„Við reyndum að gera alls konar“ Smári Jökull Jónsson skrifar 13. mars 2025 21:42 Lárus Jónsson. Jón Gautur Hannesson Lárus Jónsson þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn var auðmjúkur eftir tap gegn Álfnesingum í kvöld sagði andstæðingana einfaldlega hafa verið betra liðið í leiknum sem Þórsarar komust aldrei í takt við. „Mig langar kannski bara frekar að óska Álftanes til hamingju. Þeir spiluðu mjög vel og við áttum einhvern veginn ekki svör við því. Ég ætla ekkert að fara að rakka liðið mitt niður, þeir voru alveg að berjast,“ sagði Lárus eftir leik en blaðamanni fannst hans menn þó andlausari í leiknum en Lárus vildi meina. „Mér fannst Álftanes alltaf hafa svör við því sem við vorum að gera. Þeir eru bara búnir að spila betur en við upp á síðkastið og mér fannst þeir hafa stjórn á leiknum. Við náðum aldrei að snúa honum við en strákarnir voru alveg að reyna, þannig að ég ætla ekkert að setja út á það. Frekar hrósa Álftnesingum.“ Þórsarar byrjuðu leikinn illa og skoruðu aðeins ellefu stig í fyrsta leikhlutanum. „Vörnin var alveg góð, ég held þeir hafi verið með átján stig þegar ein og hálf mínúta var eftir af fyrsta leikhluta. Sóknarleikurinn byrjaði á tveimur töpuðum boltum og við náðum ekki takti.“ Þórsarar spiluðu reyndar betri sóknarleik í öðrum leikhluta en fengu þá sömuleiðis á sig mörg stig. „Í öðrum leikhluta voru bæði lið sjóðandi heit en í síðari hálfleik voru þeir með stjórn á leiknum. Við reyndum að sprengja þetta upp, reyndum að gera alls konar. Mér fannst Álftanes spila rosalega vel og margir að leggja í púkkið. Það var ekkert eitt sem við þurftum að stoppa.“ Lykilmenn Þórsara Nikolas Tomsick og Mustapha Heron voru í brasi lengst af og mörg af þeim tuttugu og þremur stigum sem Heron skoraði komu þegar úrslitin voru ráðin. „Tomsick er með brot í hnénu og er að reyna að gera sitt besta, hann er ekkert að æfa. Þeir eru að leggja allt í þetta og ég myndi frekar segja að Haukur [Helgi Pálsson] hafi gert vel á [Mustapha] Heron að taka taktinn úr hans leik. Auðvitað hefði ég óskað þess að þeir væru báðir með 30 stig en mér fannst aðrir stíga upp, Emil steig upp,“ sagði Lárus en Emil Karel Einarsson átti góðan leik fyrir gestina og skoraði 19 stig. „Álftanes var bara betra en við og við þurfum að sætta okkur við það. Það þýðir ekkert að dvelja of lengi við þetta.“ Bónus-deild karla UMF Álftanes Þór Þorlákshöfn Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Sjá meira
„Mig langar kannski bara frekar að óska Álftanes til hamingju. Þeir spiluðu mjög vel og við áttum einhvern veginn ekki svör við því. Ég ætla ekkert að fara að rakka liðið mitt niður, þeir voru alveg að berjast,“ sagði Lárus eftir leik en blaðamanni fannst hans menn þó andlausari í leiknum en Lárus vildi meina. „Mér fannst Álftanes alltaf hafa svör við því sem við vorum að gera. Þeir eru bara búnir að spila betur en við upp á síðkastið og mér fannst þeir hafa stjórn á leiknum. Við náðum aldrei að snúa honum við en strákarnir voru alveg að reyna, þannig að ég ætla ekkert að setja út á það. Frekar hrósa Álftnesingum.“ Þórsarar byrjuðu leikinn illa og skoruðu aðeins ellefu stig í fyrsta leikhlutanum. „Vörnin var alveg góð, ég held þeir hafi verið með átján stig þegar ein og hálf mínúta var eftir af fyrsta leikhluta. Sóknarleikurinn byrjaði á tveimur töpuðum boltum og við náðum ekki takti.“ Þórsarar spiluðu reyndar betri sóknarleik í öðrum leikhluta en fengu þá sömuleiðis á sig mörg stig. „Í öðrum leikhluta voru bæði lið sjóðandi heit en í síðari hálfleik voru þeir með stjórn á leiknum. Við reyndum að sprengja þetta upp, reyndum að gera alls konar. Mér fannst Álftanes spila rosalega vel og margir að leggja í púkkið. Það var ekkert eitt sem við þurftum að stoppa.“ Lykilmenn Þórsara Nikolas Tomsick og Mustapha Heron voru í brasi lengst af og mörg af þeim tuttugu og þremur stigum sem Heron skoraði komu þegar úrslitin voru ráðin. „Tomsick er með brot í hnénu og er að reyna að gera sitt besta, hann er ekkert að æfa. Þeir eru að leggja allt í þetta og ég myndi frekar segja að Haukur [Helgi Pálsson] hafi gert vel á [Mustapha] Heron að taka taktinn úr hans leik. Auðvitað hefði ég óskað þess að þeir væru báðir með 30 stig en mér fannst aðrir stíga upp, Emil steig upp,“ sagði Lárus en Emil Karel Einarsson átti góðan leik fyrir gestina og skoraði 19 stig. „Álftanes var bara betra en við og við þurfum að sætta okkur við það. Það þýðir ekkert að dvelja of lengi við þetta.“
Bónus-deild karla UMF Álftanes Þór Þorlákshöfn Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik