Reynsla, framtíðarsýn og kjarkur Silju Báru Anna Helga Jónsdóttir og Sigurður Örn Stefánsson skrifa 15. mars 2025 08:03 Dagana 18. - 19. mars næstkomandi munu starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands kjósa sér nýjan rektor. Til að mæta þeim fjölmörgu áskorunum sem Háskóli Íslands mun standa frammi fyrir á komandi árum þarf skólinn öflugan leiðtoga sem hefur skýra framtíðarsýn, ríka réttlætiskennd og hæfni til að koma hagsmunum Háskóla Íslands á framfæri með festu og fagmennsku. Við styðjum Silju Báru í rektorskjörinu því hún býr yfir þeim eiginleikum sem þarf til. Við höfum unnið með Silju Báru að kennslumálum innan Háskóla Íslands undanfarin ár, bæði í Kennslumálanefnd skólans og í Kennsluakademíu opinberu háskólanna. Í gegnum þessi störf höfum við kynnst fagmennsku hennar, skýrri framtíðarsýn og óþreytandi baráttu fyrir bættum gæðum náms og kennslu við Háskóla Íslands. Ótal frásagnir fyrrum nemenda hennar staðfesta hversu góður kennari Silja Bára er en hún hlaut viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til kennslu árið 2019 og var tekin inn í Kennsluakademíu opinberu háskólanna árið 2022. Hún er því ekki aðeins framúrskarandi kennari heldur einnig leiðtogi á sviði kennslu. Henni er umhugað um að nemendum hennar gangi vel og hefur einstakt lag á að skapa umhverfi þar sem nemendur finna fyrir stuðningi og hvatningu. Þetta er einn af þeim eiginleikum sem munu gera Silju Báru að frábærum rektor. Við höfum ásamt fleira samstarfsfólki rannsakað tengslanet nemenda í háskólanámi og hafa rannsóknir okkar sýnt að tengslamyndun nemenda í námi skiptir sköpum fyrir námsárangur. Þannig eru nemendur með sterkt tengslanet mun líklegri til að ljúka háskólanámi en þau sem ekki mynda tengsl við samnemendur sína. Silja Bára hefur ávallt lagt áherslu á mikilvægi sterks námssamfélags og unnið að því að skapa umhverfi sem styður við nám nemenda. Við treystum henni manna best til að leiða umbætur á námsumhverfi Háskóla Íslands til heilla fyrir alla nemendur skólans. Silja Bára hefur víðtæka reynslu af stjórnun, bæði innan sem utan háskólasamfélagsins, og hefur hún ítrekað sýnt að hún er óhrædd við að taka afstöðu og standa með sínum gildum, jafnvel þótt það feli í sér að ganga gegn ríkjandi straumum. Bókanir hennar í fundargerðum Háskólaráðs Háskóla Íslands eru til marks um að hún hefur ekki látið undan þrýstingi, heldur tekið ákvarðanir byggðar á eigin sannfæringu með langtímahagsmuni Háskóla Íslands að leiðarljósi. Eitt stærsta verkefni komandi rektors er að tryggja aukin fjárframlög til Háskóla Íslands. Við þurfum sterkan talsmann sem getur sannfært stjórnvöld um mikilvægi þess að efla háskólastarf og tryggja nægjanlegt fjármagn til rannsókna og kennslu, samfélaginu í heild til góða. Sérfræðiþekking Silju Báru í samningatækni og víðtæk reynsla hennar að koma fram á opinberum vettvangi mun koma að góðum notum og höfum við fullt traust á henni til að leiða þann slag af festu og fagmennsku. Háskóli Íslands þarf rektor sem hefur reynslu, framsýni og kjark til að leiða skólann til framtíðar. Að okkar mati er Silja Bára sú manneskja. Höfundar eru prófessorar við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Dagana 18. - 19. mars næstkomandi munu starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands kjósa sér nýjan rektor. Til að mæta þeim fjölmörgu áskorunum sem Háskóli Íslands mun standa frammi fyrir á komandi árum þarf skólinn öflugan leiðtoga sem hefur skýra framtíðarsýn, ríka réttlætiskennd og hæfni til að koma hagsmunum Háskóla Íslands á framfæri með festu og fagmennsku. Við styðjum Silju Báru í rektorskjörinu því hún býr yfir þeim eiginleikum sem þarf til. Við höfum unnið með Silju Báru að kennslumálum innan Háskóla Íslands undanfarin ár, bæði í Kennslumálanefnd skólans og í Kennsluakademíu opinberu háskólanna. Í gegnum þessi störf höfum við kynnst fagmennsku hennar, skýrri framtíðarsýn og óþreytandi baráttu fyrir bættum gæðum náms og kennslu við Háskóla Íslands. Ótal frásagnir fyrrum nemenda hennar staðfesta hversu góður kennari Silja Bára er en hún hlaut viðurkenningu fyrir lofsvert framlag til kennslu árið 2019 og var tekin inn í Kennsluakademíu opinberu háskólanna árið 2022. Hún er því ekki aðeins framúrskarandi kennari heldur einnig leiðtogi á sviði kennslu. Henni er umhugað um að nemendum hennar gangi vel og hefur einstakt lag á að skapa umhverfi þar sem nemendur finna fyrir stuðningi og hvatningu. Þetta er einn af þeim eiginleikum sem munu gera Silju Báru að frábærum rektor. Við höfum ásamt fleira samstarfsfólki rannsakað tengslanet nemenda í háskólanámi og hafa rannsóknir okkar sýnt að tengslamyndun nemenda í námi skiptir sköpum fyrir námsárangur. Þannig eru nemendur með sterkt tengslanet mun líklegri til að ljúka háskólanámi en þau sem ekki mynda tengsl við samnemendur sína. Silja Bára hefur ávallt lagt áherslu á mikilvægi sterks námssamfélags og unnið að því að skapa umhverfi sem styður við nám nemenda. Við treystum henni manna best til að leiða umbætur á námsumhverfi Háskóla Íslands til heilla fyrir alla nemendur skólans. Silja Bára hefur víðtæka reynslu af stjórnun, bæði innan sem utan háskólasamfélagsins, og hefur hún ítrekað sýnt að hún er óhrædd við að taka afstöðu og standa með sínum gildum, jafnvel þótt það feli í sér að ganga gegn ríkjandi straumum. Bókanir hennar í fundargerðum Háskólaráðs Háskóla Íslands eru til marks um að hún hefur ekki látið undan þrýstingi, heldur tekið ákvarðanir byggðar á eigin sannfæringu með langtímahagsmuni Háskóla Íslands að leiðarljósi. Eitt stærsta verkefni komandi rektors er að tryggja aukin fjárframlög til Háskóla Íslands. Við þurfum sterkan talsmann sem getur sannfært stjórnvöld um mikilvægi þess að efla háskólastarf og tryggja nægjanlegt fjármagn til rannsókna og kennslu, samfélaginu í heild til góða. Sérfræðiþekking Silju Báru í samningatækni og víðtæk reynsla hennar að koma fram á opinberum vettvangi mun koma að góðum notum og höfum við fullt traust á henni til að leiða þann slag af festu og fagmennsku. Háskóli Íslands þarf rektor sem hefur reynslu, framsýni og kjark til að leiða skólann til framtíðar. Að okkar mati er Silja Bára sú manneskja. Höfundar eru prófessorar við Raunvísindadeild Háskóla Íslands.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun