Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. mars 2025 20:39 Sendiherra Danmerkur ofbauð orðræða öldungadeildarþingmannsins. Vísir/Samsett Sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum átti í snörpum orðaskiptum við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham á samfélagsmiðlum. Þingmaðurinn sagðist stoltur af framgöngu Bandaríkjaforseta á fundinum margumtalaða í Hvíta húsinu og sendi ráðamönnum í Evrópu pillu í leiðinni í röð færslna sem hann hefur birt á samfélagsmiðlum frá því í gærkvöldi. Í einni þeirra nýjustu gerir hann rýrnun hermáttar Evrópu undanfarin ár að umtalsefni sínu og er afdráttarlaus í máli. Þetta er einnig ákveðinn viðsnúningur en Lindsey Graham hefur áður verið mjög yfirlýsingaglaður stuðningsmaður Úkraínumanna í stríði þeirra við Rússland. „Það er löngu orðið tímabært að Evrópubúar sýni fram á að þeir séu færir um að sinna vörnum eigin heimsálfu,“ segir hann meðal annars í færslunni. With all due respect, my very good friend @LindseyGrahamSC - but for the record: we have always been with you when we have decided together to defend freedom. For instance, when the US was attacked 9/11, Denmark sent 1000 troops - for several years - to Helmand. Tragically, we… https://t.co/Yzy2CR9cRD— Jesper Møller Sørensen 🇩🇰 (@DKambUSA) March 1, 2025 „Ég segi þetta með mikla sorg í hjarta: Þeir síðustu sem ég myndi stóla á til að standa vörð um frelsi eru Evrópubúar,“ segir hann svo. Jesper Møller Sørensen, sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum, svaraði aðdróttunum Graham og minnti hann á það að Evrópa hafi alla tíð staðið með Bandaríkjunum í baráttunni fyrir frelsi. „Til dæmis, þegar Bandaríkin urðu fyrir árás ellefta september sendi Danmörk þúsund manna lið til Helmand [héraðs í Afganistan]. Það sorglega er að við misstum fleiri hermenn miðað við höfðatölu en nokkuð annað land. Við getum augljóslega ekki leyft Pútín að sigra með hrottalegri innrás sinni í Úkraínu,“ segir hann. Danmörk Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Tengdar fréttir Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Úkraínu í gærkvöld eftir það sem hún kallar fyrirsátur í Washington. Stuðningurinn sé Úkraínumönnum ómetanlegur. 1. mars 2025 19:36 Vonast til að geta átt gott samband við Trump Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. 1. mars 2025 18:08 Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum. 1. mars 2025 11:31 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Sjá meira
Þingmaðurinn sagðist stoltur af framgöngu Bandaríkjaforseta á fundinum margumtalaða í Hvíta húsinu og sendi ráðamönnum í Evrópu pillu í leiðinni í röð færslna sem hann hefur birt á samfélagsmiðlum frá því í gærkvöldi. Í einni þeirra nýjustu gerir hann rýrnun hermáttar Evrópu undanfarin ár að umtalsefni sínu og er afdráttarlaus í máli. Þetta er einnig ákveðinn viðsnúningur en Lindsey Graham hefur áður verið mjög yfirlýsingaglaður stuðningsmaður Úkraínumanna í stríði þeirra við Rússland. „Það er löngu orðið tímabært að Evrópubúar sýni fram á að þeir séu færir um að sinna vörnum eigin heimsálfu,“ segir hann meðal annars í færslunni. With all due respect, my very good friend @LindseyGrahamSC - but for the record: we have always been with you when we have decided together to defend freedom. For instance, when the US was attacked 9/11, Denmark sent 1000 troops - for several years - to Helmand. Tragically, we… https://t.co/Yzy2CR9cRD— Jesper Møller Sørensen 🇩🇰 (@DKambUSA) March 1, 2025 „Ég segi þetta með mikla sorg í hjarta: Þeir síðustu sem ég myndi stóla á til að standa vörð um frelsi eru Evrópubúar,“ segir hann svo. Jesper Møller Sørensen, sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum, svaraði aðdróttunum Graham og minnti hann á það að Evrópa hafi alla tíð staðið með Bandaríkjunum í baráttunni fyrir frelsi. „Til dæmis, þegar Bandaríkin urðu fyrir árás ellefta september sendi Danmörk þúsund manna lið til Helmand [héraðs í Afganistan]. Það sorglega er að við misstum fleiri hermenn miðað við höfðatölu en nokkuð annað land. Við getum augljóslega ekki leyft Pútín að sigra með hrottalegri innrás sinni í Úkraínu,“ segir hann.
Danmörk Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Tengdar fréttir Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Úkraínu í gærkvöld eftir það sem hún kallar fyrirsátur í Washington. Stuðningurinn sé Úkraínumönnum ómetanlegur. 1. mars 2025 19:36 Vonast til að geta átt gott samband við Trump Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. 1. mars 2025 18:08 Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum. 1. mars 2025 11:31 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Sjá meira
Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Úkraínu í gærkvöld eftir það sem hún kallar fyrirsátur í Washington. Stuðningurinn sé Úkraínumönnum ómetanlegur. 1. mars 2025 19:36
Vonast til að geta átt gott samband við Trump Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. 1. mars 2025 18:08
Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Prófessor í stjórnmálafræði segir fund Úkraínuforseta og Bandaríkjaforseta í gær vera hörmung fyrir Úkraínu og Evrópu í heild sinni. Óbrúanleg gjá sé að myndast þar sem ráðamenn Evrópu keppast um að lýsa yfir stuðningi við Úkraínu á meðan bandarísk stjórnvöld sýna fram á áður óséða hegðun gagnvart bandamönnum sínum. 1. mars 2025 11:31