Jóhann fékk gult spjald undir lok fyrri hálfleiks, sem endaði markalaus. Al Orobah komst yfir snemma í seinni hálfleik og tvöfaldaði forystuna eftir rúmlega klukkutíma leik. Brad Young og Omar Al Somah skoruðu mörkin.
Jóhann var tekinn af velli á fimmtu mínútu uppbótartíma, áður gestirnir minnkuðu síðan muninn á lokasekúndum leiksins.
Franski varnarmaðurinn Kurt Zouma fékk sínar fyrstu mínútur fyrir Al Orobah síðan á síðasta ári. Hann hefur verið að glíma við meiðsli, en sat á bekknum í síðasta leik og spilaði svo rúman stundarfjórðung í dag.
Al Orobah er í þrettánda sæti deildarinnar, með 23 stig þegar 22 af 34 umferðum hafa verið spilaðar.