Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Árni Sæberg skrifar 21. febrúar 2025 14:27 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Ívar Fannar Landsvirkjun, sem er að öllu leyti í eigu ríkisins, hagnaðist um 41,5 milljarða króna í fyrra og hyggst greiða eiganda sínum 25 milljarða króna í arð. Fyrirtækið mun þá hafa greitt eiganda sínum níutíu milljarða króna í arð á árunum 2021 til 2024. „Rekstur Landsvirkjunar gekk áfram vel á árinu 2024, þótt afkoman hafi ekki jafnast á við metárið 2023. Aðstæður voru krefjandi á árinu, vatnsbúskapur sögulega lakur, sem leiddi til þess að tekjur drógust saman vegna minni raforkusölu. Þá urðu breytingar á verðtengingu í samningi við stórnotanda, auk þess sem innleystar áhættuvarnir lækkuðu frá fyrra ári. Afkoman var því vel ásættanleg miðað við aðstæður,“ er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, í fréttatilkynningu vegna uppgjörs Landsvirkjunar fyrir árið 2024. Staðan aldrei verið betri Haft er eftir Herði að fjárhagsleg staða fyrirtækisins hafi aldrei verið betri og þar með bolmagn þess til þess að setja þann kraft í orkuöflun sem sé nauðsynlegur til að mæta þörfum íslensks samfélags. „Á árinu 2024 hófust loks framkvæmdir við 120 MW Búrfellslund og 95 MW Hvammsvirkjun, eftir ítrekaðir tafir í leyfisveitingaferlinu. Þessar nýju virkjanir mæta brýnni þörf fyrir frekari raforku til að mæta orkuskiptum og vexti samfélagsins. Afar mikilvægt er að ekki verði frekari tafir á framgangi þessara verkefna.“ Fernar framkvæmdir á sama tíma Þá áformi fyrirtækið einnig að hefja framkvæmdir við stækkun Þeistareykja- og Sigöldustöðvar á árinu 2025. Fyrirtækið hafi aldrei áður unnuð að fernum nýframkvæmdum á sama tíma, með þremur mismunandi orkugjöfum. „Mikið reyndi á innviði Landsvirkjunar við þær erfiðu aðstæður sem ríktu á síðasta ári vegna mikillar eftirspurnar og sögulega lítils innrennslis til lóna. Álag var mikið á starfsfólk, sem og þau kerfi og verklag sem þróuð hafa verið innan fyrirtækisins. Það var mjög ánægjulegt að sjá hversu vel tókst að takast á við þessar krefjandi aðstæður og standa við allar skuldbindingar fyrirtækisins.“ Landsvirkjun Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Rekstur hins opinbera Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Rekstur Landsvirkjunar gekk áfram vel á árinu 2024, þótt afkoman hafi ekki jafnast á við metárið 2023. Aðstæður voru krefjandi á árinu, vatnsbúskapur sögulega lakur, sem leiddi til þess að tekjur drógust saman vegna minni raforkusölu. Þá urðu breytingar á verðtengingu í samningi við stórnotanda, auk þess sem innleystar áhættuvarnir lækkuðu frá fyrra ári. Afkoman var því vel ásættanleg miðað við aðstæður,“ er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, í fréttatilkynningu vegna uppgjörs Landsvirkjunar fyrir árið 2024. Staðan aldrei verið betri Haft er eftir Herði að fjárhagsleg staða fyrirtækisins hafi aldrei verið betri og þar með bolmagn þess til þess að setja þann kraft í orkuöflun sem sé nauðsynlegur til að mæta þörfum íslensks samfélags. „Á árinu 2024 hófust loks framkvæmdir við 120 MW Búrfellslund og 95 MW Hvammsvirkjun, eftir ítrekaðir tafir í leyfisveitingaferlinu. Þessar nýju virkjanir mæta brýnni þörf fyrir frekari raforku til að mæta orkuskiptum og vexti samfélagsins. Afar mikilvægt er að ekki verði frekari tafir á framgangi þessara verkefna.“ Fernar framkvæmdir á sama tíma Þá áformi fyrirtækið einnig að hefja framkvæmdir við stækkun Þeistareykja- og Sigöldustöðvar á árinu 2025. Fyrirtækið hafi aldrei áður unnuð að fernum nýframkvæmdum á sama tíma, með þremur mismunandi orkugjöfum. „Mikið reyndi á innviði Landsvirkjunar við þær erfiðu aðstæður sem ríktu á síðasta ári vegna mikillar eftirspurnar og sögulega lítils innrennslis til lóna. Álag var mikið á starfsfólk, sem og þau kerfi og verklag sem þróuð hafa verið innan fyrirtækisins. Það var mjög ánægjulegt að sjá hversu vel tókst að takast á við þessar krefjandi aðstæður og standa við allar skuldbindingar fyrirtækisins.“
Landsvirkjun Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Rekstur hins opinbera Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira