Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2025 22:20 Virgil van Dijk faðmar markvörðinn sinn Alisson í leikslok en sá brasiíski var magnaður í markinu. AP/Christophe Ena Alisson Becker átti algjöran stórleik í kvöld þegar Liverpool sótti 1-0 sigur til Parísar í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Brasilíski markvörðurinn bjargaði Liverpool hvað eftir annað og liðið skoraði síðan sigurmarkið eftir langa sendingu fram völlinn frá Alisson. Frammistaðan Alisson var eins sú besta hjá markverði í Meistaradeildinni, hvort sem við tökum þetta tímabil eða alla söguna. Hann sjálfur var líka á því að hann hafi ekki oft spilað betur. Alisson varð alls níu skot í leiknum og mörg þeirra úr algjörum dauðafærum. París Saint Germain skoraði ekki hjá honum þrátt fyrir að vera með 1,82 í áætluðum mörkum (xG). „Knattspyrnustjórinn okkar var að segja okkur hvað þetta yrði erfitt og hversu góðir þeir eru með boltann. Við urðum að vera tilbúnir að þjást því það eru svo miklir hæfileikar í þeirra liði,“ sagði Alisson í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Við unnum vel í þessum leik en þeir fengu vissulega færin. Það var samt alltaf einhver hjá okkur mættur til að trufla þann hjá þeim sem var kominn í færi. Það gerði mitt starf auðveldara,“ sagði Alisson. „Liðið lagði gríðarlega mikið á sig í kvöld og svo kemur Harvey inn og skorar sigurmarkið. Þetta er falleg saga og frábært kvöld. Mjög erfitt kvöld en með góðum endi,“ sagði Alisson. Alisson var spurður um hvort að þetta hafi verið besta frammistaðan hans á tímabilinu. „Líklega besti leikur lífs míns,“ svaraði Alisson. Harvey Elliott var líka í viðtali og hrósaði brasilíska markverðinum. „Ég á eiginlega engin orð. Þetta gæi er ótrúlegur og sá besti í heimi. Hann heldur okkur inni í svo mörgum leikjum. Í kvöld var tækifæri fyrir mig að launa þessum manni aðeins fyrir allt það sem hann hefur gert. Ég veit ekki hvar við værum án hans en þetta var samt frábær liðsframmistaða,“ sagði Harvey Elliott. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Sjá meira
Frammistaðan Alisson var eins sú besta hjá markverði í Meistaradeildinni, hvort sem við tökum þetta tímabil eða alla söguna. Hann sjálfur var líka á því að hann hafi ekki oft spilað betur. Alisson varð alls níu skot í leiknum og mörg þeirra úr algjörum dauðafærum. París Saint Germain skoraði ekki hjá honum þrátt fyrir að vera með 1,82 í áætluðum mörkum (xG). „Knattspyrnustjórinn okkar var að segja okkur hvað þetta yrði erfitt og hversu góðir þeir eru með boltann. Við urðum að vera tilbúnir að þjást því það eru svo miklir hæfileikar í þeirra liði,“ sagði Alisson í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Við unnum vel í þessum leik en þeir fengu vissulega færin. Það var samt alltaf einhver hjá okkur mættur til að trufla þann hjá þeim sem var kominn í færi. Það gerði mitt starf auðveldara,“ sagði Alisson. „Liðið lagði gríðarlega mikið á sig í kvöld og svo kemur Harvey inn og skorar sigurmarkið. Þetta er falleg saga og frábært kvöld. Mjög erfitt kvöld en með góðum endi,“ sagði Alisson. Alisson var spurður um hvort að þetta hafi verið besta frammistaðan hans á tímabilinu. „Líklega besti leikur lífs míns,“ svaraði Alisson. Harvey Elliott var líka í viðtali og hrósaði brasilíska markverðinum. „Ég á eiginlega engin orð. Þetta gæi er ótrúlegur og sá besti í heimi. Hann heldur okkur inni í svo mörgum leikjum. Í kvöld var tækifæri fyrir mig að launa þessum manni aðeins fyrir allt það sem hann hefur gert. Ég veit ekki hvar við værum án hans en þetta var samt frábær liðsframmistaða,“ sagði Harvey Elliott.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn