Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Magnús Jochum Pálsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 22. febrúar 2025 19:16 Sveinbjörn Snorri Grétarsson, forstöðumaður greiðslukortaviðskipta Íslandsbanka, segir bankann hafa lokað á notkun greiðslukorta á veðmálasíðum hjá viðskiptavinum yngri en átján ára vegna gríðarlegrar aukningar í kortanotkun á síðunum. Getty/Stöð 2 Velta barna á veðmálasíðum hefur fimmfaldast á milli ára en Íslandsbanki hefur lokað á innlagnir ungmenna á slíkar síður. Forstöðumaður greiðslukortaviðskipta bankans segir aðgengi barna að síðunum of greitt. Fjöldi Íslendinga sem stundar fjárhættuspil á netinu hefur fjórtánfaldast á tuttugu árum og netspilun verður sífellt vinsælli. Aukningin er mest hjá karlmönnum átján til 25 ára og hafa tuttugu prósent þeirra spilað peningaspil á erlendum vefsíðum. Aðgengi barna að fjárhættuspili á netinu er nánast óheft. Hver sem er getur skráð sig á veðmálasíður með því að skrá rangan fæðingardag og fjölmargar síður leyfa fólki að leggja háar upphæðir inn áður en þær sannreyna aldur notenda. Það er ekki fyrr en þeir reyna að taka peninginn út sem þeir eru beðnir um að staðfesta aldur. Indó tók af skarið í því að loka á spilasíður fyrir nokkrum mánuðum og skoruðu þá á aðra banka að gera slíkt hið sama. Lokuðu á kort yngri viðskiptavina Nýlega ákvað Íslandsbanki að loka á notkun greiðslukorta á veðmálasíðum hjá viðskiptavinum yngri en átján ára. „Svona helsta ástæðan var að við sáum gríðarlega aukningu í fyrra, sé horft á árið 2023,“ segir Sveinbjörn Snorri Grétarsson, forstöðumaður greiðslukortaviðskipta Íslandsbanka. Árið 2023 var velta viðskiptavina Íslandsbanka yngri en átján ára á veðmálasíðum um tíu milljónir króna. Árið 2024 stökk sú tala upp í rúmlega fimmtíu milljónir. Fimmföldun á einu ári. Fimmföldun hefur orðið á veltu á veðmálasíðum viðskiptavina Íslandsbanka sem eru 18 ára og yngri.Grafík Heillandi síður fyrir börn Sveinbjörn segir vefsíðunum fjölga gríðarlega og þær séu að einhverju leyti heillandi fyrir börn. „Það er ákveðin aðferðafræði, það eru bónusar sem þú færð eingöngu fyrir að stofna aðgang og svo maður segi bara eins og er virðist þetta vera heillandi heimur,“ segir Sveinbjörn. Arionbanki, Landsbankinn og Indó eru einnig með eða að vinna í svipuðum lausnum við þessum vanda. Er ábyrgðin á ykkur að loka á svona eða er þetta skref sem ykkur fannst nauðsynlegt að taka? „Í fyrsta lagi fannst þetta vera eitthvað sem okkur fannst við verða að gera. Lagaramminn er skýr, einstaklingar undir átján ára aldri mega ekki stunda veðmálastarfsemi,“ segir Sveinbjörn. „Í raun og veru á að snúa þessu við, ábyrgðin liggur meira hjá seljanda. En þegar við sjáum trekk í trekk að það er ekki verið að sannreyna aldur þá í raun og veru vitum við að það var hundrað prósent rétt ákvörðun að loka,“ segir hann. Börn og uppeldi Fjárhættuspil Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Fjöldi Íslendinga sem stundar fjárhættuspil á netinu hefur fjórtánfaldast á tuttugu árum og netspilun verður sífellt vinsælli. Aukningin er mest hjá karlmönnum átján til 25 ára og hafa tuttugu prósent þeirra spilað peningaspil á erlendum vefsíðum. Aðgengi barna að fjárhættuspili á netinu er nánast óheft. Hver sem er getur skráð sig á veðmálasíður með því að skrá rangan fæðingardag og fjölmargar síður leyfa fólki að leggja háar upphæðir inn áður en þær sannreyna aldur notenda. Það er ekki fyrr en þeir reyna að taka peninginn út sem þeir eru beðnir um að staðfesta aldur. Indó tók af skarið í því að loka á spilasíður fyrir nokkrum mánuðum og skoruðu þá á aðra banka að gera slíkt hið sama. Lokuðu á kort yngri viðskiptavina Nýlega ákvað Íslandsbanki að loka á notkun greiðslukorta á veðmálasíðum hjá viðskiptavinum yngri en átján ára. „Svona helsta ástæðan var að við sáum gríðarlega aukningu í fyrra, sé horft á árið 2023,“ segir Sveinbjörn Snorri Grétarsson, forstöðumaður greiðslukortaviðskipta Íslandsbanka. Árið 2023 var velta viðskiptavina Íslandsbanka yngri en átján ára á veðmálasíðum um tíu milljónir króna. Árið 2024 stökk sú tala upp í rúmlega fimmtíu milljónir. Fimmföldun á einu ári. Fimmföldun hefur orðið á veltu á veðmálasíðum viðskiptavina Íslandsbanka sem eru 18 ára og yngri.Grafík Heillandi síður fyrir börn Sveinbjörn segir vefsíðunum fjölga gríðarlega og þær séu að einhverju leyti heillandi fyrir börn. „Það er ákveðin aðferðafræði, það eru bónusar sem þú færð eingöngu fyrir að stofna aðgang og svo maður segi bara eins og er virðist þetta vera heillandi heimur,“ segir Sveinbjörn. Arionbanki, Landsbankinn og Indó eru einnig með eða að vinna í svipuðum lausnum við þessum vanda. Er ábyrgðin á ykkur að loka á svona eða er þetta skref sem ykkur fannst nauðsynlegt að taka? „Í fyrsta lagi fannst þetta vera eitthvað sem okkur fannst við verða að gera. Lagaramminn er skýr, einstaklingar undir átján ára aldri mega ekki stunda veðmálastarfsemi,“ segir Sveinbjörn. „Í raun og veru á að snúa þessu við, ábyrgðin liggur meira hjá seljanda. En þegar við sjáum trekk í trekk að það er ekki verið að sannreyna aldur þá í raun og veru vitum við að það var hundrað prósent rétt ákvörðun að loka,“ segir hann.
Börn og uppeldi Fjárhættuspil Íslandsbanki Fjármálafyrirtæki Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira