Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2025 14:32 Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá CERT-IS netöryggissveit. Vísir Utanríkisráðuneytið og Fjarskiptastofa undirrituðu í dag samkomulag um flutning á starfsemi netöryggissveitarinnar CERT-IS í starfstöð ráðuneytisins. Á næstu vikum flyst því starfsemi netöryggissveitarinnar frá starfstöð Fjarskiptastofu við Suðurlandsbraut og í húsnæði utanríkisráðuneytisins við Austurhöfn í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins. Með flutningnum er netöryggissveitinni tryggð fyrsta flokks starfsaðstaða sem og öflugra samstarf við varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Í tilkynningunni segir að breytingarnar komi til með að styrkja getu netöryggissveitarinnar til að sinna lögbundnum verkefnum sínum innanlands og styrki þátttöku hennar í fjölþjóðlegu samstarfi á sviði netvarna og netöryggis, meðal annars á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu, og Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, við undirritun samkomulagsins ásamt Guðmundi Arnari Sigmundssyni, forstöðumanni netöryggissveitarinnar CERT-IS, Martin Eyjólfssyni, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, og Bjarka Þórssyni, lögfræðingi á laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Þá styrki flutningurinn samlegð og samstarf utanríkisráðuneytisins og netöryggissveitarinnar á sviði öryggis- og varnarmála, en ráðuneytið og netöryggissveitin hafi síðastliðin ár átt gott samstarf um netöryggismál á grundvelli samstarfssamnings. „Þetta er mikilvægur áfangi í þeirri vegferð okkar að styrkja netöryggi á víðsjárverðum tímum en netöryggisveitin hefur styrkst mjög á síðustu árum og samstarfið við varnarmálaskrifstofu vaxið. Nú þegar við þurfum að efla öryggis- og varnarmálin er mikilvægt að við leitum leiða til að efla okkar stofnanir og tengja saman svo þær geti unnið sem ein öflug heild til að mæta þeim ógnum og áskorunum sem að okkur steðja,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Við myndun ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins í desember síðastliðnum var ákveðið að efla utanríkisráðuneytið á sviði varnar- og netöryggismála. Flutningur á starfsemi netöryggissveitarinnar í starfstöð utanríkisráðuneytisins er sagt mikilvægt skref í þeirri vegferð. Utanríkismál Netöryggi NATO Stjórnsýsla Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins. Með flutningnum er netöryggissveitinni tryggð fyrsta flokks starfsaðstaða sem og öflugra samstarf við varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Í tilkynningunni segir að breytingarnar komi til með að styrkja getu netöryggissveitarinnar til að sinna lögbundnum verkefnum sínum innanlands og styrki þátttöku hennar í fjölþjóðlegu samstarfi á sviði netvarna og netöryggis, meðal annars á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Fjarskiptastofu, og Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, við undirritun samkomulagsins ásamt Guðmundi Arnari Sigmundssyni, forstöðumanni netöryggissveitarinnar CERT-IS, Martin Eyjólfssyni, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins, og Bjarka Þórssyni, lögfræðingi á laga- og stjórnsýsluskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Þá styrki flutningurinn samlegð og samstarf utanríkisráðuneytisins og netöryggissveitarinnar á sviði öryggis- og varnarmála, en ráðuneytið og netöryggissveitin hafi síðastliðin ár átt gott samstarf um netöryggismál á grundvelli samstarfssamnings. „Þetta er mikilvægur áfangi í þeirri vegferð okkar að styrkja netöryggi á víðsjárverðum tímum en netöryggisveitin hefur styrkst mjög á síðustu árum og samstarfið við varnarmálaskrifstofu vaxið. Nú þegar við þurfum að efla öryggis- og varnarmálin er mikilvægt að við leitum leiða til að efla okkar stofnanir og tengja saman svo þær geti unnið sem ein öflug heild til að mæta þeim ógnum og áskorunum sem að okkur steðja,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Við myndun ríkisstjórnar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Flokks fólksins í desember síðastliðnum var ákveðið að efla utanríkisráðuneytið á sviði varnar- og netöryggismála. Flutningur á starfsemi netöryggissveitarinnar í starfstöð utanríkisráðuneytisins er sagt mikilvægt skref í þeirri vegferð.
Utanríkismál Netöryggi NATO Stjórnsýsla Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira