Innlent

Harður á­rekstur á Breið­holts­braut

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Mikill viðbúnaður viðbragðsaðila er á svæðinu.
Mikill viðbúnaður viðbragðsaðila er á svæðinu. Vísir/Vilhelm

Harður árekstur varð á Breiðholtsbraut þegar tveir bílar skullu saman rétt eftir klukkan ellefu.

Þetta staðfestir Steinþór Darri Þorsteinsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 

Steinþór segir alla farþega hafa gengið inn í sjúkrabílinn. Sjúkraflutningamennirnir voru enn á staðnum á miðnætti svo líklega þarf ekki að flytja neinn upp á sjúkrahús að sögn Steinþórs.

Annar bíllinn valt svo verið sé að bíða eftir kranabíl.

Sjúkrabíll og slökkviliðsbíll eru á svæðinu en að sögn sjónarvotta var mikill viðbúnaður á svæðinu og bílarnir báðir illa farnir.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×