Körfubolti

Amman fékk að hitta Steph Curry

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kitty Ford sýnir Steph Curry minnisbókina frægu.
Kitty Ford sýnir Steph Curry minnisbókina frægu. @warriors

Steph Curry setti ekki aðeins á svið sýningu fyrir einn sinn elsta aðdáenda heldur gaf henni einnig áritaða treyju eftir leikinn.

Hin 86 ára gamla Kitty Ford, er mikill aðdáandi bandaríska körfuboltamannsins Stephen Curry og komst fyrr í vetur í fréttirnar fyrir áhuga sinn.

Hún skrifar niður alla tölfræði kappans í sérstaka minnisbók.

Þegar Curry frétti af þessu þá bauð hann Kitty gömlu á leik með sér þegar Golden State Warriors mætti í Barclays Center og spilaði við Brooklyn Nets. Það var nálægt þar sem hún á heima.

Í nótt var komið að þessu og það fór mjög vel á þeim tveimur. Curry fékk líka að skoða minnisbókina frægu.

Curry sá líka til þess að hún hafði nóg að skrifa í bókina eftir leikinn. Hann skoraði 40 stig í leiknum og hitti úr 7 af 13 þriggja stiga skotum sínum og öllum níu vítunum.

Ford er orðin slæm í fótunum og ferðast um í hjólastól. Hún hafði greinilega mjög gaman af öllu sinni og var hálfmeyr að hitti uppáhaldið sitt.

Hér fyrir neðan má sjá þegar Curry kom til hennar eftir leikinn og gaf henni treyjuna sína, áritaða að sjálfsögðu.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×