Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Andri Már Eggertsson skrifar 7. mars 2025 21:15 Ægir Þór Steinarsson og félagar í Stjörnunni hlupu yfir nágranna sína frá Álftanesinu í Garðbænum í kvöld. Vísir/Diego Stjörnumenn unnu stórsigur á vængbrotnum nágrönnum sínum í liði Álftaness í kvöld í baráttunni um montréttinn í Garðabæ í Bónus deild karla í körfubolta. Stjarnan vann að lokum 40 stiga sigur, 116-76, en Álftanesliðið, sem var búið að vinna fimm leiki í röð, var án lykilmanna sinna Justin James og Harðar Axels Vilhjálmssonar og það munaði mikið um það. Heimamenn fyrir leik Vísir/Pawel Cieslikiewicz Það afsakar þó varla að láta rassskella sig með svo miklum mun í leik þar sem stoltið átti að vera undir. Stjarnan var átján stigum yfir í hálfleik, 57-39, og 31 stigi yfir fyrir lokaleikhlutann, 91-60. Jase Febres skoraði 27 stig fyrir Stjörnuna í kvöld og Ægir Þór Steinarsson gaf 14 stoðsendingar. Hilmar Smári Henningsson (19 stig) og Júlíus Orri Ágústsson (16 stig) voru einnig öflugir. Þessi úrslit þýða að Stjarnan vann báða leikina við Álftanes í vetur og það með samtals 60 stigum. Heimamenn tóku frumkvæðið og gerðu fyrstu sjö stigin en síðan fór að ganga betur hjá gestunum eftir að þeir komust á blað. Yfirburðir Stjörnunnar voru svakalegir Vísir/Pawel Cieslikiewicz Álftnesingar áttu annan slæman kafla í fyrsta leikhluta þar sem liðið gerði aðeins þrjú stig af vítalínunni og náði ekki að gera körfu úr opnum leik á tæplega fjórum mínútum. Staðan var 24-19 eftir fyrsta fjórðung. Annar leikhluti byrjaði nákvæmlega eins og sá fyrsti þar sem heimamenn gerðu sjö stig í röð. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, neyddist til þess að brenna leikhlé eftir níutíu sekúndur. Stjarnan - Álftanes Bónus Deild Karla Vetur 2025Vísir/Pawel Cieslikiewicz Heimamenn hittu afar vel í öðrum leikhluta og gerðu þrjátíu og þrjú stig. Stjörnumenn voru átján stigum yfir í hálfleik 57-39. Það var sama einstefnan í þriðja leikhluta þar sem ekkert fékk sjóðheita Stjörnumenn stöðvað. Heimamenn sýndu hver tilþrifin á fætur öðru og meira að segja misheppnuð troðsla Jase Febres endaði með sóknarfrákasti og körfu. Það gekk hreinlega allt upp. Staðan var 91-60 þegar haldið var í síðasta fjórðung. Ægir Þór Steinarsson fór á kostum og stakk alla af í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þeir sem hafa fengið að spila minna í vetur fengu tækifæri hjá báðum liðum í fjórða leikhluta. Stjarnan vann á endanum 41 stiga sigur 116-76. Atvik leiksins Heimamenn áttu mörg flott tilþrif í kvöld og eitt af þeim var þegar Ægir Þór Steinarsson henti boltanum upp í loftið á Viktor Jónas Lúðvíksson sem þakkaði fyrir sig og tróð sem gladdi stuðningsmenn Stjörnunnar mikið. Stjörnur og skúrkar Ægir Þór Steinarsson var allt í öllu í leik Stjörnunnar og var nálægt því að enda með þrefalda tvennu. Ægir gerði 11 stig, tók 8 fráköst og endaði með 14 stoðsendingar. Jase Febres, leikmaður Stjörnunnar, var öflugur líkt og margir í liði heimamanna og var stigahæstur í kvöld með 27 stig. Tómas Þórður Hilmarsson, leikmaður Álftaness, stimplaði sig snemma út úr leiknum en hann fékk fimm villur á innan við sex mínútum. Hann ber þó ekki ábyrgð á þessari niðurlægingu heldur allt liðið. Dómararnir [7] Dómarar kvöldsins voru Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson og Einar Valur Gunnarsson. Dómarar kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Leikurinn gekk hratt fyrir sig og þetta var nokkuð þægilegur leikur fyrir tríóið að dæma þar sem forskot heimaliðsins var mikið gegnumgangandi nánast allan leikinn. Stemning og umgjörð Það voru flottir heiðursgestir á leik kvöldsins en lið Hauka special olympics var heiðrað þar sem liðið heilsaði leikmönnum fyrir leik. Stuðningsmenn Álftaness eiga hrós skilið eftir þennan leik Vísir/Pawel Cieslikiewicz Það var góð stemning hjá stuðningsmönnum beggja liða og sérstakt hrós fá stuðningsmenn Álftnesinga sem hættu ekki að styðja þrátt fyrir að munurinn var orðinn ansi mikill. „Þeir héldu fætinum á bensíngjöfinni og slitu okkur ennþá lengra frá sér“ Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga, í leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var eðli málsins samkvæmt ansi svekktur eftir 41 stigs tap gegn Stjörnunni. „Í öðrum leikhluta fórum við að elta ansi mikið. Þeir voru að gera vel og voru að ýta okkur hratt þar sem þeir sáu að það vantaði menn til að bera upp boltann og við vorum með menn í nýjum stöðum. Þeir gerðu það vel og um miðjan annan leikhluta fórum við að elta og þeir fóru að hitta vel og voru í stuði,“ sagði Kjartan Atli eftir leik. Heimamenn voru átján stigum yfir í hálfleik og tóku ekki fótinn af bensíngjöfinni í þriðja leikhluta sem reyndist erfit fyrir Álftnesinga. „Það eru mikilvægar mínútur þegar maður er mikið undir eða mikið yfir hvernig maður kemur inn í seinni hálfleikinn og þeir héldu fætinum á bensíngjöfinni og slitu okkur ennþá lengra frá sér og þá var þetta erfitt.“ Aðspurður hvað gerði það að verkum af hverju liðið tapaði 24 boltum annað en að leikstjórnandi liðsins Hörður Axel Vilhjálmsson var ekki með vegna meiðsla. „Ég myndi segja ákefðin í Stjörnunni. Þeir voru að mæta okkur hátt og við vorum í vandærðum með að setja upp sóknir. Þeir voru grimmir í vörninni.“ Álftanes var 31 stigi undir þegar farið var í fjórða leikhluta en hvaða skilaboðum reyndi Kjartan að koma á framfæri á þeim tímapunkti. „Spila fyrir stoltið. Það er frábær stuðningur sem við fáum alltaf á Nesinu og það var vel mætt með okkur og það er áþreyfanlegur stuðningur frá Álftnesingum. Spila fyrir félagið og okkur sjálfa og bara setja kassan út og hökuna upp. Stundum tapar maður leikjum og þá heldur maður áfram og fer inn í næsta leik“ Justin James og Hörður Axel Vilhjálmsson voru ekki með vegna meiðsla og Kjartan gat ekki sagt til um það hvenær þeir kæmu til baka. „Við erum búnir að búast við Justin og hann er alltaf alveg að verða tilbúinn og það eru ákveðin próf sem þeir báðir fara í gegnum. Stutta svarið er ég veit það ekki. Þeir voru ekki með í kvöld og þeir eru meiddir og þá þurfa þeir að ná sér. Ég er ekki með nákvæma tímalínu og það eru sex dagar í næsta leik og vonandi verða þeir með,“ sagði Kjartan Atli að lokum. Bónus-deild kvenna UMF Álftanes Stjarnan
Stjörnumenn unnu stórsigur á vængbrotnum nágrönnum sínum í liði Álftaness í kvöld í baráttunni um montréttinn í Garðabæ í Bónus deild karla í körfubolta. Stjarnan vann að lokum 40 stiga sigur, 116-76, en Álftanesliðið, sem var búið að vinna fimm leiki í röð, var án lykilmanna sinna Justin James og Harðar Axels Vilhjálmssonar og það munaði mikið um það. Heimamenn fyrir leik Vísir/Pawel Cieslikiewicz Það afsakar þó varla að láta rassskella sig með svo miklum mun í leik þar sem stoltið átti að vera undir. Stjarnan var átján stigum yfir í hálfleik, 57-39, og 31 stigi yfir fyrir lokaleikhlutann, 91-60. Jase Febres skoraði 27 stig fyrir Stjörnuna í kvöld og Ægir Þór Steinarsson gaf 14 stoðsendingar. Hilmar Smári Henningsson (19 stig) og Júlíus Orri Ágústsson (16 stig) voru einnig öflugir. Þessi úrslit þýða að Stjarnan vann báða leikina við Álftanes í vetur og það með samtals 60 stigum. Heimamenn tóku frumkvæðið og gerðu fyrstu sjö stigin en síðan fór að ganga betur hjá gestunum eftir að þeir komust á blað. Yfirburðir Stjörnunnar voru svakalegir Vísir/Pawel Cieslikiewicz Álftnesingar áttu annan slæman kafla í fyrsta leikhluta þar sem liðið gerði aðeins þrjú stig af vítalínunni og náði ekki að gera körfu úr opnum leik á tæplega fjórum mínútum. Staðan var 24-19 eftir fyrsta fjórðung. Annar leikhluti byrjaði nákvæmlega eins og sá fyrsti þar sem heimamenn gerðu sjö stig í röð. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, neyddist til þess að brenna leikhlé eftir níutíu sekúndur. Stjarnan - Álftanes Bónus Deild Karla Vetur 2025Vísir/Pawel Cieslikiewicz Heimamenn hittu afar vel í öðrum leikhluta og gerðu þrjátíu og þrjú stig. Stjörnumenn voru átján stigum yfir í hálfleik 57-39. Það var sama einstefnan í þriðja leikhluta þar sem ekkert fékk sjóðheita Stjörnumenn stöðvað. Heimamenn sýndu hver tilþrifin á fætur öðru og meira að segja misheppnuð troðsla Jase Febres endaði með sóknarfrákasti og körfu. Það gekk hreinlega allt upp. Staðan var 91-60 þegar haldið var í síðasta fjórðung. Ægir Þór Steinarsson fór á kostum og stakk alla af í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þeir sem hafa fengið að spila minna í vetur fengu tækifæri hjá báðum liðum í fjórða leikhluta. Stjarnan vann á endanum 41 stiga sigur 116-76. Atvik leiksins Heimamenn áttu mörg flott tilþrif í kvöld og eitt af þeim var þegar Ægir Þór Steinarsson henti boltanum upp í loftið á Viktor Jónas Lúðvíksson sem þakkaði fyrir sig og tróð sem gladdi stuðningsmenn Stjörnunnar mikið. Stjörnur og skúrkar Ægir Þór Steinarsson var allt í öllu í leik Stjörnunnar og var nálægt því að enda með þrefalda tvennu. Ægir gerði 11 stig, tók 8 fráköst og endaði með 14 stoðsendingar. Jase Febres, leikmaður Stjörnunnar, var öflugur líkt og margir í liði heimamanna og var stigahæstur í kvöld með 27 stig. Tómas Þórður Hilmarsson, leikmaður Álftaness, stimplaði sig snemma út úr leiknum en hann fékk fimm villur á innan við sex mínútum. Hann ber þó ekki ábyrgð á þessari niðurlægingu heldur allt liðið. Dómararnir [7] Dómarar kvöldsins voru Sigmundur Már Herbertsson, Davíð Tómas Tómasson og Einar Valur Gunnarsson. Dómarar kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Leikurinn gekk hratt fyrir sig og þetta var nokkuð þægilegur leikur fyrir tríóið að dæma þar sem forskot heimaliðsins var mikið gegnumgangandi nánast allan leikinn. Stemning og umgjörð Það voru flottir heiðursgestir á leik kvöldsins en lið Hauka special olympics var heiðrað þar sem liðið heilsaði leikmönnum fyrir leik. Stuðningsmenn Álftaness eiga hrós skilið eftir þennan leik Vísir/Pawel Cieslikiewicz Það var góð stemning hjá stuðningsmönnum beggja liða og sérstakt hrós fá stuðningsmenn Álftnesinga sem hættu ekki að styðja þrátt fyrir að munurinn var orðinn ansi mikill. „Þeir héldu fætinum á bensíngjöfinni og slitu okkur ennþá lengra frá sér“ Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga, í leik kvöldsinsVísir/Pawel Cieslikiewicz Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var eðli málsins samkvæmt ansi svekktur eftir 41 stigs tap gegn Stjörnunni. „Í öðrum leikhluta fórum við að elta ansi mikið. Þeir voru að gera vel og voru að ýta okkur hratt þar sem þeir sáu að það vantaði menn til að bera upp boltann og við vorum með menn í nýjum stöðum. Þeir gerðu það vel og um miðjan annan leikhluta fórum við að elta og þeir fóru að hitta vel og voru í stuði,“ sagði Kjartan Atli eftir leik. Heimamenn voru átján stigum yfir í hálfleik og tóku ekki fótinn af bensíngjöfinni í þriðja leikhluta sem reyndist erfit fyrir Álftnesinga. „Það eru mikilvægar mínútur þegar maður er mikið undir eða mikið yfir hvernig maður kemur inn í seinni hálfleikinn og þeir héldu fætinum á bensíngjöfinni og slitu okkur ennþá lengra frá sér og þá var þetta erfitt.“ Aðspurður hvað gerði það að verkum af hverju liðið tapaði 24 boltum annað en að leikstjórnandi liðsins Hörður Axel Vilhjálmsson var ekki með vegna meiðsla. „Ég myndi segja ákefðin í Stjörnunni. Þeir voru að mæta okkur hátt og við vorum í vandærðum með að setja upp sóknir. Þeir voru grimmir í vörninni.“ Álftanes var 31 stigi undir þegar farið var í fjórða leikhluta en hvaða skilaboðum reyndi Kjartan að koma á framfæri á þeim tímapunkti. „Spila fyrir stoltið. Það er frábær stuðningur sem við fáum alltaf á Nesinu og það var vel mætt með okkur og það er áþreyfanlegur stuðningur frá Álftnesingum. Spila fyrir félagið og okkur sjálfa og bara setja kassan út og hökuna upp. Stundum tapar maður leikjum og þá heldur maður áfram og fer inn í næsta leik“ Justin James og Hörður Axel Vilhjálmsson voru ekki með vegna meiðsla og Kjartan gat ekki sagt til um það hvenær þeir kæmu til baka. „Við erum búnir að búast við Justin og hann er alltaf alveg að verða tilbúinn og það eru ákveðin próf sem þeir báðir fara í gegnum. Stutta svarið er ég veit það ekki. Þeir voru ekki með í kvöld og þeir eru meiddir og þá þurfa þeir að ná sér. Ég er ekki með nákvæma tímalínu og það eru sex dagar í næsta leik og vonandi verða þeir með,“ sagði Kjartan Atli að lokum.