Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. febrúar 2025 15:07 Tómas Þór Þórðarsson, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Mummi Lú/vilhelm Veður hefur áhrif á landsfund Sjálfstæðisflokksins, sem hófst í dag, eftir allt saman. Hópi frá Austurlandi seinkar vegna flugferða sem var aflýst í morgun og um þrettán manns frá Vestmannaeyjum hafa afboðað komu sína á fundinn þar sem vont verður í sjóinn á sunnudaginn. Þetta staðfestir Tómas Þór Þórðarson, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. Eins og frægt er orðið var til umræðu í desember hvort fresta ætti landsfundi Sjálfstæðisflokksins og hafa hann nær sumri. Slæmt veðurfar í febrúar og mars var ein af ástæðunum sem voru nefndar á þeim tíma til stuðnings mögulegri frestun. „Veðrið er aðeins að stríða. Það er vesen með Egilsstaði. Það voru flugferðir felldar niður í morgun vegna veðurs. Það fólk er í brasi en það skilar sér þó það muni missa af setningunni og fyrsta deginum,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Hann bætir við að um þrettán manns frá Vestmannaeyjum muni missa af fundinum. „Það var stór hópur af Eyjamönnum sem kom í gær og verða hér jafnvel eitthvað fram yfir helgi en það eru um þrettán manns sem eru búnir að afbóka sig því þau komast ekki heim á sunnudaginn vegna veðurs.“ Gular veðurviðvaranir voru gefnar út á Breiðafirði, Miðhálendi, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra fyrir nóttina og morguninn í morgun. Fyrr í dag var talið að allir höfðu komist leiðar sinnar á fundinn. Eftir hádegi kom á daginn að svo væri ekki. „Það var rosalega íslensk umræða í annars langri röð í innganginum í morgun. Ef menn voru ekki að tala um Sjálfstæðisflokkinn eða kosninguna eða nefndirnar þá var það veðrið. Fólk var að tala um holt og heiðar og að veðrið hafi ekki verið gott en maður hefur ekki ennþá heyrt að einhver hafi ekki komist svo maður fagnar því,“ sagði Tómas fyrr í dag. Ljóst þykir að veðrið komi þó til með að hafa minniháttar áhrif á kosninguna sjálfa á sunnudaginn þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir keppast um formannsembættið og Diljá Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, keppast um varaformannsembættið. Allir frá Austurlandi sem misstu af flugi sínu í morgun ættu að skila sér á fundinn í tæka tíð áður en atkvæði verða greidd á sunnudaginn. Óvíst er þó með þá þrettán frá Vestmannaeyjum sem hættu við för sína. Ólíklegt þykir að varamenn þeirra nái að leggja leið sína á fundinn. „Það verða varamenn kallaðir inn en veðrið mun hafa áhrif á þá líka.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Þetta staðfestir Tómas Þór Þórðarson, aðstoðarmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. Eins og frægt er orðið var til umræðu í desember hvort fresta ætti landsfundi Sjálfstæðisflokksins og hafa hann nær sumri. Slæmt veðurfar í febrúar og mars var ein af ástæðunum sem voru nefndar á þeim tíma til stuðnings mögulegri frestun. „Veðrið er aðeins að stríða. Það er vesen með Egilsstaði. Það voru flugferðir felldar niður í morgun vegna veðurs. Það fólk er í brasi en það skilar sér þó það muni missa af setningunni og fyrsta deginum,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Hann bætir við að um þrettán manns frá Vestmannaeyjum muni missa af fundinum. „Það var stór hópur af Eyjamönnum sem kom í gær og verða hér jafnvel eitthvað fram yfir helgi en það eru um þrettán manns sem eru búnir að afbóka sig því þau komast ekki heim á sunnudaginn vegna veðurs.“ Gular veðurviðvaranir voru gefnar út á Breiðafirði, Miðhálendi, Vestfjörðum og Ströndum og Norðurlandi vestra fyrir nóttina og morguninn í morgun. Fyrr í dag var talið að allir höfðu komist leiðar sinnar á fundinn. Eftir hádegi kom á daginn að svo væri ekki. „Það var rosalega íslensk umræða í annars langri röð í innganginum í morgun. Ef menn voru ekki að tala um Sjálfstæðisflokkinn eða kosninguna eða nefndirnar þá var það veðrið. Fólk var að tala um holt og heiðar og að veðrið hafi ekki verið gott en maður hefur ekki ennþá heyrt að einhver hafi ekki komist svo maður fagnar því,“ sagði Tómas fyrr í dag. Ljóst þykir að veðrið komi þó til með að hafa minniháttar áhrif á kosninguna sjálfa á sunnudaginn þegar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir keppast um formannsembættið og Diljá Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, keppast um varaformannsembættið. Allir frá Austurlandi sem misstu af flugi sínu í morgun ættu að skila sér á fundinn í tæka tíð áður en atkvæði verða greidd á sunnudaginn. Óvíst er þó með þá þrettán frá Vestmannaeyjum sem hættu við för sína. Ólíklegt þykir að varamenn þeirra nái að leggja leið sína á fundinn. „Það verða varamenn kallaðir inn en veðrið mun hafa áhrif á þá líka.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira