Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Árni Sæberg skrifar 20. febrúar 2025 15:04 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir er dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra mun leggja fram frumvarp um að sameina öll níu sýslumannsembætti landsins í eitt. „Ég geri mér grein fyrir að þessi áform geta vakið upp óvissu og jafnvel óöryggi. Það er skiljanlegt, en ekkert ber að óttast,“ segir ráðherra í tölvubréfi til starfsfólks. Til hefur staðið um nokkurt skeið að sameina embættin í eitt. Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra tilkynnti árið 2022 að embættin yrðu sameinuð og Sýslumaður Íslands yrði staðsett á Húsavík. Guðrún hætti við Eftirmaður hans í stól dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, tilkynnti svo ári seinna að fallið hefði verið frá áformunum. Það tilkynnti hún á fundi sýslumannsembættanna, við mikinn fögnuð viðstaddra. Jón hefur þó ekki látið deigan síga og lagði fram þingmannafrumvarp um sameiningu sýslumannsembættanna í fyrradag. Um er að ræða frumvarp sem var unnið í dómsmálaráðuneytinu á sínum tíma. Ný ríkisstjórn ætlar að klára málið Í þingmálaskrá ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra muni leggja fram frumvarp til laga um sýslumann í mars. Með frumvarpinu verði lagt til að sýslumannsembættin níu verði sameinuð í eitt, með það að meginmarkmiði að bæta þjónustu hins opinbera á öllu landinu. Markmiðinu verði náð með hagræðingu, einfaldari stjórnsýslu og jöfnu aðgengi að opinberri þjónustu, óháð búsetu. „Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá þér sem starfsmanni hjá sýslumannsembætti að ríkisstjórnin ætlar að sameina sýslumannsembættin úr níu í eitt í byrjun ársins 2026. Ég mun leggja fram frumvarp þess efnis á Alþingi,“ segir í tölvubréfi frá Þorbjörgu Sigríði til starfsmanna sýslumannsembættanna, sem Vísir hefur undir höndum. Starfsmenn haldi stöðum sínum Þar sem hún hafi ekki hitt alla starfsmenn augliti til auglits vilji hún með bréfinu fara stuttlega yfir verkefnið og vonandi svara þeim spurningum sem starfsmenn kynnu að hafa. „Ég geri mér grein fyrir að þessi áform geta vakið upp óvissu og jafnvel óöryggi. Það er skiljanlegt, en ekkert ber að óttast. Almennt starfsfólk mun halda störfum sínum við sameininguna. Starfsfólk eldri embætta færist sjálfkrafa yfir í hið nýja embætti sýslumanns. Ekki er gert ráð fyrir að sameining embættanna leiði til fækkunar starfsstöðva eða afgreiðslustaða.“ Mikið framfaramál Þá segir að sameiningin sé mikið framfaramál þar sem þjónusta við landsmenn verði efld með betri, skilvirkari og hagkvæmari stjórnsýslu. „Embættið mun verða öflugra og betur í stakk búið til að takast á við áskoranir eins og mannauðsmál, stafræna vegferð, réttindagæslu og stefnumótun auk þess sem tækifæri til starfsþróunar verða fleiri. Þá verður einfaldara að flytja verkefni úr stjórnsýslunni yfir til hins nýja embættis sem mun efla það og um leið landsbyggðir með verðmætum störfum um land allt.“ Loks segir að dómsmálaráðherra hvetji starfsmenn til að ræða málið á sínum starfsstöðvum „og líta á þetta verkefni sem tækifæri en ekki ógn.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Viðreisn Rekstur hins opinbera Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Sjá meira
Til hefur staðið um nokkurt skeið að sameina embættin í eitt. Jón Gunnarsson, þáverandi dómsmálaráðherra tilkynnti árið 2022 að embættin yrðu sameinuð og Sýslumaður Íslands yrði staðsett á Húsavík. Guðrún hætti við Eftirmaður hans í stól dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, tilkynnti svo ári seinna að fallið hefði verið frá áformunum. Það tilkynnti hún á fundi sýslumannsembættanna, við mikinn fögnuð viðstaddra. Jón hefur þó ekki látið deigan síga og lagði fram þingmannafrumvarp um sameiningu sýslumannsembættanna í fyrradag. Um er að ræða frumvarp sem var unnið í dómsmálaráðuneytinu á sínum tíma. Ný ríkisstjórn ætlar að klára málið Í þingmálaskrá ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins segir að Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra muni leggja fram frumvarp til laga um sýslumann í mars. Með frumvarpinu verði lagt til að sýslumannsembættin níu verði sameinuð í eitt, með það að meginmarkmiði að bæta þjónustu hins opinbera á öllu landinu. Markmiðinu verði náð með hagræðingu, einfaldari stjórnsýslu og jöfnu aðgengi að opinberri þjónustu, óháð búsetu. „Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá þér sem starfsmanni hjá sýslumannsembætti að ríkisstjórnin ætlar að sameina sýslumannsembættin úr níu í eitt í byrjun ársins 2026. Ég mun leggja fram frumvarp þess efnis á Alþingi,“ segir í tölvubréfi frá Þorbjörgu Sigríði til starfsmanna sýslumannsembættanna, sem Vísir hefur undir höndum. Starfsmenn haldi stöðum sínum Þar sem hún hafi ekki hitt alla starfsmenn augliti til auglits vilji hún með bréfinu fara stuttlega yfir verkefnið og vonandi svara þeim spurningum sem starfsmenn kynnu að hafa. „Ég geri mér grein fyrir að þessi áform geta vakið upp óvissu og jafnvel óöryggi. Það er skiljanlegt, en ekkert ber að óttast. Almennt starfsfólk mun halda störfum sínum við sameininguna. Starfsfólk eldri embætta færist sjálfkrafa yfir í hið nýja embætti sýslumanns. Ekki er gert ráð fyrir að sameining embættanna leiði til fækkunar starfsstöðva eða afgreiðslustaða.“ Mikið framfaramál Þá segir að sameiningin sé mikið framfaramál þar sem þjónusta við landsmenn verði efld með betri, skilvirkari og hagkvæmari stjórnsýslu. „Embættið mun verða öflugra og betur í stakk búið til að takast á við áskoranir eins og mannauðsmál, stafræna vegferð, réttindagæslu og stefnumótun auk þess sem tækifæri til starfsþróunar verða fleiri. Þá verður einfaldara að flytja verkefni úr stjórnsýslunni yfir til hins nýja embættis sem mun efla það og um leið landsbyggðir með verðmætum störfum um land allt.“ Loks segir að dómsmálaráðherra hvetji starfsmenn til að ræða málið á sínum starfsstöðvum „og líta á þetta verkefni sem tækifæri en ekki ógn.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Viðreisn Rekstur hins opinbera Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Fleiri fréttir Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Sjá meira