Sporting hefur nú unnið átta af þrettán leikjum sínum í Meistaradeildinni og er í 2. sæti A-riðils.
Fredericia hefur aftur á móti tapað ellefu af þrettán leikjum sínum og er aðeins með þrjú stig í áttunda og neðsta sæti riðilsins.
Orri skoraði fjögur mörk í leiknum í Lissabon í kvöld. Hann nýtti öll þrjú skotin sín í opnum leik og skoraði úr öðru vítakastinu sem hann tók.
Martim Costa, sem fór mikinn á HM í síðasta mánuði, var markahæstur hjá Sporting með sjö mörk. Bróðir hans, Francisco, skoraði sex mörk.
Einar Þorsteinn Ólafsson reyndi eitt markskot hjá Fredericia en það geigaði. Martin Bisgaard var markahæstur hjá danska liðinu með tíu mörk.