Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. mars 2025 23:17 Stephen A. Smith og LeBron James. Keith Birmingham/Getty Images Los Angeles Lakers vann virkilega góðan sigur á New York Knicks í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta á dögunum. Orðakast Stephen A. Smith, helsta NBA-sérfræðings EPNS, og stórstjörnunnar LeBron James eftir leik vöktu hins vegar hvað mesta athygli. Smith er þekktur fyrir að vera með munninn fyrir neðan nefið. Nýverið skrifaði hann undir nýjan fimm ára samning við ESPN upp á hundrað milljónir Bandaríkjadala eða þrettán og hálfan milljarð íslenskra króna. LeBron og félagar í Lakers hafa heldur betur notið sín undanfarið og hefur liðinu gengið frábærlega eftir að Luka Dončić gekk í raðir félagsins. LeBron var með tvöfalda tvennu þegar Lakers lagði Knicks en það var hins vegar nokkuð sem gerðist eftir leik sem vakti hvað mesta athygli á samfélagsmiðlum. Smith hefur nú tjáð sig um það sem gekk á. Segir hann að þarna hafi fyrst og fremst faðir verið að verja barn sitt. „Þetta var ekki körfuboltaleikmaður sem stóð andspænis mér heldur foreldri. Ég get ekki setið hér og verið reiður eða fundist hann hafa komið illa fram við mig á neinn hátt. Það er deginum ljósara að hann er mikill fjölskyldumaður og frábær faðir sem elskar son sinn af öllu hjarta,“ sagði Smith í þættinum First Take. Smith gaf þó til kynna að LeBron hefði ef til vill misheyrst eða fengið rangar upplýsingar um hvað var sagt. Það breytti því hins vegar ekki að það sem LeBron taldi sig hafa heyrt var ekki jákvætt í garð sonar hans Bronny James sem er einnig leikmaður Lakers. Smith sagði þó að hann hefði viljað ræða við LeBron einn á einn frekar en á opinberum vettvangi. Hann bætti svo við að orðræðan hefði verið á þá átt að hann hefði rætt Lebron og aðkomu hans að því hvernig Bronny kom inn í NBA-deildina. „Bronny er nýliði og það mun taka hann tíma að komast í takt við deildina. Með þjálfarateymi Lakers þá mun hann vera í fínum málum. Ég var að ræða stöðuna sem hann var settur í af föður sínum,“ sagði Smith jafnframt. LeBron gaf fyrir löngu út að hann vildi spila með syni sínum áður en skórnir færu upp í hillu. Þá sagði hann að Bronny væri betri en margir leikmenn deildarinnar þegar Bronny var enn í háskóla. Bronny lenti í hjartastoppi sumarið 2023. Hann náði sér hins vegar og lék ágætlega á sínu síðasta ári í háskólaboltanum. Hann var svo valinn af Lakers í nýliðavalinu á síðasta ári og er nú á sínu fyrsta tímabili í NBA-deildinni. Körfubolti NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Smith er þekktur fyrir að vera með munninn fyrir neðan nefið. Nýverið skrifaði hann undir nýjan fimm ára samning við ESPN upp á hundrað milljónir Bandaríkjadala eða þrettán og hálfan milljarð íslenskra króna. LeBron og félagar í Lakers hafa heldur betur notið sín undanfarið og hefur liðinu gengið frábærlega eftir að Luka Dončić gekk í raðir félagsins. LeBron var með tvöfalda tvennu þegar Lakers lagði Knicks en það var hins vegar nokkuð sem gerðist eftir leik sem vakti hvað mesta athygli á samfélagsmiðlum. Smith hefur nú tjáð sig um það sem gekk á. Segir hann að þarna hafi fyrst og fremst faðir verið að verja barn sitt. „Þetta var ekki körfuboltaleikmaður sem stóð andspænis mér heldur foreldri. Ég get ekki setið hér og verið reiður eða fundist hann hafa komið illa fram við mig á neinn hátt. Það er deginum ljósara að hann er mikill fjölskyldumaður og frábær faðir sem elskar son sinn af öllu hjarta,“ sagði Smith í þættinum First Take. Smith gaf þó til kynna að LeBron hefði ef til vill misheyrst eða fengið rangar upplýsingar um hvað var sagt. Það breytti því hins vegar ekki að það sem LeBron taldi sig hafa heyrt var ekki jákvætt í garð sonar hans Bronny James sem er einnig leikmaður Lakers. Smith sagði þó að hann hefði viljað ræða við LeBron einn á einn frekar en á opinberum vettvangi. Hann bætti svo við að orðræðan hefði verið á þá átt að hann hefði rætt Lebron og aðkomu hans að því hvernig Bronny kom inn í NBA-deildina. „Bronny er nýliði og það mun taka hann tíma að komast í takt við deildina. Með þjálfarateymi Lakers þá mun hann vera í fínum málum. Ég var að ræða stöðuna sem hann var settur í af föður sínum,“ sagði Smith jafnframt. LeBron gaf fyrir löngu út að hann vildi spila með syni sínum áður en skórnir færu upp í hillu. Þá sagði hann að Bronny væri betri en margir leikmenn deildarinnar þegar Bronny var enn í háskóla. Bronny lenti í hjartastoppi sumarið 2023. Hann náði sér hins vegar og lék ágætlega á sínu síðasta ári í háskólaboltanum. Hann var svo valinn af Lakers í nýliðavalinu á síðasta ári og er nú á sínu fyrsta tímabili í NBA-deildinni.
Körfubolti NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik