„Við vorum yfirspenntar“ Hinrik Wöhler skrifar 23. febrúar 2025 18:30 Hafdís Renötudóttir varði 18 skot í marki Vals í dag þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum EHF-bikarsins. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Hafdís Renötudóttir átti stórleik í marki Vals þegar liðið tryggði sér í undanúrslit Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta í dag. Valur gerði jafntefli við tékkneska liðið Slavia Prag, 22-22, í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum og sigraði einvígið samtals með sjö mörkum. Valur sigraði fyrri leikinn örugglega með sjö mörkum en þær áttu erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og voru um tíma sex mörkum undir. „Þetta var ótrúlega erfiður leikur, það var erfitt að vera undir og vita hvað væri undir. Þannig að við settum bara í næsta gír í seinni hálfleik og ákváðum að láta þær ekki taka okkur í nefið,“ sagði Hafdís eftir leikinn í dag. Markvörðurinn segir að þær hafi verið mögulega verið of spenntar í fyrri hálfleik en þær hafi náð að stilla saman strengi í hálfleik. „Við vorum yfirspenntar og ég held að það hafi sést í fyrri hálfleik. Við tókum nokkra andardrætti í hálfleik og ákváðum að vinna seinni hálfleik.“ Hafdís varði eins og berserkur í seinni hálfleik og endaði leikinn með 18 varin skot eða 46% markvörslu. „Við fengum betri markvörslu, það var alveg á hreinu. Við vorum aðeins léttari í slúttunum,“ sagði Hafdís um seinni hálfleikinn. Valskonur fagna eftir jafntefli við Slavia Prag í N1-höllinni í dag.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Hún var ósátt með hægri hornamann Slaviu Prag þegar hún fékk skot nálægt andlitinu og las henni pistilinn. „Ég er með mjög mikið jafnaðargeð en þegar leikmenn skjóta nálægt andlitinu, ég náði þó að koma hendinni fyrir andlitið, en þá sagði ég við hana eitthvað fallegt á íslensku og hún hljóp í burtu,“ sagði Hafdís þegar hún spurð út í atvikið. Mæta liði frá Slóvakíu í undanúrslitum Mótherji Vals í undanúrslitum verður slóvakíska liðið Iuventa Michalovce og Hafdís segir að hún kíkt lauslega á næstu mótherja. „Það var dregið í síðasta mánuði og þá sá ég hvaða andstæðing við myndum fá í undanúrslitum. Ég var aðeins búin að kíkja á þær en þær eru í öðru sæti í deildinni og við ætlum að mæta og vinna þær.“ Það er skammt stórra högga á milli hjá Valskonum um þessar mundir en þær etja kappi á fimmtudaginn í undanúrslitum Powerade-bikarsins. „Evrópu- og bikarleikir, mikið um stórleiki og stór lið sem við erum að fara mæta. Ég segi bara áfram gakk og við tökum þetta,“ sagði markvörðurinn að lokum. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Sport Fleiri fréttir „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Sjá meira
Valur sigraði fyrri leikinn örugglega með sjö mörkum en þær áttu erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og voru um tíma sex mörkum undir. „Þetta var ótrúlega erfiður leikur, það var erfitt að vera undir og vita hvað væri undir. Þannig að við settum bara í næsta gír í seinni hálfleik og ákváðum að láta þær ekki taka okkur í nefið,“ sagði Hafdís eftir leikinn í dag. Markvörðurinn segir að þær hafi verið mögulega verið of spenntar í fyrri hálfleik en þær hafi náð að stilla saman strengi í hálfleik. „Við vorum yfirspenntar og ég held að það hafi sést í fyrri hálfleik. Við tókum nokkra andardrætti í hálfleik og ákváðum að vinna seinni hálfleik.“ Hafdís varði eins og berserkur í seinni hálfleik og endaði leikinn með 18 varin skot eða 46% markvörslu. „Við fengum betri markvörslu, það var alveg á hreinu. Við vorum aðeins léttari í slúttunum,“ sagði Hafdís um seinni hálfleikinn. Valskonur fagna eftir jafntefli við Slavia Prag í N1-höllinni í dag.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Hún var ósátt með hægri hornamann Slaviu Prag þegar hún fékk skot nálægt andlitinu og las henni pistilinn. „Ég er með mjög mikið jafnaðargeð en þegar leikmenn skjóta nálægt andlitinu, ég náði þó að koma hendinni fyrir andlitið, en þá sagði ég við hana eitthvað fallegt á íslensku og hún hljóp í burtu,“ sagði Hafdís þegar hún spurð út í atvikið. Mæta liði frá Slóvakíu í undanúrslitum Mótherji Vals í undanúrslitum verður slóvakíska liðið Iuventa Michalovce og Hafdís segir að hún kíkt lauslega á næstu mótherja. „Það var dregið í síðasta mánuði og þá sá ég hvaða andstæðing við myndum fá í undanúrslitum. Ég var aðeins búin að kíkja á þær en þær eru í öðru sæti í deildinni og við ætlum að mæta og vinna þær.“ Það er skammt stórra högga á milli hjá Valskonum um þessar mundir en þær etja kappi á fimmtudaginn í undanúrslitum Powerade-bikarsins. „Evrópu- og bikarleikir, mikið um stórleiki og stór lið sem við erum að fara mæta. Ég segi bara áfram gakk og við tökum þetta,“ sagði markvörðurinn að lokum.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus deild kvenna frá A til Ö Sport Fleiri fréttir „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Sjá meira