Fótbolti

PSV á­fram á kostnað Juventus

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
PSV er komið áfram.
PSV er komið áfram. EPA-EFE/SEM VAN DER WAL

Eftir 2-1 tap á Ítalíu í fyrri leik liðanna vann PSV 3-1 sigur í framlengdum leik og er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.

Hvorugt liðið vildi taka áhættu í upphafi leiks og staðan því markalaus að fyrri hálfleik loknum. Heimamenn vissu hins vegar að þeir þyrftu sigur til að komast áfram og hann sóttu þeir. Ivan Perišić kom PSV yfir en Timothy Weah jafnaði metin fyrir Juventus.

Ismael Saibari kom PSV 2-1 yfir á 74. mínútu og þannig var staðan þangað til flautað var til loka venjulegs leiktíma. Þar sem staðan var 3-3 samanlagt þurfti að framlengja og þar reyndist heimaliðið sterkari aðilinn.

Ryan Flamingo skoraði á 98. mínútu og reyndist það sigurmark einvígisins. PSV vinnur samanlagt 4-3 og mætir Arsenal eða Inter Milan.


Tengdar fréttir

PSG slátraði Brest á leið sinni í 16-liða úr­slit

París Saint-Germain niðurlægði Brest þegar liðin mættust í síðari leiknum í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þar sem PSG vann fyrri leikinn 3-0 og leik kvöldsins 7-0 þá var staðan í einvíginu 10-0 PSG í vil.

Mbappé magnaður og meistararnir áfram

Evrópumeistarar Real Madríd eru komnir áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir frækinn 3-1 sigur á Manchester City. Kylian Mbappé laug því ekki að hann væri að nálgast sitt besta form en hann skoraði öll þrjú mörk Real í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×