Komnir með þrettán stiga for­skot

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Liverpool er í frábærri stöðu í ensku úrvalsdeildinni.
Liverpool er í frábærri stöðu í ensku úrvalsdeildinni. afp/paul ellis

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Liverpool verði Englandsmeistari í tuttugasta sinn en liðið náði þrettán stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á Newcastle United, 2-0, í kvöld.

Liverpool vann 0-2 sigur á Englandsmeisturum Manchester City á sunnudaginn og fylgdi því svo eftir með því að leggja Newcastle að velli í kvöld.

Dominik Szoboszlai skoraði í sigrinum á City og hann kom Liverpool yfir á 11. mínútu eftir sendingu frá Luis Díaz.

Á 63. mínútu skoraði argentínski miðjumaðurinn Alexis Mac Allister annað mark Rauða hersins eftir undirbúning Mohameds Salah. Egyptinn hefur nú lagt upp sautján mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur og skorað 25 mörk sjálfur.

Liverpool er sem fyrr sagði með þrettán stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið á tíu leiki eftir.

Newcastle, sem hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum, er í 6. sæti deildarinnar með 44 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira