Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar 8. mars 2025 09:02 Ísland hefur lengi verið í fararbroddi kynjajafnréttis. Við áttum fyrsta lýðræðislega kjörna kvenforseta heims, og konur gegna í dag helstu embættum landsins. Ísland hefur árum saman verið efst á lista World Economic Forum yfir jafnrétti kynjanna. En jafnrétti er ekki náttúrulögmál. Það er ekki sjálfgefið. Það er mannanna verk og því brothætt. Það sem hefur áunnist getur tapast á örfáum árum, jafnvel mánuðum, með einu pennastriki. Afturför í jafnréttismálum er staðreynd Víða um heim hafa réttindi kvenna og hinsegin fólks verið skert á síðustu árum. Lög sem áttu að tryggja vernd gegn mismunun og ofbeldi hafa verið afnumin eða veikt. Í mörgum ríkjum er markvisst unnið að því að þagga niður raddir kvenna í opinberri umræðu. Konur hafa verið útilokaðar frá vinnumarkaði, stjórnmálum og menntakerfinu. Konur sem höfðu byggt upp framtíð sína hafa misst öll réttindi sín og eru nú nánast ósýnilegar og fá ekki að láta rödd sína heyrast. Réttur kvenna til að ráða yfir eigin líkama hefur verið takmarkaður og á heimsvísu hefur kynbundið ofbeldi aukist. Á hverjum tíu mínútum er kona drepin af maka eða nákomnum aðila. Hinsegin fólk stendur frammi fyrir stóraukinni mismunun, vaxandi hatursorðræðu og ofbeldi. Ísland er ekki undanskilið Þetta bakslag er ekki tilviljun. Þetta er skipulögð aðför að jafnrétti og hún á sér ekki aðeins stað í fjarlægum löndum. Við viljum trúa því að Ísland sé undantekning. Að hér sé jafnrétti svo rótgróið að við séum örugg. En við sjáum viðvörunarmerkin: Kynbundið ofbeldi eykst. Á Íslandi eru fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi en nokkru sinni fyrr. Konur verða fyrir stafrænu áreiti og hótunum í auknum mæli, sérstaklega ungar konur. Þetta er ógn við lýðræði þar sem konur fara að veigra sér við að taka þátt í umræðum vegna áhættunnar að verða fyrir áreitni. Stuðningur við jafnréttismál er ekki lengur sjálfsagður. Sérstaklega hefur dregið úr stuðningi við jafnréttisbaráttuna meðal ungra karlmanna. Kvennamorðum fjölgaði gríðarlega hér á landi árið 2024. March Forward – Við stöndum saman! Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, hrindir UN Women á Íslandi af stað herferðinni March Forward, alþjóðlegri hreyfingu gegn afturför í jafnréttismálum. Herferðin hefst formlega í dag með viðburði UN Women í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll kl. 15:00. Með þessum viðburði sendum við skýr skilaboð út í samfélagið: Við samþykkjum ekki afturför kynjajafnréttis! Hvað getum við gert? Jafnréttisbaráttan er ekki barátta sumra – hún er barátta okkar allra. Við getum öll lagt okkar af mörkum: Skrifum undir áskorun UN Women til stjórnvalda um að grípa til aðgerða. Tölum gegn ofbeldi og mismunun – þögn er ekki valkostur. Styðjum grasrótarhreyfingar sem berjast fyrir jafnrétti. Jafnrétti er ekki forréttindi, það er mannréttindi. Jafnrétti er ekki gjöf, heldur krafa. Jafnrétti er ekki draumur, heldur framtíð sem við verðum að berjast fyrir. Jafnrétti er framtíð sem er betri fyrir okkur öll. Við stöndum ekki í stað. Við göngum ekki aftur á bak. Við göngum áfram! Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Stella Samúelsdóttir Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ísland hefur lengi verið í fararbroddi kynjajafnréttis. Við áttum fyrsta lýðræðislega kjörna kvenforseta heims, og konur gegna í dag helstu embættum landsins. Ísland hefur árum saman verið efst á lista World Economic Forum yfir jafnrétti kynjanna. En jafnrétti er ekki náttúrulögmál. Það er ekki sjálfgefið. Það er mannanna verk og því brothætt. Það sem hefur áunnist getur tapast á örfáum árum, jafnvel mánuðum, með einu pennastriki. Afturför í jafnréttismálum er staðreynd Víða um heim hafa réttindi kvenna og hinsegin fólks verið skert á síðustu árum. Lög sem áttu að tryggja vernd gegn mismunun og ofbeldi hafa verið afnumin eða veikt. Í mörgum ríkjum er markvisst unnið að því að þagga niður raddir kvenna í opinberri umræðu. Konur hafa verið útilokaðar frá vinnumarkaði, stjórnmálum og menntakerfinu. Konur sem höfðu byggt upp framtíð sína hafa misst öll réttindi sín og eru nú nánast ósýnilegar og fá ekki að láta rödd sína heyrast. Réttur kvenna til að ráða yfir eigin líkama hefur verið takmarkaður og á heimsvísu hefur kynbundið ofbeldi aukist. Á hverjum tíu mínútum er kona drepin af maka eða nákomnum aðila. Hinsegin fólk stendur frammi fyrir stóraukinni mismunun, vaxandi hatursorðræðu og ofbeldi. Ísland er ekki undanskilið Þetta bakslag er ekki tilviljun. Þetta er skipulögð aðför að jafnrétti og hún á sér ekki aðeins stað í fjarlægum löndum. Við viljum trúa því að Ísland sé undantekning. Að hér sé jafnrétti svo rótgróið að við séum örugg. En við sjáum viðvörunarmerkin: Kynbundið ofbeldi eykst. Á Íslandi eru fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi en nokkru sinni fyrr. Konur verða fyrir stafrænu áreiti og hótunum í auknum mæli, sérstaklega ungar konur. Þetta er ógn við lýðræði þar sem konur fara að veigra sér við að taka þátt í umræðum vegna áhættunnar að verða fyrir áreitni. Stuðningur við jafnréttismál er ekki lengur sjálfsagður. Sérstaklega hefur dregið úr stuðningi við jafnréttisbaráttuna meðal ungra karlmanna. Kvennamorðum fjölgaði gríðarlega hér á landi árið 2024. March Forward – Við stöndum saman! Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, hrindir UN Women á Íslandi af stað herferðinni March Forward, alþjóðlegri hreyfingu gegn afturför í jafnréttismálum. Herferðin hefst formlega í dag með viðburði UN Women í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll kl. 15:00. Með þessum viðburði sendum við skýr skilaboð út í samfélagið: Við samþykkjum ekki afturför kynjajafnréttis! Hvað getum við gert? Jafnréttisbaráttan er ekki barátta sumra – hún er barátta okkar allra. Við getum öll lagt okkar af mörkum: Skrifum undir áskorun UN Women til stjórnvalda um að grípa til aðgerða. Tölum gegn ofbeldi og mismunun – þögn er ekki valkostur. Styðjum grasrótarhreyfingar sem berjast fyrir jafnrétti. Jafnrétti er ekki forréttindi, það er mannréttindi. Jafnrétti er ekki gjöf, heldur krafa. Jafnrétti er ekki draumur, heldur framtíð sem við verðum að berjast fyrir. Jafnrétti er framtíð sem er betri fyrir okkur öll. Við stöndum ekki í stað. Við göngum ekki aftur á bak. Við göngum áfram! Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar