Enski boltinn

Merino sá um að setja pressu á Liverpool

Spánverjinn Mikel Merino sá til þess að Arsenal fengi öll þrjú stigin með 2-0 sigri gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann skoraði bæði mörkin á lokakaflanum, eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Enski boltinn

David Moyes finnur til með Arne Slot

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, vorkennir kollega sínum Arne Slot hjá Liverpool eftir að sá hollenski fékk að líta rauða spjaldið í lok borgarslags Everton og Liverpool á miðvikudagskvöldið.

Enski boltinn

Orðinn mjög þreyttur á flakkinu

Guðlaugur Victor Pálsson kann vel við sig í sjávarbænum Plymouth á suðvesturhorni Englands. Hann er ekki farinn að huga mikið að næstu skrefum en er ekki á heimleið í bráð.

Enski boltinn

Slot fullur eftir­sjár og gæti sloppið við bann

Öfugt við það sem fullyrt var á vef ensku úrvalsdeildarinnar í gær þá er ekki ljóst hvort og þá hve langt leikbann Arne Slot, stjóri Liverpool, fær eftir rauða spjaldið sem hann fékk að loknum grannaslagnum við Everton á miðvikudagskvöld.

Enski boltinn

Arsenal stað­festir slæm tíðindi

Kai Havertz, sóknarmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal þarf að gangast undir skurðaðgerð vegna meiðsli sem hann varð fyrir í æfingaferð með liðinu í Dúbaí á dögunum. Hann verður frá út yfirstandandi tímabil.

Enski boltinn

Rautt á Slot í hádramatísku jafn­tefli

Liverpool var hársbreidd frá því að ná níu stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en nágrannar þeirra í Everton skoruðu jöfnunarmarkið í leiknum þegar átta mínútur voru komnar fram í uppbótartíma.

Enski boltinn

Síðasti leikur Liverpool á Goodison Park

Grannaslagur Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í kvöld verður sá síðasti milli liðanna tveggja á Goodison Park, heimavelli fyrrnefnda liðsins, sem flytur sig um set í sumar. Búist er við sérstakri stemningu vegna þessa.

Enski boltinn