Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. mars 2025 22:19 Logi Einarsson er menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Vísir/Vilhelm Menningarráðherra segir ekkert hæft í því að afstaða þingmanns Flokks fólksins til umfjöllunar um styrkjamálið sé valdur að breytingum á fjölmiðlafrumvarpi hans. Vinna við breytingar, á skjön við fyrri yfirlýsingar, hafi verið hafin um miðjan janúar, áður en styrkjamálið kom upp. Í grein Morgunblaðsins í dag er tímalína máls sem snýr að fyrirhuguðum breytingum á styrkjum til fjölmiðla rakin. Stjórnarráðið greinir frá því að 10. janúar hafi Logi Einarsson menningarráðherra lagt fram minnisblað á fundi ríkisstjórnar um stuðning til einkarekinna fjölmiðla. Hann hafi greint frá því að frumvarp hans um stuðning myndi taka óbreytt upp ákvæði sem féllu úr gildi um áramót, og lögin myndu gilda til eins árs. Vinna væri hafin við endurskoðun á kerfinu öllu. Frumvarp um stuðning til einkarekinna fjölmiðla birtist í samráðsgátt 20. febrúar, en þar er lagt til að þakið á stuðningi til einstakra fyrirtækja sem hluti af heildarupphæð færist úr 25 prósentum í 22 prósent. Í millitíðinni kom upp hið svokallaða styrkjamál, sem Morgunblaðið hóf umfjöllun um 21. janúar, og aðrir miðlar fylgdu í kjölfarið. Við það sagðist Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins telja að endurskoða ætti styrki til Morgunblaðsins vegna umfjöllunar um styrkjamálið, og hagsmuni hans af strandveiðum. Stefnubreyting Loga hefur verið sett í samhengi við þau ummæli, en sjálfur segir hann það af og frá. „Fimmtánda janúar þá kallaði ég eftir minnisblaði þar sem ég var að biðja um yfirlit yfir hvaða breytingar höfðu verið gerðar og hvað hægt var að gera. Það var áður en fulltrúar Flokks fólksins tjá sig um þessi mál,“ segir Logi. Fréttastofa kallaði eftir gögnum þessu til stuðnings. Minnisblaðið sem Logi vísar til er dagsett daginn eftir, 16. janúar. Þar er farið yfir breytingar sem gerðar hafa verið á frumvörpum til fjölmiðlalaga í meðförum þingsins. Minnisblað um mögulega lækkun á þakinu er hins vegar dagsett 29. janúar, daginn áður en Sigurjón lét ummæli sín falla, en eftir að styrkjamálið komst í hámæli. Logi segir málið hafa verið tekið af dagskrá starfsstjórnar sem var við völd áður en núverandi ríkisstjórn tók við. „Þá blasti það þannig við mér að breytingarnar gætu tafist, vegna þess að við þyrftum meðal annars að fá ráðgefandi álit frá ESA,“ segir hann. Í upphafi hafi tímaramminn virst of knappur til að ráðast strax í breytingar á lögum um fjölmiðla, en tryggja hafi þurft stöðugleika í millitíðinni. „Síðan kemur í ljós þegar ég fer að skoða málið strax í janúar að forsendur eru breyttar. Ég get gert minniháttar lagfæringar á þessu. Ég vildi strax gefa vísbendingu um hvert ég ætlaði, þegar heildarendurskoðunin kemur á næsta ári, og gerði þessar breytingar,“ segir Logi. Breytingarnar hafi ekkert með ummæli Sigurjóns Þórðarsonar að gera. „Ég hef verið skýr, ég hef fordæmt þau ummæli og almennt finnst mér það ekki smekklegt að stjórnmálafólk sé að höggva í fjölmiðla með þessum hætti, sem gegna mjög mikilvægu lýðræðislegu hlutverki. Það hef ég ekki gert, og það mun ég ekki gera.“ Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira
Í grein Morgunblaðsins í dag er tímalína máls sem snýr að fyrirhuguðum breytingum á styrkjum til fjölmiðla rakin. Stjórnarráðið greinir frá því að 10. janúar hafi Logi Einarsson menningarráðherra lagt fram minnisblað á fundi ríkisstjórnar um stuðning til einkarekinna fjölmiðla. Hann hafi greint frá því að frumvarp hans um stuðning myndi taka óbreytt upp ákvæði sem féllu úr gildi um áramót, og lögin myndu gilda til eins árs. Vinna væri hafin við endurskoðun á kerfinu öllu. Frumvarp um stuðning til einkarekinna fjölmiðla birtist í samráðsgátt 20. febrúar, en þar er lagt til að þakið á stuðningi til einstakra fyrirtækja sem hluti af heildarupphæð færist úr 25 prósentum í 22 prósent. Í millitíðinni kom upp hið svokallaða styrkjamál, sem Morgunblaðið hóf umfjöllun um 21. janúar, og aðrir miðlar fylgdu í kjölfarið. Við það sagðist Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins telja að endurskoða ætti styrki til Morgunblaðsins vegna umfjöllunar um styrkjamálið, og hagsmuni hans af strandveiðum. Stefnubreyting Loga hefur verið sett í samhengi við þau ummæli, en sjálfur segir hann það af og frá. „Fimmtánda janúar þá kallaði ég eftir minnisblaði þar sem ég var að biðja um yfirlit yfir hvaða breytingar höfðu verið gerðar og hvað hægt var að gera. Það var áður en fulltrúar Flokks fólksins tjá sig um þessi mál,“ segir Logi. Fréttastofa kallaði eftir gögnum þessu til stuðnings. Minnisblaðið sem Logi vísar til er dagsett daginn eftir, 16. janúar. Þar er farið yfir breytingar sem gerðar hafa verið á frumvörpum til fjölmiðlalaga í meðförum þingsins. Minnisblað um mögulega lækkun á þakinu er hins vegar dagsett 29. janúar, daginn áður en Sigurjón lét ummæli sín falla, en eftir að styrkjamálið komst í hámæli. Logi segir málið hafa verið tekið af dagskrá starfsstjórnar sem var við völd áður en núverandi ríkisstjórn tók við. „Þá blasti það þannig við mér að breytingarnar gætu tafist, vegna þess að við þyrftum meðal annars að fá ráðgefandi álit frá ESA,“ segir hann. Í upphafi hafi tímaramminn virst of knappur til að ráðast strax í breytingar á lögum um fjölmiðla, en tryggja hafi þurft stöðugleika í millitíðinni. „Síðan kemur í ljós þegar ég fer að skoða málið strax í janúar að forsendur eru breyttar. Ég get gert minniháttar lagfæringar á þessu. Ég vildi strax gefa vísbendingu um hvert ég ætlaði, þegar heildarendurskoðunin kemur á næsta ári, og gerði þessar breytingar,“ segir Logi. Breytingarnar hafi ekkert með ummæli Sigurjóns Þórðarsonar að gera. „Ég hef verið skýr, ég hef fordæmt þau ummæli og almennt finnst mér það ekki smekklegt að stjórnmálafólk sé að höggva í fjölmiðla með þessum hætti, sem gegna mjög mikilvægu lýðræðislegu hlutverki. Það hef ég ekki gert, og það mun ég ekki gera.“
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Sjá meira