Erlent

Lúxem­borgskur prins látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Friðrik varð 22 ára gamall.
Friðrik varð 22 ára gamall. Instagram

Lúxemborgski prinsinn Friðrik er látinn, 22 ára að aldri. Hann lést af völdum sjaldgæfs genasjúkdóms, POLG.

Foreldrar Friðriks greindu frá andlátinu í fyrradag, en í færslu á samfélagsmiðlum kemur fram að hann hafi látist fyrsta dag marsmánaðar.

„Það er með þungu hjarta sem eiginkona mín og ég myndum vilja upplýsa ykkur um andlát sonar okkar, stofnanda POLG-stofnunarinnar og leikstjóra, Friðriks,“ sagði Róbert prins í yfirlýsingunni.

Friðrik var sonur Júlíu og Róberts prins, bróður Hinriks stórhertoga af Lúxemborg.

Umræddur sjúkdómur, POLG, er mjög sjaldgæfur sjúkdómur sem að sviptir frumum líkamans orku sem leiðir svo til líffæratruflunar og bilunar.

Friðrik, sem fæddist með sjúkdóminn, greindist þegar hann var 14 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×