Anníe Mist ekki sú eina sem fórnar sér til að kalla fram breytingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2025 08:31 Anníe Mist Þórisdóttur hefur sterka rödd í CrossFit samfélaginu en hvort hún heyrist upp í fílabeinsturn CrossFit samtakanna er allt önnur saga. @anniethorisdottir Það hefur fjölgað í hópi þeirra CrossFit stjarna sem ætla ekki að taka þátt í komandi CrossFit tímabili til að mótmæla stöðu mála hvað varðar öryggi og aðstöðu keppenda á heimsleikunum. Yfirlýsing og ákvörðun íslensku CrossFit goðsagnarinnar Anníe Mistar Þórisdóttur hefur vakið mikla athygli í CrossFit heiminum. Anníe tók þá ákvörðun af siðferðislegum ástæðum en hún er eins of fleiri mjög ósátt með skort á viðbrögðum CrossFit samtakanna við banaslysinu í fyrstu grein heimsleikanna í Fort Worth í Texas í fyrra. CrossFit samtökin létu keppendur klára heimsleikanna, lugu því að þau hefði fengið blessun Dukic fjölskyldunnar fyrir því og héldu síðan niðurstöðum rannsóknarinnar á slysinu leyndu fyrir almenningi. Engin tók ábyrgð og engar sjáanlega stórar breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi öryggismála sem fengu algjör falleinkunn á heimsleikunum. Anníe Mist er ein þeirra sem hefur barist fyrir breytingum undanfarin ár en CrossFit fólkið sem hefur verið kallað inn í ráð og nefndir hefur ekki haft þar rödd sem er hlustað á. Anníe stendur þó ekki ein á móti straumnum því það hefur bæst í hóp þeirra sem fórna sér til að kalla fram breytingar. Par Vellner steig fram um helgina en það hafa líka fleiri bæst í hópinn. Þekkt CrossFit fólk sem ætlar ekki að vera með í ár: Anníe Mist Þórisdóttir Elisa Fuliano Patrick Vellner Emma Tall Emma McQuaid Luka Dukic Chandler Smith Jelle Hoste Mourning Chalk Up fór yfir listann eins og hann lítur út núna. Saman hafa þessi átta tekið þátt í 42 heimsleikum, unnið 33 greinar á heimsleikum og komist 11 sinnum á verðlaunapall. Anníe Mist er sú eina af þeim sem hefur orðið heimsmeistari og hún er líka andlit umfjöllununnar um kröfur um breytingar til að bæta og tryggja öryggi í CrossFit keppnum framtíðarinnar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Sjá meira
Yfirlýsing og ákvörðun íslensku CrossFit goðsagnarinnar Anníe Mistar Þórisdóttur hefur vakið mikla athygli í CrossFit heiminum. Anníe tók þá ákvörðun af siðferðislegum ástæðum en hún er eins of fleiri mjög ósátt með skort á viðbrögðum CrossFit samtakanna við banaslysinu í fyrstu grein heimsleikanna í Fort Worth í Texas í fyrra. CrossFit samtökin létu keppendur klára heimsleikanna, lugu því að þau hefði fengið blessun Dukic fjölskyldunnar fyrir því og héldu síðan niðurstöðum rannsóknarinnar á slysinu leyndu fyrir almenningi. Engin tók ábyrgð og engar sjáanlega stórar breytingar hafa verið gerðar á fyrirkomulagi öryggismála sem fengu algjör falleinkunn á heimsleikunum. Anníe Mist er ein þeirra sem hefur barist fyrir breytingum undanfarin ár en CrossFit fólkið sem hefur verið kallað inn í ráð og nefndir hefur ekki haft þar rödd sem er hlustað á. Anníe stendur þó ekki ein á móti straumnum því það hefur bæst í hóp þeirra sem fórna sér til að kalla fram breytingar. Par Vellner steig fram um helgina en það hafa líka fleiri bæst í hópinn. Þekkt CrossFit fólk sem ætlar ekki að vera með í ár: Anníe Mist Þórisdóttir Elisa Fuliano Patrick Vellner Emma Tall Emma McQuaid Luka Dukic Chandler Smith Jelle Hoste Mourning Chalk Up fór yfir listann eins og hann lítur út núna. Saman hafa þessi átta tekið þátt í 42 heimsleikum, unnið 33 greinar á heimsleikum og komist 11 sinnum á verðlaunapall. Anníe Mist er sú eina af þeim sem hefur orðið heimsmeistari og hún er líka andlit umfjöllununnar um kröfur um breytingar til að bæta og tryggja öryggi í CrossFit keppnum framtíðarinnar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
Þekkt CrossFit fólk sem ætlar ekki að vera með í ár: Anníe Mist Þórisdóttir Elisa Fuliano Patrick Vellner Emma Tall Emma McQuaid Luka Dukic Chandler Smith Jelle Hoste
CrossFit Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Í beinni: Keflavík - Tindastóll | Úrslitakeppnin hefst Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Sjá meira