Innlent

Nýr for­maður, orku­skortur og hug­víkkandi efni

Bjarki Sigurðsson skrifar
Páll Magnússon stýrir Sprengisandi í dag.
Páll Magnússon stýrir Sprengisandi í dag. Aðsend

Sprengisandur er á sínum stað klukkan 10 á Bylgjunni. Í fjarveru Kristjáns Kristjánssonar stýrir Páll Magnússon þættinum í dag. 

Þar mætir splunkunýr formaður Sjálfstæðisflokksins, Guðrún Hafsteinsdóttir, og ræðir um vanda þess og vegsemd að vera komin í þessa stöðu eftir æsispennandi kosningu á landsfundi.

Fjallað um þá undarlegu stöðu okkar Íslendinga að eiga einna mest allra þjóða af endurnýjanlegri orku en búa samt við orkuskort. Hvernig komum við okkur eiginlega í þessa stöðu? Frá Landsvirkjun koma Hörður Arnarson, forstjóri, og Jóna Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri.

Það verður líka talað um hugvíkkandi efni sem lausn á allskonar kvillum okkar eins og kvíða, þunglyndi og depurð. En er lausnin fundin með þessu? Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, og Helga Þórarinsdóttir, læknir á geðdeild LSH, koma og ræða málið.

Svo verður aðeins heyrt í Guðrúnu Karls Helgudóttur, biskupi Íslands, en Þjóðkirkjan hefur tekið risastökk í trausti meðal þjóðarinnar síðan hún tók við embætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×