Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar 24. febrúar 2025 11:32 Stundum verður tilvera okkar og það sem við upplifum svo yfirþyrmandi að við grípum fyrir augun. Það getur til dæmis gerst þegar við verðum vitni að einhverju hræðilegu eða þegar við fyllumst sorg eða skömm. Samtími okkar býður upp á margt af þessum toga, því miður - og nú er svo komið að mörg okkar afbera varla lengur að fylgjast með fréttum. Hver einasti dagur leggur á okkur fregnir af slíkum hörmungum og voðaverkum að okkur langar mest að grípa fyrir augun - og helst eyrun líka ef hægt væri. Meðal þeirra fregna sem eru af þessum toga og snerta sérstaklega á hugðarefnum fólks eins og mín, sem starfar við háskóla eða raunar hvaða menntastofnun sem vera skal, eru fréttirnar af bellibrögðum stjórnvalda vestanhafs sem miða að því að útrýma tilteknum fræðum eða jafnvel hugtökum úr háskólastarfi. Orð eins og kyn, kyngervi og jafnvel líffræðileg fjölbreytni eru útlæg ger og háskólarnir neyddir til að fjarlægja þau með öllu úr kynningarefni sínu og að lokum úr kennsluskrám sínum. Þannig skerða valdhafarnir í „landi hinna frjálsu“ svigrúm fræða og vísinda, og raunar hugsunarinnar almennt. Sumt má hreinlega ekki lengur skoða, eða kenna, eða tala um. Hugsanalögreglan úr framtíðarhrollvekju Orwells, 1984, er orðin að raunveruleika. Við sem erum svo lánsöm að standa utan við þessa atburðarás og geta fylgst með henni úr fjarlægð verðum að draga af henni lærdóm og styrkja okkur í trú okkar á mikilvægi þess megingildis háskólastarfsins sem akademískt frelsi er. Þau sem mega hugsa um og rannsaka hvað sem er, heima og geima, búa við slíkt frelsi. Á þeirri öld voðaverkanna sem nú virðist runnin upp er fátt dýrmætara fyrir samfélagið allt en að leggja rækt við þá frjálsu og fortakslausu iðkun vísindanna sem hér um ræðir - og útheimtir ekki síst kjarkinn til að horfast í augu við vandann og standast þá freistingu að grípa fyrir augun. Því að þau sem stunda vísindin og fræðin, í friði fyrir nauðung stríðsmangara og gírugra peninga- og valdafíkla, eru ljósberarnir sem leita þekkingarinnar, úrræðanna sem orðið gætu okkur til bjargar. Ekkert getur verið mikilvægara, í þessum erfiða samtíma, en að búa vel um menntastofnanir okkar og hið akademíska frelsi sem er lífæð háskólastarfsins. Höfundur er prófessor í heimspeki og einn frambjóðenda í rektorskjöri Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Stundum verður tilvera okkar og það sem við upplifum svo yfirþyrmandi að við grípum fyrir augun. Það getur til dæmis gerst þegar við verðum vitni að einhverju hræðilegu eða þegar við fyllumst sorg eða skömm. Samtími okkar býður upp á margt af þessum toga, því miður - og nú er svo komið að mörg okkar afbera varla lengur að fylgjast með fréttum. Hver einasti dagur leggur á okkur fregnir af slíkum hörmungum og voðaverkum að okkur langar mest að grípa fyrir augun - og helst eyrun líka ef hægt væri. Meðal þeirra fregna sem eru af þessum toga og snerta sérstaklega á hugðarefnum fólks eins og mín, sem starfar við háskóla eða raunar hvaða menntastofnun sem vera skal, eru fréttirnar af bellibrögðum stjórnvalda vestanhafs sem miða að því að útrýma tilteknum fræðum eða jafnvel hugtökum úr háskólastarfi. Orð eins og kyn, kyngervi og jafnvel líffræðileg fjölbreytni eru útlæg ger og háskólarnir neyddir til að fjarlægja þau með öllu úr kynningarefni sínu og að lokum úr kennsluskrám sínum. Þannig skerða valdhafarnir í „landi hinna frjálsu“ svigrúm fræða og vísinda, og raunar hugsunarinnar almennt. Sumt má hreinlega ekki lengur skoða, eða kenna, eða tala um. Hugsanalögreglan úr framtíðarhrollvekju Orwells, 1984, er orðin að raunveruleika. Við sem erum svo lánsöm að standa utan við þessa atburðarás og geta fylgst með henni úr fjarlægð verðum að draga af henni lærdóm og styrkja okkur í trú okkar á mikilvægi þess megingildis háskólastarfsins sem akademískt frelsi er. Þau sem mega hugsa um og rannsaka hvað sem er, heima og geima, búa við slíkt frelsi. Á þeirri öld voðaverkanna sem nú virðist runnin upp er fátt dýrmætara fyrir samfélagið allt en að leggja rækt við þá frjálsu og fortakslausu iðkun vísindanna sem hér um ræðir - og útheimtir ekki síst kjarkinn til að horfast í augu við vandann og standast þá freistingu að grípa fyrir augun. Því að þau sem stunda vísindin og fræðin, í friði fyrir nauðung stríðsmangara og gírugra peninga- og valdafíkla, eru ljósberarnir sem leita þekkingarinnar, úrræðanna sem orðið gætu okkur til bjargar. Ekkert getur verið mikilvægara, í þessum erfiða samtíma, en að búa vel um menntastofnanir okkar og hið akademíska frelsi sem er lífæð háskólastarfsins. Höfundur er prófessor í heimspeki og einn frambjóðenda í rektorskjöri Háskóla Íslands.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun