Annað Starship sprakk í loft upp Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2025 10:35 Frá geimskoti Starship í Texas í gær. AFP/Brandon Bell Annað tilraunaskot Starship-geimskips SpaceX í röð misheppnaðist í gærkvöldi. Geimskipið sprakk skömmu eftir geimskotið og dreifðist brakið úr því í háloftunum yfir Flórída og Karíbahafinu þar sem það brann, með tilheyrandi sjónarspili. Starship var skotið á loft frá höfuðstöðvum SpaceX í Texas. Geimskotið fór vel af stað en eftir nokkrar mínútur misstu starfsmenn fyrirtækisins samband við Starship og síðan slökknaði á einhverjum hreyflum þess. Geimskipið átti að falla til jarðar yfir Indlandshafi eftir um klukkustundar flug en eins og áður segir sprakk það í loft upp í um 150 kílómetra hæð, skömmu eftir flugtak. Ekki liggur fyrir hvort sjálfvirkt kerfi geimfarsins hafi sprengt það í loft upp eftir að sambandið slitnaði eða það hafi fyrst sprungið vegna einhvers galla eða mistaka. Þótt geimskip þetta hafi sprungið í loft upp, eins og það síðasta, tókst aftur að grípa Super Heavy eldflaugina, sem er á stærð við turn Hallgrímskirkju. Mechazilla has caught the Super Heavy booster! pic.twitter.com/JFeJSdnQ5x— SpaceX (@SpaceX) March 6, 2025 Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð fljótt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Stæða Super Heavy eldflaugarinnar og Starship er 120 metrar á hæð. Eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Á myndbandinu hér að neðan má fyrst sjá þegar Starship brotnar upp í háloftunum og síðan nokkur myndskeið sem tekin voru á jörðu niðri af braki brenna upp. Á að flytja menn og birgðir til tunglsins Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim með mun minni tilkostnaði en samkeppnisaðilar hafa burði til. With a test like this, success comes from what we learn, and today’s flight will help us improve Starship’s reliability. We will conduct a thorough investigation, in coordination with the FAA, and implement corrective actions to make improvements on future Starship flight tests… pic.twitter.com/3ThPm0Yzky— SpaceX (@SpaceX) March 7, 2025 Þetta var áttunda tilraunaskotið með Starship og Super Heavy en forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa gert samkomulag við SpaceX um að nota Starship til að lenda geimförum á tunglinu seinna á þessum áratug. Sjá einnig: Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Eins og síðast bar Starship einnig Starlink-gervihnattalíkön og stóð til að prófa að koma þeim á braut um jörðu með geimfarinu. SpaceX hefur flutt þúsundir slíkra gervihnatta á braut um jörðu með Falcon 9 eldflaugum fyrirtækisins en vonir eru bundnar við að hægt verði að fjölga gervihnöttunum mun meira með því að nota Starship, sem á að geta borið miklu fleiri gervihnetti. Brakið úr Starship sást frá Alþjóðlegu geimstöðinni. We saw the Starship 8 breakup in the upper atmosphere and fall back to earth from the ISS. pic.twitter.com/ZhDoGTCvS4— Don Pettit (@astro_Pettit) March 7, 2025 Bandaríkin SpaceX Geimurinn Artemis-áætlunin Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Sjá meira
Starship var skotið á loft frá höfuðstöðvum SpaceX í Texas. Geimskotið fór vel af stað en eftir nokkrar mínútur misstu starfsmenn fyrirtækisins samband við Starship og síðan slökknaði á einhverjum hreyflum þess. Geimskipið átti að falla til jarðar yfir Indlandshafi eftir um klukkustundar flug en eins og áður segir sprakk það í loft upp í um 150 kílómetra hæð, skömmu eftir flugtak. Ekki liggur fyrir hvort sjálfvirkt kerfi geimfarsins hafi sprengt það í loft upp eftir að sambandið slitnaði eða það hafi fyrst sprungið vegna einhvers galla eða mistaka. Þótt geimskip þetta hafi sprungið í loft upp, eins og það síðasta, tókst aftur að grípa Super Heavy eldflaugina, sem er á stærð við turn Hallgrímskirkju. Mechazilla has caught the Super Heavy booster! pic.twitter.com/JFeJSdnQ5x— SpaceX (@SpaceX) March 6, 2025 Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð fljótt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Stæða Super Heavy eldflaugarinnar og Starship er 120 metrar á hæð. Eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Á myndbandinu hér að neðan má fyrst sjá þegar Starship brotnar upp í háloftunum og síðan nokkur myndskeið sem tekin voru á jörðu niðri af braki brenna upp. Á að flytja menn og birgðir til tunglsins Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim með mun minni tilkostnaði en samkeppnisaðilar hafa burði til. With a test like this, success comes from what we learn, and today’s flight will help us improve Starship’s reliability. We will conduct a thorough investigation, in coordination with the FAA, and implement corrective actions to make improvements on future Starship flight tests… pic.twitter.com/3ThPm0Yzky— SpaceX (@SpaceX) March 7, 2025 Þetta var áttunda tilraunaskotið með Starship og Super Heavy en forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa gert samkomulag við SpaceX um að nota Starship til að lenda geimförum á tunglinu seinna á þessum áratug. Sjá einnig: Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Eins og síðast bar Starship einnig Starlink-gervihnattalíkön og stóð til að prófa að koma þeim á braut um jörðu með geimfarinu. SpaceX hefur flutt þúsundir slíkra gervihnatta á braut um jörðu með Falcon 9 eldflaugum fyrirtækisins en vonir eru bundnar við að hægt verði að fjölga gervihnöttunum mun meira með því að nota Starship, sem á að geta borið miklu fleiri gervihnetti. Brakið úr Starship sást frá Alþjóðlegu geimstöðinni. We saw the Starship 8 breakup in the upper atmosphere and fall back to earth from the ISS. pic.twitter.com/ZhDoGTCvS4— Don Pettit (@astro_Pettit) March 7, 2025
Bandaríkin SpaceX Geimurinn Artemis-áætlunin Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Sjá meira