Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik Siggeir Ævarsson skrifar 25. febrúar 2025 17:30 Stjarnan sýndi klærnar í seinni. Vísir/Diego Stjarnan og Grindavík eigast við í annað sinn á skömmum tíma, nú þegar búið er að skipta Bónus-deild kvenna í körfubolta í tvo hluta. Liðin leika í neðri hlutanum. Stjarnan og Grindavík mættust í kvöld í Bónus-deild kvenna en aðeins er vika liðin síðan að liðin mættust síðast, einmitt hér í Garðabæ. Þar fóru Grindvíkingar með sigur af hólmi í leik sem var ekki mikið fyrir augað en til allrar guðslukku fyrir áhorfendur voru liðin mun betur innstillt í kvöld. Stjörnukonur fóru vel af stað og skoruðu úr þremur af sínum fyrstu skotum, en Ólafur þjálfari talaði um það fyrir leik að hans konur þyrftu fyrst og fremst að hitta úr skotunum sínum í kvöld, öfugt við síðasta leik. Grindvíkingar létu þessa byrjun þó ekki slá sig út af laginu og leiddu eftir fyrsta leikhluta með tveimur stigum en síðasta karfa leikhlutans var þristur frá fyrirliðanum Huldu Björk, staðan 22-24. Gestirnir náðu upp örlitlu forskoti í öðrum leikhluta og voru komnar átta stigum yfir í stöðunni 33-41. Stjörnukonur skoruðu svo síðustu sjö stig leikhlutans og því munaði aðeins einu stigi í hálfleik, staðan 40-41. Sóknarleikur Stjörnunnar gekk eins og vel smurð vél í þriðja leikhluta meðan að sóknarleikur Grindvíkinga minnti helst á vél í gömlum Rússajeppa sem hafði staðið óhreyfður út í mýri síðan á síðustu öld, en Grindavík skoraði aðeins sjö stig í leikhlutanum gegn 20 hjá Stjörnunni. Heimakonur voru því með pálmann í höndunum fyrir lokaátökin og leiddu 60-48. Fjórði leikhluti var svo í raun bara meira af því sama. Mjög stirður og stífur sóknarleikur hjá gestunum meðan Stjörnukonur áttu mjög náðugar stundir í sókninni og unnu að lokum sanngjarnan 77-64 sigur. Nánari umfjöllun og viðtöl á Vísi síðar í kvöld. Bónus-deild kvenna Stjarnan UMF Grindavík
Stjarnan og Grindavík eigast við í annað sinn á skömmum tíma, nú þegar búið er að skipta Bónus-deild kvenna í körfubolta í tvo hluta. Liðin leika í neðri hlutanum. Stjarnan og Grindavík mættust í kvöld í Bónus-deild kvenna en aðeins er vika liðin síðan að liðin mættust síðast, einmitt hér í Garðabæ. Þar fóru Grindvíkingar með sigur af hólmi í leik sem var ekki mikið fyrir augað en til allrar guðslukku fyrir áhorfendur voru liðin mun betur innstillt í kvöld. Stjörnukonur fóru vel af stað og skoruðu úr þremur af sínum fyrstu skotum, en Ólafur þjálfari talaði um það fyrir leik að hans konur þyrftu fyrst og fremst að hitta úr skotunum sínum í kvöld, öfugt við síðasta leik. Grindvíkingar létu þessa byrjun þó ekki slá sig út af laginu og leiddu eftir fyrsta leikhluta með tveimur stigum en síðasta karfa leikhlutans var þristur frá fyrirliðanum Huldu Björk, staðan 22-24. Gestirnir náðu upp örlitlu forskoti í öðrum leikhluta og voru komnar átta stigum yfir í stöðunni 33-41. Stjörnukonur skoruðu svo síðustu sjö stig leikhlutans og því munaði aðeins einu stigi í hálfleik, staðan 40-41. Sóknarleikur Stjörnunnar gekk eins og vel smurð vél í þriðja leikhluta meðan að sóknarleikur Grindvíkinga minnti helst á vél í gömlum Rússajeppa sem hafði staðið óhreyfður út í mýri síðan á síðustu öld, en Grindavík skoraði aðeins sjö stig í leikhlutanum gegn 20 hjá Stjörnunni. Heimakonur voru því með pálmann í höndunum fyrir lokaátökin og leiddu 60-48. Fjórði leikhluti var svo í raun bara meira af því sama. Mjög stirður og stífur sóknarleikur hjá gestunum meðan Stjörnukonur áttu mjög náðugar stundir í sókninni og unnu að lokum sanngjarnan 77-64 sigur. Nánari umfjöllun og viðtöl á Vísi síðar í kvöld.