Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar 13. mars 2025 11:31 Undanfarin ár hefur netöryggi skipað æ stærri sess í umræðunni um öryggi grunnstoða íslensks samfélags. Gagnaöryggi og stafrænar ógnir sem hér áður fyrr voru einkum tengdar óprúttnum aðilum, eru nú orðnar að áhersluatriðum hjá stórveldum heimsins, meðal annars í hernaðarlegum skilningi. Hér áður fyrr var netöryggi fyrst og fremst umræðuefni innan tölvudeilda, en sífellt verður þáttur þess í almannaöryggi mikilvægari. Þjónustur sem alls ekki mega rofna, svo sem orkuflutningur, heilbrigðiskerfi, bankastarfsemi og fjarskipti um sæstreng, gætu verið í meiri hættu en marga grunar. Spurningin er: Hvernig tryggjum við öryggi okkar innviða sem best? Nýlega tók gildi evrópsk tilskipun um netöryggi, kölluð NIS2. Þessi tilskipun leggur auknar kröfur á stofnanir og fyrirtæki í Evrópu svo hægt sé að mæta netöryggisógninni. NIS2 kallar meðal annars á auknar kröfur og ábyrgð æðstu stjórnenda og tilhögun stjórnskipan netöryggismála. Stjórnvöldum er heimilt að gera úttektir og prófanir á því hvort rekstraraðilar nauðsynlegrar þjónustu uppfylli kröfur netöryggislaga og geta beitt dagssektum og stjórnvaldssektum. Stjórnendum sem sinna ekki öryggisskyldu sinni gætu í alvarlegustu tilvikum beðið ákæra. Það er mikilvægt að stjórnendur fái stuðning og réttu verkfærin til mæta þessari nýju tilskipun og auknum kröfum. Sem betur fer eigum við íslenskt hugvit sem stenst erlendum lausnum fyllilega snúning. Nanitor er íslenskt félag sem hefur þegar haslað sér völl á alþjóðlegum markaði með nútímalegar öryggislausnir fyrir stofnanir og fyrirtæki. Uppsetning á lausn Nanitor tekur um sólarhring og veitir skýra mynd af netöryggisástandi og forgangsraðar aðgerðum. Eftir 24klst tekur við sífelld vöktun. Til að vekja athygli á mikilvægi netöryggis og ræða lausnir fyrir íslenska innviði, heldur Nanitor viðburð í Grósku 24. mars í samstarfi við Fjarskiptastofu og Lex lögmannsstofu. Viðburðurinn er sérstaklega miðaður að stjórnendum netöryggismála opinberra stofnana, og gefur innsýn í þær aðgerðir sem íslensk fyrirtæki og stofnanir geta ráðist í til að tryggja öryggi sitt. Fyrirtækjum er einnig boðið að taka þátt kjósi þau að kynna sér þessi málefni, sem snerti sennilega frekar mörg fyrirtæki á Íslandi. Netöryggi er ekki lengur mál tölvudeilda heldur lykilatriði í öryggi þeirrar þjónustu sem daglegt líf okkar byggir á. Spurningin er ekki hvort netárásir verði heldur hvenær þær raungerast. Þess vegna er mikilvægt að Ísland leggi metnað í að standa framarlega í netöryggismálum og nýti íslenskt hugvit til að verja okkar mikilvægustu innviði. Höfundur er framkvæmdastjóri Nanitor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Mest lesið Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi eru eðlilegar og nauðsynlegar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur netöryggi skipað æ stærri sess í umræðunni um öryggi grunnstoða íslensks samfélags. Gagnaöryggi og stafrænar ógnir sem hér áður fyrr voru einkum tengdar óprúttnum aðilum, eru nú orðnar að áhersluatriðum hjá stórveldum heimsins, meðal annars í hernaðarlegum skilningi. Hér áður fyrr var netöryggi fyrst og fremst umræðuefni innan tölvudeilda, en sífellt verður þáttur þess í almannaöryggi mikilvægari. Þjónustur sem alls ekki mega rofna, svo sem orkuflutningur, heilbrigðiskerfi, bankastarfsemi og fjarskipti um sæstreng, gætu verið í meiri hættu en marga grunar. Spurningin er: Hvernig tryggjum við öryggi okkar innviða sem best? Nýlega tók gildi evrópsk tilskipun um netöryggi, kölluð NIS2. Þessi tilskipun leggur auknar kröfur á stofnanir og fyrirtæki í Evrópu svo hægt sé að mæta netöryggisógninni. NIS2 kallar meðal annars á auknar kröfur og ábyrgð æðstu stjórnenda og tilhögun stjórnskipan netöryggismála. Stjórnvöldum er heimilt að gera úttektir og prófanir á því hvort rekstraraðilar nauðsynlegrar þjónustu uppfylli kröfur netöryggislaga og geta beitt dagssektum og stjórnvaldssektum. Stjórnendum sem sinna ekki öryggisskyldu sinni gætu í alvarlegustu tilvikum beðið ákæra. Það er mikilvægt að stjórnendur fái stuðning og réttu verkfærin til mæta þessari nýju tilskipun og auknum kröfum. Sem betur fer eigum við íslenskt hugvit sem stenst erlendum lausnum fyllilega snúning. Nanitor er íslenskt félag sem hefur þegar haslað sér völl á alþjóðlegum markaði með nútímalegar öryggislausnir fyrir stofnanir og fyrirtæki. Uppsetning á lausn Nanitor tekur um sólarhring og veitir skýra mynd af netöryggisástandi og forgangsraðar aðgerðum. Eftir 24klst tekur við sífelld vöktun. Til að vekja athygli á mikilvægi netöryggis og ræða lausnir fyrir íslenska innviði, heldur Nanitor viðburð í Grósku 24. mars í samstarfi við Fjarskiptastofu og Lex lögmannsstofu. Viðburðurinn er sérstaklega miðaður að stjórnendum netöryggismála opinberra stofnana, og gefur innsýn í þær aðgerðir sem íslensk fyrirtæki og stofnanir geta ráðist í til að tryggja öryggi sitt. Fyrirtækjum er einnig boðið að taka þátt kjósi þau að kynna sér þessi málefni, sem snerti sennilega frekar mörg fyrirtæki á Íslandi. Netöryggi er ekki lengur mál tölvudeilda heldur lykilatriði í öryggi þeirrar þjónustu sem daglegt líf okkar byggir á. Spurningin er ekki hvort netárásir verði heldur hvenær þær raungerast. Þess vegna er mikilvægt að Ísland leggi metnað í að standa framarlega í netöryggismálum og nýti íslenskt hugvit til að verja okkar mikilvægustu innviði. Höfundur er framkvæmdastjóri Nanitor.
Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun