Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Samúel Karl Ólason skrifar 20. febrúar 2025 11:41 Kfir Bibas var níu mánaða þegar honum og fjölskyldu hans var rænt. AP Meðlimir Hamas-samtakanna afhentu starfsmönnum Rauða krossins lík fjögurra ísraelskra gísla í morgun. Þar á meðal voru lík Kfir og Ariel Bibas, yngstu gíslanna sem Hamas-liðar tóku í Ísrael þann 7. október 2023. Kfir var níu mánaða þegar þeim var rænt. Auk þeirra voru afhent lík móður þeirra, Shiri Bigas og lík Oded Lifschitz. Þegar kisturnar voru afhentar hernum var gerð sprengjuleit í þeim og þær svo fluttar inn í Ísrael, samkvæmt frétt Reuters. Hamas segir Bigas-mæðginin og Lifschitz hafa dáið í loftárás Ísraela í nóvember 2023 en dauði þeirra var aldrei staðfestur af yfirvöldum í Ísrael. Föður drengjanna, Yarden Bibas, var sleppt úr haldi Hamas fyrr í þessum mánuði. Fangaskiptin eru liður í vopnahléssamkomulagi Hamas og Ísraela sem felur í sér að þeir skiptast á föngum í nokkrum fösum. Búið er að sleppa nítján Ísraelum, fyrir daginn í dag, og fimm Taílendingum. Þetta er í fyrsta sinn sem Hamas afhendir lík gísla í skiptunum en talið er að þeir haldi töluverðum fjölda látinna Ísraela. Hamas-liðar eru taldir halda um sextíu gíslum en um helmingur þeirra er talinn látinn. Einnig stendur til að sleppa sex lifandi gíslum á laugardaginn. Í staðinn munu Ísraelar sleppa fjölda Palestínumanna úr haldi, sem margir hafa verið í haldi án dóms og laga, að mestu konum og börnum. Fyrsti fasi vopnahlésins átti að snúast um fangaskipti en samhliða því áttu að hefjast viðræður um næsta fasann. Á honum á að binda enda á stríðið í skiptum fyrir alla gísla Hamas. Þær viðræður munu þó ekki vera byrjaðar almennilega. Fyrsta fasanum á að ljúka í næsta mánuði en það að viðræður um næsta fasa séu ekki byrjaðar hefur meðal annars verið rakið til ummæla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, um að Bandaríkjamenn vilji taka yfir Gasaströndina, og vísa íbúum á brott. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, segja að um 48 þúsund manns hafi fallið í árásum Ísraela en stórir hlutar Gasastrandarinnar eru í rúst. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Maður frá Flórída hefur ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps eftir að hafa skotið á bíl með tveimur ísraelskum ferðamönnum um borð sem hann taldi vera Palestínubúa. 18. febrúar 2025 09:40 Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Ísraelar hafa tekið á móti stórum sprengjum frá Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, felldi úr gildi ákvörðun Joe Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að fresta skyldi ótímabundið sendingum þess konar sprengja. 16. febrúar 2025 23:31 Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Vígamenn Hamas-samtakanna hafa sleppt þremur gíslum úr haldi á Gasaströndinni. Mönnunum þremur hefur verið haldið frá 7. október 2023, þegar þeir voru handsamaðir í Ísrael. Framtíð vopnahlésins á Gasaströndinni er þó óljós eftir deilur í vikunni og ummæli Donalds Trump um að reka eigi Palestínumenn af svæðinu. 15. febrúar 2025 10:01 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Kfir var níu mánaða þegar þeim var rænt. Auk þeirra voru afhent lík móður þeirra, Shiri Bigas og lík Oded Lifschitz. Þegar kisturnar voru afhentar hernum var gerð sprengjuleit í þeim og þær svo fluttar inn í Ísrael, samkvæmt frétt Reuters. Hamas segir Bigas-mæðginin og Lifschitz hafa dáið í loftárás Ísraela í nóvember 2023 en dauði þeirra var aldrei staðfestur af yfirvöldum í Ísrael. Föður drengjanna, Yarden Bibas, var sleppt úr haldi Hamas fyrr í þessum mánuði. Fangaskiptin eru liður í vopnahléssamkomulagi Hamas og Ísraela sem felur í sér að þeir skiptast á föngum í nokkrum fösum. Búið er að sleppa nítján Ísraelum, fyrir daginn í dag, og fimm Taílendingum. Þetta er í fyrsta sinn sem Hamas afhendir lík gísla í skiptunum en talið er að þeir haldi töluverðum fjölda látinna Ísraela. Hamas-liðar eru taldir halda um sextíu gíslum en um helmingur þeirra er talinn látinn. Einnig stendur til að sleppa sex lifandi gíslum á laugardaginn. Í staðinn munu Ísraelar sleppa fjölda Palestínumanna úr haldi, sem margir hafa verið í haldi án dóms og laga, að mestu konum og börnum. Fyrsti fasi vopnahlésins átti að snúast um fangaskipti en samhliða því áttu að hefjast viðræður um næsta fasann. Á honum á að binda enda á stríðið í skiptum fyrir alla gísla Hamas. Þær viðræður munu þó ekki vera byrjaðar almennilega. Fyrsta fasanum á að ljúka í næsta mánuði en það að viðræður um næsta fasa séu ekki byrjaðar hefur meðal annars verið rakið til ummæla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, um að Bandaríkjamenn vilji taka yfir Gasaströndina, og vísa íbúum á brott. Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem stýrt er af Hamas, segja að um 48 þúsund manns hafi fallið í árásum Ísraela en stórir hlutar Gasastrandarinnar eru í rúst.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Maður frá Flórída hefur ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps eftir að hafa skotið á bíl með tveimur ísraelskum ferðamönnum um borð sem hann taldi vera Palestínubúa. 18. febrúar 2025 09:40 Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Ísraelar hafa tekið á móti stórum sprengjum frá Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, felldi úr gildi ákvörðun Joe Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að fresta skyldi ótímabundið sendingum þess konar sprengja. 16. febrúar 2025 23:31 Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Vígamenn Hamas-samtakanna hafa sleppt þremur gíslum úr haldi á Gasaströndinni. Mönnunum þremur hefur verið haldið frá 7. október 2023, þegar þeir voru handsamaðir í Ísrael. Framtíð vopnahlésins á Gasaströndinni er þó óljós eftir deilur í vikunni og ummæli Donalds Trump um að reka eigi Palestínumenn af svæðinu. 15. febrúar 2025 10:01 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Maður frá Flórída hefur ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps eftir að hafa skotið á bíl með tveimur ísraelskum ferðamönnum um borð sem hann taldi vera Palestínubúa. 18. febrúar 2025 09:40
Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Ísraelar hafa tekið á móti stórum sprengjum frá Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, felldi úr gildi ákvörðun Joe Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að fresta skyldi ótímabundið sendingum þess konar sprengja. 16. febrúar 2025 23:31
Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Vígamenn Hamas-samtakanna hafa sleppt þremur gíslum úr haldi á Gasaströndinni. Mönnunum þremur hefur verið haldið frá 7. október 2023, þegar þeir voru handsamaðir í Ísrael. Framtíð vopnahlésins á Gasaströndinni er þó óljós eftir deilur í vikunni og ummæli Donalds Trump um að reka eigi Palestínumenn af svæðinu. 15. febrúar 2025 10:01