Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar 20. febrúar 2025 07:59 Íslenskt samfélag hefur löngum lagt ríka áherslu á gæði og fagmennsku í iðngreinum. Iðnmeistararéttindi eru lykilþáttur í að tryggja öryggi, fagleg vinnubrögð og réttindi bæði neytenda og iðnaðarmannanna sjálfra. Hins vegar er mikilvægt að finna jafnvægi milli þess að viðhalda þessum kröfum og að meta erlenda iðnmenntun á réttmætan hátt, þannig að hæfir erlendir iðnaðarmenn fái tækifæri til að starfa hér á landi án þess að íslensk menntun iðnmeistara verði gengisfelld. Iðnmeistararéttindi eru ekki aðeins staðfesting á færni og þekkingu einstaklings heldur einnig trygging fyrir neytendur um að þjónustan sem veitt er uppfylli viðurkennda staðla. Ef kröfur til menntunar iðnmeistara eru veiklaðar, myndi það grafa undan gæðum í mannvirkjaiðnaði og auka hættu á mistökum sem geta haft slæmar og kostnaðarsamar afleiðingar. Áskoranir við mat á erlendum iðnréttindum Íslenskur vinnumarkaður þarf á starfskröftum fólks með iðnmenntun að halda. Margir erlendir iðnaðarmenn hafa umfangsmikla reynslu og menntun sem er sambærileg við íslenskar iðngreinar. Helsta áskorunin felst í því að tryggja sanngjarnt og réttlátt mat á erlendum réttindum án þess að grafa undan íslenska kerfinu. Við verðum að tryggja að regluverkið sé skýrt og að því sé framfylgt af festu. Að þær reglur og lög sem gilda um iðnmeistara séu virt og að meistararéttindi séu veitt á grundvelli viðurkenndrar menntunar og reynslu. Til að tryggja jafnvægi milli þess að vernda íslensk iðnmeistarapróf og styðja við hæfa erlenda iðnaðarmenn mætti skoða ýmsar lausnir. Í ræðu minni á Alþingi fyrr í vikunni ræddi ég mikilvægi þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að styrkja fagmenntun og virði gæðakröfur í iðngreinum, sérstaklega í ljósi þeirra áskorana sem við stöndum frammi fyrir. Nú er tímabært að vinna hefjist við að skilgreina kröfur um meistararéttindi í iðngreinum, að sett verði skýr viðmið um lágmarksnámstíma og þekkingu. Til þess að auka gegnsæi og gæði í mannvirkjaiðnaði þarf einnig að setja kröfu á iðnmeistara - bæði íslenska og erlenda - um þekkingu á lögum og reglum um mannvirkjagerð og ábyrgð iðnmeistara. Tryggjum áfram gæði í mannvirkjaiðnaði Með ræðu minni vildi ég ítreka mikilvægi þess að virða iðnmeistararéttindi á Íslandi. Þau eru ein af grundvallarforsendum þess að hægt sé að tryggja öryggi og gæði í iðngreinum. Hins vegar er einnig nauðsynlegt að viðurkenna og meta hæfni erlendra iðnaðarmanna á sanngjarnan hátt. Með skýrum matsferlum, jöfnunarnámi og faglegu mati á raunverulegri reynslu er hægt að ná því jafnvægi. Vernda gæði íslenskrar iðnmenntunar án þess að loka á hæfa einstaklinga sem geta lagt mikið af mörkum til samfélagsins. Þetta er því ekki spurning um að fella úr gildi íslensk iðnréttindi eða draga úr kröfum, heldur um að skapa sanngjarnt, skilvirkt og gegnsætt kerfi sem tekur tillit til beggja sjónarmiða. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karólína Helga Símonardóttir Byggingariðnaður Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag hefur löngum lagt ríka áherslu á gæði og fagmennsku í iðngreinum. Iðnmeistararéttindi eru lykilþáttur í að tryggja öryggi, fagleg vinnubrögð og réttindi bæði neytenda og iðnaðarmannanna sjálfra. Hins vegar er mikilvægt að finna jafnvægi milli þess að viðhalda þessum kröfum og að meta erlenda iðnmenntun á réttmætan hátt, þannig að hæfir erlendir iðnaðarmenn fái tækifæri til að starfa hér á landi án þess að íslensk menntun iðnmeistara verði gengisfelld. Iðnmeistararéttindi eru ekki aðeins staðfesting á færni og þekkingu einstaklings heldur einnig trygging fyrir neytendur um að þjónustan sem veitt er uppfylli viðurkennda staðla. Ef kröfur til menntunar iðnmeistara eru veiklaðar, myndi það grafa undan gæðum í mannvirkjaiðnaði og auka hættu á mistökum sem geta haft slæmar og kostnaðarsamar afleiðingar. Áskoranir við mat á erlendum iðnréttindum Íslenskur vinnumarkaður þarf á starfskröftum fólks með iðnmenntun að halda. Margir erlendir iðnaðarmenn hafa umfangsmikla reynslu og menntun sem er sambærileg við íslenskar iðngreinar. Helsta áskorunin felst í því að tryggja sanngjarnt og réttlátt mat á erlendum réttindum án þess að grafa undan íslenska kerfinu. Við verðum að tryggja að regluverkið sé skýrt og að því sé framfylgt af festu. Að þær reglur og lög sem gilda um iðnmeistara séu virt og að meistararéttindi séu veitt á grundvelli viðurkenndrar menntunar og reynslu. Til að tryggja jafnvægi milli þess að vernda íslensk iðnmeistarapróf og styðja við hæfa erlenda iðnaðarmenn mætti skoða ýmsar lausnir. Í ræðu minni á Alþingi fyrr í vikunni ræddi ég mikilvægi þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að styrkja fagmenntun og virði gæðakröfur í iðngreinum, sérstaklega í ljósi þeirra áskorana sem við stöndum frammi fyrir. Nú er tímabært að vinna hefjist við að skilgreina kröfur um meistararéttindi í iðngreinum, að sett verði skýr viðmið um lágmarksnámstíma og þekkingu. Til þess að auka gegnsæi og gæði í mannvirkjaiðnaði þarf einnig að setja kröfu á iðnmeistara - bæði íslenska og erlenda - um þekkingu á lögum og reglum um mannvirkjagerð og ábyrgð iðnmeistara. Tryggjum áfram gæði í mannvirkjaiðnaði Með ræðu minni vildi ég ítreka mikilvægi þess að virða iðnmeistararéttindi á Íslandi. Þau eru ein af grundvallarforsendum þess að hægt sé að tryggja öryggi og gæði í iðngreinum. Hins vegar er einnig nauðsynlegt að viðurkenna og meta hæfni erlendra iðnaðarmanna á sanngjarnan hátt. Með skýrum matsferlum, jöfnunarnámi og faglegu mati á raunverulegri reynslu er hægt að ná því jafnvægi. Vernda gæði íslenskrar iðnmenntunar án þess að loka á hæfa einstaklinga sem geta lagt mikið af mörkum til samfélagsins. Þetta er því ekki spurning um að fella úr gildi íslensk iðnréttindi eða draga úr kröfum, heldur um að skapa sanngjarnt, skilvirkt og gegnsætt kerfi sem tekur tillit til beggja sjónarmiða. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun