Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gamall er Wembanyama líklega einn frægasti leikmaður NBA-deildarinnar í dag. Hann er á sínu öðru ári hjá San Antonio Spurs og var í fyrra kjörinn nýliði ársins í deildinni. Þá var hann valinn í Stjörnuleikinn í ár. Á yfirstandandi leiktíð hefur franski miðherjinn skorað að meðaltali 24 stig og tekið 11 fráköst.
Shams Charania, helsti körfuboltaspekúlant ESPN, hefur nú greint frá því að Wembanyama muni að öllum líkindum ekki spila meira á þessari leiktíð.
San Antonio Spurs All-Star Victor Wembanyama is expected to miss reminder of the season with a deep vein thrombosis in right shoulder.
— Shams Charania (@ShamsCharania) February 20, 2025
Spurs eru í 12. sæti Vesturdeildar með 23 sigra og 29 töp til þessa en eftir að hafa styrkt liðið undir lok félagaskiptagluggans var stefnan sett á að komast í umspilið. Það má reikna með að sú von sé nú úr sögunni.