Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir og Ingólfur Bender skrifa 3. mars 2025 10:45 Í nýrri innviðaskýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga er lagt mat á viðhaldsþörf á stórum hluta þeirra innviða sem við treystum á í daglegu lífi. Niðurstöðurnar eru sláandi: uppsöfnuð viðhaldsskuld innviða á Íslandi er nú komin upp í 680 milljarða króna. Það sem meira er, lítið hefur gengið að vinna á skuldinni þrátt fyrir fjölda viðvarana undanfarin ár. Til samanburðar mældist innviðaskuldin 420 milljarðar króna í sambærilegri skýrslu sem gefin var út fyrir fjórum árum. Langstærsti hluti þessarar skuldar tengist vegakerfinu, en þar er áætlað að viðhaldsskuldin sé á bilinu 265–290 milljarðar króna. Það þarf því ekki að koma á óvart að samgöngumálin brenni á fólki um allt land; almenningi, stjórnendum fyrirtækja og sveitarstjórnarfólki, enda er ástand vegakerfisins víða ófullnægjandi. Það er mat höfunda innviðaskýrslunnar að ónóg fjárfesting og viðhald á undanförnum árum hafi leitt til versnandi ástands samgönguinnviða. Skuldasöfnun sem bitnar á komandi kynslóðum Viðhaldsskuldin er í raun form skuldasöfnunar af hálfu hins opinbera. Með því að fresta nauðsynlegu viðhaldi eru ríki og sveitarfélög að velta kostnaðinum yfir á komandi kynslóðir. Afleiðingarnar eru ekki aðeins fjárhagslegar heldur hefur þetta líka áhrif á öryggi vegfarenda og lífsgæði almennings. Afleiðingar þess að sinna viðhaldi ekki eru mjög alvarlegar og kostnaðarsamar. Því lengur sem viðhaldi er slegið á frest, því meiri verður kostnaðurinn þegar loks er ráðist í aðgerðir. Vegir sem ekki fá reglulegt viðhald ganga hraðar úr sér og þurfa dýrari lagfæringar síðar meir. Á meðan uppfyllir vegakerfið ekki lágmarkskröfur, hamlar atvinnulífi, eykur slysahættu og minnkar möguleika fólks til að búa og starfa í dreifðari byggðum. Fagnaðarefni að innviðaráðherra vilji bregðast við Samtök iðnaðarins hafa undanfarið átt fundi með öllum landshlutasamtökum sveitarfélaga. Á þeim fundum hefur komið skýrt fram að samgöngumálin eru eitt helsta áhyggjuefni sveitarstjórna. Á mörgum svæðum landsins er ástand vegakerfisins þannig að það ógnar jafnvel öryggi og velferð samfélaganna. Í því ljósi er það mikið fagnaðarefni að Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, skuli hafa lýst því yfir í fréttum Ríkisútvarpsins nýlega að hann hyggist óska eftir auknu fjármagni til viðhalds á vegakerfinu. Hann lagði áherslu á að Vegagerðin þurfi meira fjármagn strax í sumar svo hægt sé að hefjast handa við nauðsynlegar lagfæringar. Ráðherra hefur þegar sent erindi á fjármálaráðherra og ætlar að taka málið upp í ríkisstjórn. Þessi áhersla ráðherra er bæði skynsamleg og tímabær. Ljóst er að núverandi staða samgönguinnviða kallar á tafarlausar aðgerðir og það er mikilvægt að stjórnvöld sýni í verki að þau ætli að bregðast við þessari þróun. Verktakar eru tilbúnir Á meðal þeirra sem kunna að hafa efasemdir um slíka fjárfestingu má heyra raddir sem segja að ekki sé hægt að bæta við fleiri verkefnum í sumar. Það er hins vegar rangt. Íslenskir verktakar hafa fulla burði til að taka að sér aukin verkefni og munu standa klárir ef fjármögnun verður tryggð. Við getum því ekki látið slíkar röksemdir tefja bráðnauðsynlegar aðgerðir. Nú er tíminn til að bregðast við og það er í höndum stjórnvalda að tryggja að fjármagnið skili sér til Vegagerðarinnar. Við fögnum því að innviðaráðherra hyggist sækja aukið fjármagn til vegaviðhalds og skorum á ríkisstjórnina að fylgja þeim áherslum eftir. Skilaboðin frá sveitarfélögum, atvinnulífi og almenningi eru skýr: Það er ekki hægt að bíða lengur. Jóhanna Klara er sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins og Ingólfur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Byggingariðnaður Ingólfur Bender Mest lesið Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Sjá meira
Í nýrri innviðaskýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga er lagt mat á viðhaldsþörf á stórum hluta þeirra innviða sem við treystum á í daglegu lífi. Niðurstöðurnar eru sláandi: uppsöfnuð viðhaldsskuld innviða á Íslandi er nú komin upp í 680 milljarða króna. Það sem meira er, lítið hefur gengið að vinna á skuldinni þrátt fyrir fjölda viðvarana undanfarin ár. Til samanburðar mældist innviðaskuldin 420 milljarðar króna í sambærilegri skýrslu sem gefin var út fyrir fjórum árum. Langstærsti hluti þessarar skuldar tengist vegakerfinu, en þar er áætlað að viðhaldsskuldin sé á bilinu 265–290 milljarðar króna. Það þarf því ekki að koma á óvart að samgöngumálin brenni á fólki um allt land; almenningi, stjórnendum fyrirtækja og sveitarstjórnarfólki, enda er ástand vegakerfisins víða ófullnægjandi. Það er mat höfunda innviðaskýrslunnar að ónóg fjárfesting og viðhald á undanförnum árum hafi leitt til versnandi ástands samgönguinnviða. Skuldasöfnun sem bitnar á komandi kynslóðum Viðhaldsskuldin er í raun form skuldasöfnunar af hálfu hins opinbera. Með því að fresta nauðsynlegu viðhaldi eru ríki og sveitarfélög að velta kostnaðinum yfir á komandi kynslóðir. Afleiðingarnar eru ekki aðeins fjárhagslegar heldur hefur þetta líka áhrif á öryggi vegfarenda og lífsgæði almennings. Afleiðingar þess að sinna viðhaldi ekki eru mjög alvarlegar og kostnaðarsamar. Því lengur sem viðhaldi er slegið á frest, því meiri verður kostnaðurinn þegar loks er ráðist í aðgerðir. Vegir sem ekki fá reglulegt viðhald ganga hraðar úr sér og þurfa dýrari lagfæringar síðar meir. Á meðan uppfyllir vegakerfið ekki lágmarkskröfur, hamlar atvinnulífi, eykur slysahættu og minnkar möguleika fólks til að búa og starfa í dreifðari byggðum. Fagnaðarefni að innviðaráðherra vilji bregðast við Samtök iðnaðarins hafa undanfarið átt fundi með öllum landshlutasamtökum sveitarfélaga. Á þeim fundum hefur komið skýrt fram að samgöngumálin eru eitt helsta áhyggjuefni sveitarstjórna. Á mörgum svæðum landsins er ástand vegakerfisins þannig að það ógnar jafnvel öryggi og velferð samfélaganna. Í því ljósi er það mikið fagnaðarefni að Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, skuli hafa lýst því yfir í fréttum Ríkisútvarpsins nýlega að hann hyggist óska eftir auknu fjármagni til viðhalds á vegakerfinu. Hann lagði áherslu á að Vegagerðin þurfi meira fjármagn strax í sumar svo hægt sé að hefjast handa við nauðsynlegar lagfæringar. Ráðherra hefur þegar sent erindi á fjármálaráðherra og ætlar að taka málið upp í ríkisstjórn. Þessi áhersla ráðherra er bæði skynsamleg og tímabær. Ljóst er að núverandi staða samgönguinnviða kallar á tafarlausar aðgerðir og það er mikilvægt að stjórnvöld sýni í verki að þau ætli að bregðast við þessari þróun. Verktakar eru tilbúnir Á meðal þeirra sem kunna að hafa efasemdir um slíka fjárfestingu má heyra raddir sem segja að ekki sé hægt að bæta við fleiri verkefnum í sumar. Það er hins vegar rangt. Íslenskir verktakar hafa fulla burði til að taka að sér aukin verkefni og munu standa klárir ef fjármögnun verður tryggð. Við getum því ekki látið slíkar röksemdir tefja bráðnauðsynlegar aðgerðir. Nú er tíminn til að bregðast við og það er í höndum stjórnvalda að tryggja að fjármagnið skili sér til Vegagerðarinnar. Við fögnum því að innviðaráðherra hyggist sækja aukið fjármagn til vegaviðhalds og skorum á ríkisstjórnina að fylgja þeim áherslum eftir. Skilaboðin frá sveitarfélögum, atvinnulífi og almenningi eru skýr: Það er ekki hægt að bíða lengur. Jóhanna Klara er sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins og Ingólfur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun