Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Lillý Valgerður Pétursdóttir og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 7. mars 2025 18:57 Vísir/Lýður Bandaríkjaforseti hótar auknum refsiaðgerðum gegn Rússum eftir árásir á Úkraínu í nótt. Á sama tíma segist hann trúa því að Pútín vilji frið. Forsætisráðherra Íslands segir varnarsamning Íslands við Bandaríkin standa sterkt þrátt fyrir stefnubreytingu Bandaríkjanna í varnarmálum. Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins komu saman á sögulegum neyðarfundi í Brussel í gær til að ræða öryggis og varnarmál í Evrópu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur eftir að hann tók við embætti gert ráðamönnum í Evrópu ljóst að þeir geti ekki reitt sig á sama hátt á Bandaríkin og áður þegar kemur að varnarmálum heldur þurfi að efla sínar varnir sjálfir. Vendingarnar hafa verið tíðar í heimsmálunum undanfarið og margir uggandi. Í vikunni frystu Bandaríkin alla hernaðaraðstoð til Úkraínumanna eftir hitafund Trumps og Vólódímírs Selenskí Úkraínuforseta í Hvíta húsinu í vikunni áður. Í dag hótaði Trump svo Rússum bæði refsiaðgerðum og tollum eftir árásir þeirra á Úkraínu í nótt. Hann sagðist þó jafnframt trúa að Vladimír Pútín Rússlandsforseti vilji frið. Evrópusambandið telur að bregðast þurfi breyttri stöðu og tilkynnti í gær að rúmir 118 þúsund milljarðar króna verði settir í varnarmál. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sat í morgun fjarfund með æðstu embættismönnum Evrópusambandsins ásamt forsætisráðherrum Bretlands, Kanada, Noregs og Tyrklands þar sem farið var yfir hvernig þetta fjármagn verði notað. „Þetta eru auðvitað lönd sem eru í NATO líka og ég held að mikilvæg skilaboð sem hafi komið fram á þessum fundi er að árétta að þessu fjármagni verði beitt fyrst og fremst í gegnum samhæfinguna í NATO. Þetta er það sem skiptir okkur máli, við erum NATO-félagi. Þó við séum ekki hluti af Evrópusambandinu þá njótum við góðs af NATO og fólk vill tryggja að Atlantshafsbandalagið verði áfram sterk eining,“ segir Kristrún. Trump hefur sagt til skoðunar að koma ekki þeim ríkjum til varnar sem eru í Atlantshafsbandalaginu sem verja minna en 2 prósent af landsframleiðslu til varnarmála. Ísland er eitt af þeim ríkjum. Varnarsamningur er í gildi á milli Íslands og Bandaríkjanna frá miðri síðustu öld. Kristrún segir yfirlýsingar Trump undanfarið ekki hafa áhrif á hana. „Varnarsamningurinn stendur sterkt og við eigum í góðum samskiptum við Bandaríkin. Öll okkar samtöl við aðila í Bandaríkjunum hafa verið með jákvæðum hætti og við verðum að vinna áfram í að eiga góð samskipti við Bandaríkin,“ segir hún. Þá þurfi Íslendingar að vera tilbúnir að leggja sitt af mörkum þegar kemur að þátttöku í Atlantshafsbandalaginu. „Við þurfum að vera tilbúin að styrkja okkur þegar kemur að aðstöðu okkar í Keflavík, að taka á móti þjóðum sem eru að styrkja okkur í loftrýmisgæslu og sinna þessu svæði, komu kafbáta hérna sem eru að fylgjast með kafbátum sem koma frá Rússlandi og annað. Við höfum ákveðið verk að vinna. Við getum styrkt okkur. Við getum styrkt okkur í gegnum Landhelgisgæslunnar. Við getum styrkt okkur í gegnum lögregluna. Þannig það skiptir máli fyrir okkur að sýna að við töku stöðuna alvarlega,“ segir Kristrún. NATO Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins komu saman á sögulegum neyðarfundi í Brussel í gær til að ræða öryggis og varnarmál í Evrópu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur eftir að hann tók við embætti gert ráðamönnum í Evrópu ljóst að þeir geti ekki reitt sig á sama hátt á Bandaríkin og áður þegar kemur að varnarmálum heldur þurfi að efla sínar varnir sjálfir. Vendingarnar hafa verið tíðar í heimsmálunum undanfarið og margir uggandi. Í vikunni frystu Bandaríkin alla hernaðaraðstoð til Úkraínumanna eftir hitafund Trumps og Vólódímírs Selenskí Úkraínuforseta í Hvíta húsinu í vikunni áður. Í dag hótaði Trump svo Rússum bæði refsiaðgerðum og tollum eftir árásir þeirra á Úkraínu í nótt. Hann sagðist þó jafnframt trúa að Vladimír Pútín Rússlandsforseti vilji frið. Evrópusambandið telur að bregðast þurfi breyttri stöðu og tilkynnti í gær að rúmir 118 þúsund milljarðar króna verði settir í varnarmál. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sat í morgun fjarfund með æðstu embættismönnum Evrópusambandsins ásamt forsætisráðherrum Bretlands, Kanada, Noregs og Tyrklands þar sem farið var yfir hvernig þetta fjármagn verði notað. „Þetta eru auðvitað lönd sem eru í NATO líka og ég held að mikilvæg skilaboð sem hafi komið fram á þessum fundi er að árétta að þessu fjármagni verði beitt fyrst og fremst í gegnum samhæfinguna í NATO. Þetta er það sem skiptir okkur máli, við erum NATO-félagi. Þó við séum ekki hluti af Evrópusambandinu þá njótum við góðs af NATO og fólk vill tryggja að Atlantshafsbandalagið verði áfram sterk eining,“ segir Kristrún. Trump hefur sagt til skoðunar að koma ekki þeim ríkjum til varnar sem eru í Atlantshafsbandalaginu sem verja minna en 2 prósent af landsframleiðslu til varnarmála. Ísland er eitt af þeim ríkjum. Varnarsamningur er í gildi á milli Íslands og Bandaríkjanna frá miðri síðustu öld. Kristrún segir yfirlýsingar Trump undanfarið ekki hafa áhrif á hana. „Varnarsamningurinn stendur sterkt og við eigum í góðum samskiptum við Bandaríkin. Öll okkar samtöl við aðila í Bandaríkjunum hafa verið með jákvæðum hætti og við verðum að vinna áfram í að eiga góð samskipti við Bandaríkin,“ segir hún. Þá þurfi Íslendingar að vera tilbúnir að leggja sitt af mörkum þegar kemur að þátttöku í Atlantshafsbandalaginu. „Við þurfum að vera tilbúin að styrkja okkur þegar kemur að aðstöðu okkar í Keflavík, að taka á móti þjóðum sem eru að styrkja okkur í loftrýmisgæslu og sinna þessu svæði, komu kafbáta hérna sem eru að fylgjast með kafbátum sem koma frá Rússlandi og annað. Við höfum ákveðið verk að vinna. Við getum styrkt okkur. Við getum styrkt okkur í gegnum Landhelgisgæslunnar. Við getum styrkt okkur í gegnum lögregluna. Þannig það skiptir máli fyrir okkur að sýna að við töku stöðuna alvarlega,“ segir Kristrún.
NATO Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira