Hákon tryggði Lille jafn­tefli á Westfalenstadion

Hákon Arnar Haraldsson fagnar hér marki sínu fyrir Lille í Meistaradeildinni í kvöld.
Hákon Arnar Haraldsson fagnar hér marki sínu fyrir Lille í Meistaradeildinni í kvöld. AFP/INA FASSBENDER

Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson var hetja síns liðs í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld.

Lille heimsótti þá Borussia Dortmund á Westfalenstadion í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Lokastaðan var 1-1 jafntefli og franska liðið því í fínum málum.

Dortmund komst í 1-0 í fyrri hálfleik en Hákon jafnaði metin á 68. mínútu.

Hákon fékk boltann frá Jonathan David og skoraði með skoti úr teignum. Hákon stakk sér inn á teiginn og fékk boltann á réttum tíma. Flott mark en hann átti líka mjög góðan leik í kvöld.

Hákon sýndi með þessari frammistöðu á stóra sviðinu hversu frábær leikmann við Íslendingar erum búnir að eignast.

Karim Adeyemi hafði komið Dortmund yfir strax á 22. mínútu leiksins og mark Hákons því afar mikilvægt.

Lille fær nú seinni leikinn á heimavelli sínum í næstu viku.

Þetta var annað mark Hákons í Meistaradeildinni á þessu tímabili en hann hefur alls skorað sjö mörk í öllum keppnum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira