Aþena byrjaði leikinn af krafti og var lengi vel yfir í leiknum. Góður endasprettur virtist vera að tryggja heimaliðinu sigur en allt kom fyrir ekki. Fyrsti sigur Aþenu í deildinn síðan 27. nóvember staðreynd.
Barbara Ola Zienieweska var stigahæst í liði Aþenu með 18 stig. Dzana Crnac kom þar á eftir með 14 stig.
Abby Claire Beeman var að venju allt í öllu hjá Hamri/Þór. Hún skoraði 34 stig, tók 10 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.
Stöðuna í Bónus deild kvenna eftir tvískiptingu má finna á vef KKÍ.