Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar 23. febrúar 2025 18:01 Fjöldi fólks hefur hneykslast á kynningarfundi sjálfstæðismanna á þingflokki sínum og hæfi hans að fjalla um veigamikil mál. Kynningin fór fram með sýnikennslu í þingsal Alþingis. Sýningarefnið á fundinum var umræður um andúð þingmanna Sjálfstæðisflokksins á því spellvirki að hafa plasttappa fasta við fernur og flöskur. Sýningin stóð yfir í fjóra og hálfan tíma. Sagt er að þessi sýning Sjálfstæðismanna hafi verið sett upp í þeim tilgangi að tefja störf þingsins. Ég held að það sé ekki aðal ástæðan heldur sé aðal ástæðan komandi landsfundur. Á landsfundi er kosið í áhrifastöður og embætti flokksins. Til að ná árangri í þeirri keppni þurfa keppendur að vera vel séðir af þeim sem þar kjósa. Það er held ég aðal ástæðan fyrir sýningunni. Þingmenn flokksins álíta sig þekkja sitt fólk og hvað því þykir best á milli tannanna, því var tappaumræðan á Alþingi fyrir kjósendur á landsfundi til að auðvelda þeim að gera upp hug sinn. Helsti talsmaður málsins J.P. Zimsen fullyrti að áfastir tappar ykju álag á sjúkrahús landsins og ef Tappafólkið næði meirihluta í höfuðborginni þá ætlaði hann að flytja í tjald í Kópavogi. Vá maður, hugsið ykkur fórnfýsi hans fyrir flokkinn. Svona manni má sko treysta - ég kýs hann. Ég held reyndar að svona fólk hugsi ekki - gangi bara á mænunni. Margur ætlar mann af sér Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki áttað sig á, að þorri kjósenda úr öllum flokkum veit það sem þeir vita ekki, að lausir plasttappar kvelja og drepa tugi þúsunda fugla og sjávardýra á hverju degi um allan heim. Það er mannúð og dýravernd að vila stöðva þær kvalir og dráp. Upphlaup og æsingur meirihluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins segir lítið um kjósendur, en það segir grátlega mikið um þingflokkinn og vanmat hans á fulltrúum á landsfundi. Það er nánast hægt að dagsetja hvenær tjaldið var dregið frá leiksviði flokksins og innra ástand hans og vanhæfi meirihluta þingflokksins blasti við öllum almenningi. Sá meirihluti og foringjar hans bera mesta ábyrgð á fylgishruni, volæði og eymd flokksins í dag. Það er svo kaldhæðni örlaganna, að þau, sem hófu skollaleikinn híma nú álengdar í almennum stæðum, og spyrja eins Jón Hreggviðsson „Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ Slæmar afleiðingar af atburðarásinni, sem skammsýnir framagosar ýttu í gang verða ekki lagfærðar með 4 tíma lélegri sýningu á hálfvitahætti og skrækjandi aularæðum í Alþingi. Það háttalag sæmir engum, ekki einu sinni þeim lánlausu fúskurum, sem nú ráða í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er rafiðnaðarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Fjöldi fólks hefur hneykslast á kynningarfundi sjálfstæðismanna á þingflokki sínum og hæfi hans að fjalla um veigamikil mál. Kynningin fór fram með sýnikennslu í þingsal Alþingis. Sýningarefnið á fundinum var umræður um andúð þingmanna Sjálfstæðisflokksins á því spellvirki að hafa plasttappa fasta við fernur og flöskur. Sýningin stóð yfir í fjóra og hálfan tíma. Sagt er að þessi sýning Sjálfstæðismanna hafi verið sett upp í þeim tilgangi að tefja störf þingsins. Ég held að það sé ekki aðal ástæðan heldur sé aðal ástæðan komandi landsfundur. Á landsfundi er kosið í áhrifastöður og embætti flokksins. Til að ná árangri í þeirri keppni þurfa keppendur að vera vel séðir af þeim sem þar kjósa. Það er held ég aðal ástæðan fyrir sýningunni. Þingmenn flokksins álíta sig þekkja sitt fólk og hvað því þykir best á milli tannanna, því var tappaumræðan á Alþingi fyrir kjósendur á landsfundi til að auðvelda þeim að gera upp hug sinn. Helsti talsmaður málsins J.P. Zimsen fullyrti að áfastir tappar ykju álag á sjúkrahús landsins og ef Tappafólkið næði meirihluta í höfuðborginni þá ætlaði hann að flytja í tjald í Kópavogi. Vá maður, hugsið ykkur fórnfýsi hans fyrir flokkinn. Svona manni má sko treysta - ég kýs hann. Ég held reyndar að svona fólk hugsi ekki - gangi bara á mænunni. Margur ætlar mann af sér Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ekki áttað sig á, að þorri kjósenda úr öllum flokkum veit það sem þeir vita ekki, að lausir plasttappar kvelja og drepa tugi þúsunda fugla og sjávardýra á hverju degi um allan heim. Það er mannúð og dýravernd að vila stöðva þær kvalir og dráp. Upphlaup og æsingur meirihluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins segir lítið um kjósendur, en það segir grátlega mikið um þingflokkinn og vanmat hans á fulltrúum á landsfundi. Það er nánast hægt að dagsetja hvenær tjaldið var dregið frá leiksviði flokksins og innra ástand hans og vanhæfi meirihluta þingflokksins blasti við öllum almenningi. Sá meirihluti og foringjar hans bera mesta ábyrgð á fylgishruni, volæði og eymd flokksins í dag. Það er svo kaldhæðni örlaganna, að þau, sem hófu skollaleikinn híma nú álengdar í almennum stæðum, og spyrja eins Jón Hreggviðsson „Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann?“ Slæmar afleiðingar af atburðarásinni, sem skammsýnir framagosar ýttu í gang verða ekki lagfærðar með 4 tíma lélegri sýningu á hálfvitahætti og skrækjandi aularæðum í Alþingi. Það háttalag sæmir engum, ekki einu sinni þeim lánlausu fúskurum, sem nú ráða í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er rafiðnaðarmaður
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun