Aukin spenna er í jarðskorpunni á Reykjanesi vegna kvikusöfnunar undir Sundhnúksgígum og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru gikkskjálftar líklegir. Skjálftar sem þessir eru reglulegir á Reykjanestá.
Sjá einnig: Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023
Eins og bent er á í færslu frá Eldfjalla- og náttúruvarhóp Suðurlands hefur jörð skolfið víða síðustu daga, eins og við Sveifluháls og Kleifarvatn.