Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2025 11:08 Elon Musk og Donald Trump í Hvíta húsinu í síðsutu viku. Með þeim var X Æ A-Xii, sonur Musks. AP/Alex Brandon Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, heldur því fram að Elon Musk, auðugasti maður jarðarinnar, sé ekki í forsvari fyrir stofnunina sem kallast DOGE. Starfsmenn DOGE hafa gengið hart fram í niðurskurði vestanhafs undanfarnar vikur og hefur Musk margsinnis talað um störf sín og DOGE. Þess í stað er Musk nú sagður ráðgjafi Trumps og að hann hafi ekkert formlegt vald. Þetta var tilkynnt á mánudagskvöldið vegna dómsmáls sem höfðað hefur verið gegn ríkisstjórninni og DOGE. Lögsóknin byggir á því að Musk hafi allt of mikið vald innan stjórnkerfisins þar sem hann hafi hvorki verið kosinn í embætti eða staða hans tekin fyrir af öldungadeild Bandaríkjaþings. Málið var höfðað af ríkissaksóknurum nokkurra ríkja þar sem Demókratar eru við völd og segja þeir að það hvernig Musk hafi beitt umfangsmiklu valdi án nokkurra tálma fari gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í grein AP fréttaveitunnar segir að með yfirlýsingunni um formlega stöðu Musks sé ríkisstjórninn að styrkja varnir sínar vegna lögsóknarinnar. Samkvæmt yfirlýsingunni starfar Musk ekki einu sinni hjá DOGE og hefur ekkert ákvörðunarvald. Ekki kemur fram í henni hver á að stýra DOGE en Musk hefur talað fyrir stofnunina á X, hans eigin samfélagsmiðli, og í Hvíta húsinu. Dómarinn í málinu neitaði í gær að meina Musk og starfsmönnum DOGE aðgang að opinberum stofnunum. Hún skrifaði þó í úrskurð sinn að áhyggjurnar um vald og ábyrgðarleysi Musks og Doge væru ekki grunnlausar, samkvæmt frétt Washington Post. Neitaði að nefna yfirmann Karoline Leavitt, talskona Trumps, neitaði í gærkvöldi að segja blaðamönnum hver yfirmaður DOGE væri. Stuttu áður hafði hún verið í viðtali hjá Fox News þar sem hún sagði að Musk hefði fengið það verkefni að stýra niðurskurðinum í nafni Trumps. Þá héldu Trump og Musk sameiginlegan blaðamannafund í síðustu viku þar sem Trump sagði skýrum orðum: „Einnig, getur þú nefnt nokkra hluti sem teymi þitt hefur fundið?“ Last week, Elon Musk appeared alongside Trump in the Oval to defend the work of DOGE. Looking directly at Musk, Trump asked; “Could you mention some of the things *your team* has found?” Today, the government claimed that Musk isn’t in charge of DOGE & isn’t a DOGE employee. https://t.co/FcgiKPxFwd pic.twitter.com/oylkgf2L56— Anna Bower (@AnnaBower) February 18, 2025 Þessi fundur var haldinn þegar Trump skrifaði undir forsetatilskipun um að veita DOGE meira valda til niðurskurðar og neitunarvald yfir nánast öllum nýráðningum hins opinbera. Á blaðamannafundinum hrósaði Trump Musk og sagði DOGE hafa fundið sjokkerandi vísbendingar um sóun í opinberum rekstri. Á þeim fundi sagði Musk ítrekað „við“ og „okkur“ þegar hann var að tala um DOGE. Þegar kom að gagnrýni á að hann hagnaðist sjálfur persónulega á því að rífa niður opinberar stofnanir sem hafa meðal annars það hlutverk að vakta fyrirtæki hans og halda utan um málaferli gegn þeim og að hann væri að skera niður hjá stofnunum sem fyrirtæki hans hefðu gert margra milljarða dala samninga við, sagði hann að samningarnir væru ekki við hann heldur fyrirtæki hans. „Það er fólkið hjá SpaceX eða eitthvað,“ sagði Musk, stofnandi og eigandi SpaceX. Trump var sjálfur í gær spurður út í það að starfsmenn DOGE og SpaceX væru nú að finna innan stofnana sem hafa gert umfangsmikla og kostnaðarsama samninga við fyrirtæki Musks, eins og SpaceX, og hvernig það gæti mögulega ekki verið hagsmunaárekstur. Trump sagðist ekki hafa heyrt af þessu fyrr en í gær. Reporter: DOGE and SpaceX employees are now working directly at.. agencies that have billions of dollars in contracts with Musk's companies or that directly regulate his companies. How is that not a conflict of interest? Trump: Well, I mean, I'm just hearing about it. pic.twitter.com/4nZkJ9CV7t— Acyn (@Acyn) February 18, 2025 Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Fleiri fréttir Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Sjá meira
Þess í stað er Musk nú sagður ráðgjafi Trumps og að hann hafi ekkert formlegt vald. Þetta var tilkynnt á mánudagskvöldið vegna dómsmáls sem höfðað hefur verið gegn ríkisstjórninni og DOGE. Lögsóknin byggir á því að Musk hafi allt of mikið vald innan stjórnkerfisins þar sem hann hafi hvorki verið kosinn í embætti eða staða hans tekin fyrir af öldungadeild Bandaríkjaþings. Málið var höfðað af ríkissaksóknurum nokkurra ríkja þar sem Demókratar eru við völd og segja þeir að það hvernig Musk hafi beitt umfangsmiklu valdi án nokkurra tálma fari gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Í grein AP fréttaveitunnar segir að með yfirlýsingunni um formlega stöðu Musks sé ríkisstjórninn að styrkja varnir sínar vegna lögsóknarinnar. Samkvæmt yfirlýsingunni starfar Musk ekki einu sinni hjá DOGE og hefur ekkert ákvörðunarvald. Ekki kemur fram í henni hver á að stýra DOGE en Musk hefur talað fyrir stofnunina á X, hans eigin samfélagsmiðli, og í Hvíta húsinu. Dómarinn í málinu neitaði í gær að meina Musk og starfsmönnum DOGE aðgang að opinberum stofnunum. Hún skrifaði þó í úrskurð sinn að áhyggjurnar um vald og ábyrgðarleysi Musks og Doge væru ekki grunnlausar, samkvæmt frétt Washington Post. Neitaði að nefna yfirmann Karoline Leavitt, talskona Trumps, neitaði í gærkvöldi að segja blaðamönnum hver yfirmaður DOGE væri. Stuttu áður hafði hún verið í viðtali hjá Fox News þar sem hún sagði að Musk hefði fengið það verkefni að stýra niðurskurðinum í nafni Trumps. Þá héldu Trump og Musk sameiginlegan blaðamannafund í síðustu viku þar sem Trump sagði skýrum orðum: „Einnig, getur þú nefnt nokkra hluti sem teymi þitt hefur fundið?“ Last week, Elon Musk appeared alongside Trump in the Oval to defend the work of DOGE. Looking directly at Musk, Trump asked; “Could you mention some of the things *your team* has found?” Today, the government claimed that Musk isn’t in charge of DOGE & isn’t a DOGE employee. https://t.co/FcgiKPxFwd pic.twitter.com/oylkgf2L56— Anna Bower (@AnnaBower) February 18, 2025 Þessi fundur var haldinn þegar Trump skrifaði undir forsetatilskipun um að veita DOGE meira valda til niðurskurðar og neitunarvald yfir nánast öllum nýráðningum hins opinbera. Á blaðamannafundinum hrósaði Trump Musk og sagði DOGE hafa fundið sjokkerandi vísbendingar um sóun í opinberum rekstri. Á þeim fundi sagði Musk ítrekað „við“ og „okkur“ þegar hann var að tala um DOGE. Þegar kom að gagnrýni á að hann hagnaðist sjálfur persónulega á því að rífa niður opinberar stofnanir sem hafa meðal annars það hlutverk að vakta fyrirtæki hans og halda utan um málaferli gegn þeim og að hann væri að skera niður hjá stofnunum sem fyrirtæki hans hefðu gert margra milljarða dala samninga við, sagði hann að samningarnir væru ekki við hann heldur fyrirtæki hans. „Það er fólkið hjá SpaceX eða eitthvað,“ sagði Musk, stofnandi og eigandi SpaceX. Trump var sjálfur í gær spurður út í það að starfsmenn DOGE og SpaceX væru nú að finna innan stofnana sem hafa gert umfangsmikla og kostnaðarsama samninga við fyrirtæki Musks, eins og SpaceX, og hvernig það gæti mögulega ekki verið hagsmunaárekstur. Trump sagðist ekki hafa heyrt af þessu fyrr en í gær. Reporter: DOGE and SpaceX employees are now working directly at.. agencies that have billions of dollars in contracts with Musk's companies or that directly regulate his companies. How is that not a conflict of interest? Trump: Well, I mean, I'm just hearing about it. pic.twitter.com/4nZkJ9CV7t— Acyn (@Acyn) February 18, 2025
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Fleiri fréttir Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Heathrow aftur starfandi eftir brunann Sjá meira