Skoðun

Sól­tún á villi­götum

Elín Hirst skrifar

Enn skýtur þessi vonda hugmynd upp kollinum, að byggja heila hæð ofan á hjúkrunarheimilið við Sóltún 2 í Reykjavík, og láta aldraða og veika búa í húsinu á meðan á framkvæmdum stendur. 

Faðir minn er níræður og greiðir 530 þúsund krónur á mánuði fyrir dvöl og umönnun í Sóltúni. Hver passar upp á hans hugsmuni í þessu máli? Hann hefur ekki einu sinni verið spurður. Er hann réttlaust af því að hann býr á hjúkrunarheimili? Eiga heimilismenn ekki að fá að eyða síðustu ævikvöldunum í næði og með reisn? 

Ég fullyrði að þessi framkoma er brot á mannréttinum, friðhelgi heimilis og einkalífs, auk brota á svokölluðum OPCAT samningi sem Umboðsmaður Alþingis sér um að framfylgja. OPCAT er valfrjáls bókun við samning Sameinuð þjóðanna sem Íslendingingar eru aðilar að til að m.a. sporna við ómannlegri eða vanvirðandi meðferð á fólki. 

Á sama tíma les maður á heimasíðu Sóltúns að öryggi og vellíðan séu æðstu markmið starfseminnar í húsinu. Þetta gengur engan veginn upp?

Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og fréttastjóri hjá RÚV og Stöð 2 og Bylgjunni.




Skoðun

Sjá meira


×