Það gerði fótboltaáhugafólk þótt við séum enn bara í byrjun marsmánaðar en hún Ovalle ætti að vera nokkuð örugg með tilnefningu til Puskas verðlaunanna.
Ovalle er 25 ára gömul og landsliðskona Mexíkó.Hún hefur spilað allan feril sinn með Tigres UANL liðinu en það nánast hægt að fullyrða það að hún hefur ekki skorað fallegra mark en það sem hún skoraði um helgina.
Ovalle skoraði þá í 2-0 sigri Tigres á Chivas í mexíkönsku deildinni. Stoðsendinguna átti hin spænska Jenni Hermoso sem er þekkt fyrir að vera fórnarlamb kossins fræga í verðlaunaafhendingu HM.
Það var eins og Ovalle hafi þarna sameinað alla erfiðustu aðferðirnar til að skora fótboltamark. Hefði þetta verið fimleikaæfing þá hefði erfiðleikastuðullinn líklegast sprengt alla skala.
Ovalle skoraði nefnilega með því að taka boltann viðstöðulaust á lofti, með því að skjóta aftur fyrir sig og því að skora með hælnum.
Þetta væri vanalega kallað sporðdrekaspark en hún snéri samt öfugt og tókst einhvern veginn að fleyta boltanum í fjærhornið með einhverskonar karatesparki.
Það er ekkert skrýtið að mönnum skorti lýsingarorðin en hún sjálf talaði um að kalla þetta La gamba eða rækjuna.
Þetta ótrúlega fótboltamark má sjá hér fyrir ofan og neðan frá tveimur sjónarhornum. Í báðum tilfellum þarf að fletta til að sjá markið.