urðarhvarfi, Knattspyrnusamband Íslands, Fluglæknasetrið, Samgöngustofa, Janusi endurhæfing ehf., Heilsugæslan Höfða Suðurnesjum, Velferðarsvið Reykjavíkurborgar og Vinnumálastofnun. Ávörðunin um athugunina kom til vegna úrskurðar Persónuverndar um að ekki hafi verið fyrir hendi skýr lagagrundvöllur fyrir beinum uppflettiaðgangi trúnaðarlæknis Samgöngustofu í sjúkraskrá. Læknirinn hafði haft aðganginn á grundvelli samnings Samgöngustofu og Heilsugæslunnar. Í kjölfarið lokaði Heilsugæslan fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samöngustofu að sjúkraskrám. Samgöngustofa hafði talið nauðsynlegt fyrir trúnaðarlækni stofnunarinnar að fletta upp upplýsingum í sjúkraskrá til að sinna eftirlitsskyldu sinni. Fram kemur í ákvörðun Persónuverndar að við meðferð málsins hafi Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins upplýst um að stofnunin hefði óskað leyfis heilbrigðisráðuneytisins, hinn 3. október 2024, fyrir sameiningu sjúkraskrárkerfa við Heilsugæsluna Höfða, Heilsugæsluna Salahverfi, Heilsugæsluna Urðarhvarfi, Heilsugæsluna Höfða Suðurnesjum og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. KSÍ, Fluglæknasetrið og Vinnumálastofnun með aðgang Þá hefði heilsugæslan lokað öllum aðgangi sem veittur hafði verið á grundvelli samninga við Samgöngustofu, Knattspyrnusamband Íslands og Fluglæknasetrið, 24. september 2024. Aðgangi hjúkrunarfræðinga Vinnumálastofnunar hefði jafnframt verið lokað 4. október sama ár. Þá kemur einnig fram að fjöldi skráðra einstaklinga, sem flett hefur verið upp af einhverjum ofangreindra aðila, sé um 195.000. Í sjúkraskrárkerfi heilsugæslunnar sé að finna 517.429 einstaklinga, lífs og liðna, innlenda sem erlenda. Í tilkynningu heilsugæslunnar vegna málsins er ítrekað að ekkert tjón virðist hafa orðið vegna málsins og að enginn grunur sé um misnotkun á aðganginum hjá neinum af þeim tólf aðilum sem höfðu aðgang. „Niðurstaða Persónuverndar var sú að HH hafi átt að afla leyfis frá stofnuninni og fá samningana staðfesta af heilbrigðisráðuneytinu, sem hafi ekki verið gert. HH gengst við því að annmarkar hafi verið á meðferð samninganna. Þegar hefur verið brugðist við athugasemdunum Persónuverndar og er vinna við að fá samningana staðfesta þegar í gangi. Að öðru leyti lítur HH svo á að málinu sé lokið,“ segir að lokum í tilkynningu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Persónuvernd Heilsugæsla KSÍ Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira