Lífið

Aníta og Haf­þór tóku gamla í­búð í Vestur­bænum í gegn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aníta með fjölskyldunni í nýja eldhúsinu.
Aníta með fjölskyldunni í nýja eldhúsinu.

Hollywood leikkonan Aníta Briem er hamingjusöm á Íslandi. Aníta hefur gert það gott í sínu fagi undanfarin ár, bæði sem leikkona og handritshöfundur.

Núna er hún flutt heim til Íslands og hefur þegar unnið við flott verkefni hér heima bæði í kvikmyndum og sjónvarpi. Aníta og maður hennar Hafþór Waldorff búa í fallegri gamalli íbúð í Vesturbænum og þar endurhönnuðu þau bæði flott eldhús og baðherbergi.

En nú er hún í barneignarfrí með dóttur þeirra Hafþórs, Lúnu en fyrir á Aníta dótturina Míu. Þau Aníta og Hafþór eru einstaklega samrýmd og hanna og vinna mikið saman. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og kíkti í Vesturbæinn til Anítu og Hafþórs.

„Við erum alveg í skýjunum með þetta. Hérna var áður allt frekar mikið svart og hvít og við tókum það allt út. Okkur langaði bara í hlýleika og ró og jörð,“ segir Aníta um framkvæmdirnar sem þau réðist í. En eldhúsið var tekið í gegn frá a-ö og varð það innblásturinn fyrir allt heimilið.

En hér að neðan má sjá hvernig Aníta lýsir breytingunum á heimili fjölskyldunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.