Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Árni Sæberg skrifar 21. febrúar 2025 16:49 Reiknað er með því að höfuðstöðvarnar rísi á lóðunum tveimur sem eru nær gömlu hesthúsunum. Framtíð nyrstu lóðarinnar er óráðin. Landsvirkjun Stjórn Landsvirkjunar samþykkti á fundi sínum fyrr í dag að kaupa þrjár lóðir austast á Bústaðavegi í Reykjavík, með það í huga að þar rísi næstu höfuðstöðvar orkufyrirtækis þjóðarinnar. Kaupverðið er 1,3 milljarðar króna. Í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun segir þó að það muni koma í hlut næstu stjórnar fyrirtækisins, sem skipuð verði í apríl, að taka frekari ákvarðanir um hvort eða hvenær af þeim framkvæmdum verður. Þá hafi stjórnin einnig samþykkt að hefja sölu á fyrri höfuðstöðvum Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68. Tvær lóðir undir Landsvirkjun en óvíst með þá þriðju Í tilkynningu segir að lóðirnar séu við Bústaðaveg 143, 145 og 147 og liggi að Reykjanesbraut, norður af veitingastaðnum á Sprengisandi og gömlu hesthúsum Fáks. Þær hafi verið seldar í einu lagi á um 1,3 milljarða króna með áföllnum gjöldum. Fyrstu áform Landsvirkjunar geri ráð fyrir að syðri lóðirnar tvær, 145 og 147, verði sameinaðar undir nýjar höfuðstöðvar. Ekki hafi verið tekin ákvörðum um þriðju lóðina, sem liggur nyrst. Fyrstu áætlanir geri ráð fyrir að höfuðstöðvar við Bústaðaveg verði í um áttatíu metra fjarlægð frá þeim íbúðarhúsum sem næst standa. Byggingarmagn á lóðunum tveimur verði í samræmi við núgildandi deiliskipulag þótt tvær lóðir verði sameinaðar og á þeim rísi ein bygging. Landsvirkjun muni leggja áherslu á að vera í góðum samskiptum við íbúa í grennd við athafnasvæðið um framgang mála. Gætu verið fullbúnar eftir þrjú ár Haft er eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, að lóðirnar liggi vel við helstu stofnleiðum og þjónustu, rétt eins og fyrri höfuðstöðvar við Háaleitisbraut hafi gert. Þótt endanleg ákvörðun um uppbyggingu á svæðinu liggi ekki fyrir sé ánægjulegt að sjá að málið sé komið á rekspöl. „Ef svo heldur sem horfir gætu nýjar höfuðstöðvar verið fullbúnar eftir 3-4 ár. Við förum fram af varfærni, enda þurfum við að vanda til undirbúnings og allra verka þegar hugað er að byggingu höfuðstöðva sem vonandi munu standa næstu áratugi.“ Landsvirkjun Skipulag Reykjavík Jarða- og lóðamál Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun segir þó að það muni koma í hlut næstu stjórnar fyrirtækisins, sem skipuð verði í apríl, að taka frekari ákvarðanir um hvort eða hvenær af þeim framkvæmdum verður. Þá hafi stjórnin einnig samþykkt að hefja sölu á fyrri höfuðstöðvum Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68. Tvær lóðir undir Landsvirkjun en óvíst með þá þriðju Í tilkynningu segir að lóðirnar séu við Bústaðaveg 143, 145 og 147 og liggi að Reykjanesbraut, norður af veitingastaðnum á Sprengisandi og gömlu hesthúsum Fáks. Þær hafi verið seldar í einu lagi á um 1,3 milljarða króna með áföllnum gjöldum. Fyrstu áform Landsvirkjunar geri ráð fyrir að syðri lóðirnar tvær, 145 og 147, verði sameinaðar undir nýjar höfuðstöðvar. Ekki hafi verið tekin ákvörðum um þriðju lóðina, sem liggur nyrst. Fyrstu áætlanir geri ráð fyrir að höfuðstöðvar við Bústaðaveg verði í um áttatíu metra fjarlægð frá þeim íbúðarhúsum sem næst standa. Byggingarmagn á lóðunum tveimur verði í samræmi við núgildandi deiliskipulag þótt tvær lóðir verði sameinaðar og á þeim rísi ein bygging. Landsvirkjun muni leggja áherslu á að vera í góðum samskiptum við íbúa í grennd við athafnasvæðið um framgang mála. Gætu verið fullbúnar eftir þrjú ár Haft er eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, að lóðirnar liggi vel við helstu stofnleiðum og þjónustu, rétt eins og fyrri höfuðstöðvar við Háaleitisbraut hafi gert. Þótt endanleg ákvörðun um uppbyggingu á svæðinu liggi ekki fyrir sé ánægjulegt að sjá að málið sé komið á rekspöl. „Ef svo heldur sem horfir gætu nýjar höfuðstöðvar verið fullbúnar eftir 3-4 ár. Við förum fram af varfærni, enda þurfum við að vanda til undirbúnings og allra verka þegar hugað er að byggingu höfuðstöðva sem vonandi munu standa næstu áratugi.“
Landsvirkjun Skipulag Reykjavík Jarða- og lóðamál Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira