Körfubolti

Stólarnir stríddu topp­liðinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lore Devos fór mikinn í kvöld.
Lore Devos fór mikinn í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Tindastóll stríddi toppliði Hauka þegar liðin mættust í Ólafssal. Á endanum áttu Stólarnir ekki nóg til að leggja topplið Bónus deild kvenna í körfubolta að velli. Þá heldur botnlið Aþenu áfram að tapa leikjum.

Leikurinn í Ólafssal var hin besta skemmtun og gríðarlega jafn allt frá upphafi til enda. Það var ekki að sjá að ferðalagið frá Sauðárkrók til Hafnafjarðar hafi setið í Stólunum. Á endanum tókst toppliðinu þó að knýja fram fjögurra stiga sigur, lokatölur 90-86.

Lore Devons var stigahæst í liði Hauka með 26 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Edyta Ewa Falenzcyk var stigahæst hjá Stólunum með 25 stig. Hún tók einnig 7 fráköst.

Aþena fékk Keflavík í heimsókn og mátti þola tveggja stiga tap, lokatölur 78-80. Violet Morrow var stigahæst hjá Aþenu með 16 stig á meðan Jasmine Dickey skoraði 25 stig og tók 15 fráköst í liði Keflavíkur.

Stöðuna að lokinni hefðbundinni deildarkeppni má sjá á vef KKÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×