Myndbandsdómararnir komust að því í VAR-herberginu að Alvarez hefði snert boltann tvisvar sem er bannað.
Þetta sönnuðu þeir með nákvæmri tækni sem gat numið snertingu stöðufótar Alvarez við boltann.
Vandamálið var að sjónvarpsvélarnar virtust ekki ná að sýna þessa snertingu þannig að augu áhorfanda tækju eftir þessu.
Fyrir vikið var þetta mjög umdeildur dómur sem þjálfarar og leikmenn Atlético hneyksluðust yfir eftir leikinn.
Nú er hins vegar búið að finna sjónarhornið sem sýnir þessa tvísnertingu Alvarez svart á hvítu.
TNT Sports sjónvarpsstöðin var nenfilega með aukamyndavél fyrir aftan markið og hún náði því þegar stöðufótur Alvarez kom við boltann áður en hann spyrnti í boltann með hægri fætinum.
Upptökuna má sjá hér fyrir neðan.