Sport

Svind­laði á öllum lyfja­prófum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Adam „Pacman“ Jones lék lengi vel í NFL-deildinni.
Adam „Pacman“ Jones lék lengi vel í NFL-deildinni. Bart Young/Getty Images

Adam „Pacman“ Jones lék alls 13 ár í NFL-deildinni með Tennessee Titans, Dallas Cowboys, Cincinnati Bengals og Denver Broncos. Á þeim tíma svindlaði hann á öllum lyfjaprófum sem hann fór í.

Jones var nýverið gestur í þættinum We Got Time Today. Þar var hann spurður út í kannabisneyslu sína en hann hefur lengi vel verið talsmaður THC sem er helsta hráefnið í kannabis.

Jones er ekki eini leikmaður NFL-deildarinnar sem hefur opinberlega sagst hafa reykt kannabis á meðan hann var enn leikmaður. Ástæðurnar eru oftast nær þær að það hjálpar til við að draga úr streitu og stressi sem fylgir því að vera atvinnumaður í NFL-deildinni. Þá hjálpar til við að milda verkina sem margir leikmenn glíma við enda reynir NFL-deildin gríðarlega á menn.

Í viðtalinu var Jones spurður hvort hann hefði verið annar leikmaður hefði deildin ekki tekið jafn hart á kannabisneyslu og hún gerði þegar hann var að spila.

„Sko, ég hætti aldrei að reykja. Ég hef alltaf reykt, þegar ég spilaði og eftir að skórnir fóru á hilluna. Ég er mikill talsmaður THC.“

Hann viðurkenndi að hafa svindlað á lyfjaprófum.

„Ég var virkilega góður. Fólk veit ekki hversu klár ég er. Ég get sagt það núna því ég er ekki lengur leikmaður í deildinni. Ég notaði aldrei eigið piss í lyfjaprófum, bara aldrei.“

Fréttin hefur verið uppfærð.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×