Í rökstuðningi sínum fyrir ákvörðuninni um nafnabreytinguna segir Landsvirkjun að eftir að staðsetningu versins var breytt og umfang þess minnkað sé ekki talið rétt að kenna það við fjallið Búrfell enda sé það töluvert sunnar en vindorkuverið.
Þess í stað verði verið kennt við fellið Vaðöldu sunnan Sultartangastíflu á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Til hafi staðið að breyta nafninu um hríð en ákveðið hafi verið að hrófla ekki við því í leyfisveitingaferlinu sem verið var í.
Fyrstu fjórtán vindmyllurnar eiga að rísa vorið og sumarið 2026 og þær gangsettar þá um haustið. Verið á að vera að fullu tilbúið og komið í rekstur fyrir lok ársins 2027. Vegaframkvæmdir hafa staðið yfir við Vaðöldu frá því haust.