Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. febrúar 2025 08:01 Jón Pétur segir Heiðu Björgu hafa blokkað sig á Facebook. Vísir/Samsett Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist ætla að tjalda í Kópavogi þangað til að nýr meirihluti í Reykjavíkurborg sé sprunginn. Greint var frá því í dag að Heiða Björg Hilmisdóttir yrði næsti borgarstjóri en hún og Jón Pétur hafa eldað grátt silfur um einhvern tíma. Myndbrot úr hlaðvarpinu Einni pælingu var birt í vikunni en þar ræddi Þórarinn Hjartason við Jón Pétur. Þar bar meðal annars á góma myndun nýs meirihluta í Reykjavík en viðræður Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata, Sósíalista og Flokks fólksins eru nú á lokametrunum. „Talaðu ekki ógrátandi um hana. Ég held ég setji húsið á sölu ef hún verður borgarstjóri,“ segir Jón Pétur í brotinu en þátturinn var birtur í heild sinni í morgun. Borgarstjóri með alþingismann blokkaðan Tilefni orða Jóns má rekja aftur til ársins 2023 þegar Jón Pétur var aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla. Hann sagðist ekki hafa getað orða bundist eftir að hafa lesið umræður á síðu prófessors á menntavísindasviði á Facebook þar sem þættirnir Börnin okkar, sem sýndir voru í Ríkivútvarpinu og fjölluðu um íslenska skólakerfið, voru gagnrýndir. Umræddur prófessor fullyrti að samanburðartölur sem teknar voru fyrir í þættinum yfir lesskilning og félagsfærni barna væru úr lausu lofti gripnar. Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og síðast en ekki síst næsti borgarstjóri Reykjavíkur, tók undir þessi ummæli téðs prófessors og Jón segir sér hafa blöskrað það. Í kjölfarið hafi hann reynt að hafa samband við Heiðu og borið gögn undir hana í gegnum tölvupóst, sms-skilaboð og Facebook án svars. Hann segir skilaboðin ekki hafa verið dónaleg. Heiða Björg hafi álitið þetta áreiti og blokkað hann. „Mér hefur bara ofboðið skeytingarleysi þessa fólks varðandi námsárangur og líðan barna í borginni. hún er búin að vera í borgarstjórn reykjavíkur í óratíma. Svo minnist maður á þetta og maður fær bara blokk,“ segir Jón Pétur í samtali við Vísi. Hafnarfjörður eða Kópavogur Hann segir Heiðu ekki hafa afblokkað hann síðan og því verður sú furðulega staða komin upp síðdegis á morgun, að kosningum á aukafundi borgarstjórnar loknum, að borgarstjóri Reykjavíkur verði með sitjandi alþingismann blokkaðan á Facebook. „Hún var ekki tilbúin í umræðu um námsárangur og líðan barna,“ segir Jón Pétur. Það séu helst tveir kostir sem blasa við honum.. Hafnarfjörður heilli en Kópavogur liggi beinast við. „Ég er að pæla í að kaupa tjald og tjalda í Kópavogi þangað til að þetta springur í borginni,“ segir Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn verður næsti borgarstjóri í Reykjavík. Heimildir fréttastofu herma þetta. 20. febrúar 2025 18:29 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Sjá meira
Myndbrot úr hlaðvarpinu Einni pælingu var birt í vikunni en þar ræddi Þórarinn Hjartason við Jón Pétur. Þar bar meðal annars á góma myndun nýs meirihluta í Reykjavík en viðræður Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata, Sósíalista og Flokks fólksins eru nú á lokametrunum. „Talaðu ekki ógrátandi um hana. Ég held ég setji húsið á sölu ef hún verður borgarstjóri,“ segir Jón Pétur í brotinu en þátturinn var birtur í heild sinni í morgun. Borgarstjóri með alþingismann blokkaðan Tilefni orða Jóns má rekja aftur til ársins 2023 þegar Jón Pétur var aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla. Hann sagðist ekki hafa getað orða bundist eftir að hafa lesið umræður á síðu prófessors á menntavísindasviði á Facebook þar sem þættirnir Börnin okkar, sem sýndir voru í Ríkivútvarpinu og fjölluðu um íslenska skólakerfið, voru gagnrýndir. Umræddur prófessor fullyrti að samanburðartölur sem teknar voru fyrir í þættinum yfir lesskilning og félagsfærni barna væru úr lausu lofti gripnar. Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og síðast en ekki síst næsti borgarstjóri Reykjavíkur, tók undir þessi ummæli téðs prófessors og Jón segir sér hafa blöskrað það. Í kjölfarið hafi hann reynt að hafa samband við Heiðu og borið gögn undir hana í gegnum tölvupóst, sms-skilaboð og Facebook án svars. Hann segir skilaboðin ekki hafa verið dónaleg. Heiða Björg hafi álitið þetta áreiti og blokkað hann. „Mér hefur bara ofboðið skeytingarleysi þessa fólks varðandi námsárangur og líðan barna í borginni. hún er búin að vera í borgarstjórn reykjavíkur í óratíma. Svo minnist maður á þetta og maður fær bara blokk,“ segir Jón Pétur í samtali við Vísi. Hafnarfjörður eða Kópavogur Hann segir Heiðu ekki hafa afblokkað hann síðan og því verður sú furðulega staða komin upp síðdegis á morgun, að kosningum á aukafundi borgarstjórnar loknum, að borgarstjóri Reykjavíkur verði með sitjandi alþingismann blokkaðan á Facebook. „Hún var ekki tilbúin í umræðu um námsárangur og líðan barna,“ segir Jón Pétur. Það séu helst tveir kostir sem blasa við honum.. Hafnarfjörður heilli en Kópavogur liggi beinast við. „Ég er að pæla í að kaupa tjald og tjalda í Kópavogi þangað til að þetta springur í borginni,“ segir Jón Pétur Zimsen þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Heiða Björg verður borgarstjóri Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn verður næsti borgarstjóri í Reykjavík. Heimildir fréttastofu herma þetta. 20. febrúar 2025 18:29 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Sjá meira
Heiða Björg verður borgarstjóri Heiða Björg Hilmisdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn verður næsti borgarstjóri í Reykjavík. Heimildir fréttastofu herma þetta. 20. febrúar 2025 18:29