Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar 15. mars 2025 09:01 Við stöndum á mikilvægum tímamótum í orkumálum. Eftirspurn eftir raforku eykst stöðugt, en uppbygging nýrra endurnýjanlegra orkukosta hefur ekki haldið í við þróunina. Þetta ójafnvægi ógnar bæði orkuöryggi landsins og samkeppnishæfni atvinnulífsins. Til að mæta aukinni eftirspurn, styðja við orkuskipti og standa við skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum þurfum við einfaldari leyfisveitingar og skýrari reglur sem styðja við nauðsynlegar framkvæmdir. Frumvarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um breytingar á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála – svokallað Hvammsvirkjunarfrumvarp – er stórt skref í þessa átt. Orka náttúrunnar styður þetta frumvarp, því það gerir okkur kleift að flýta fyrir nauðsynlegri og tímabærri uppbyggingu endurnýjanlegra orkukosta. ON skilaði inn umsögn til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um frumvarpið. Þar kemur m.a. fram að með fyrirliggjandi tillögu að breytingu á lögum um stjórn vatnamála er íslenska ríkið að nýta sér það svigrúm sem það hefur samkvæmt vatnatilskipuninni til að ákvarða í hvaða tilvikum hægt er að breyta vatnshloti. Mikilvægt er að hafa í huga að í evrópskri framkvæmd hefur ríkjum verið heimilt að breyta vatnshloti og þannig beita undanþáguheimild vatnatilskipunarinnar, í tilviki endurnýjanlegra orkukosta. Þetta hefur átt við vegna þess að það er í þágu almannaheilla að efla orkuöryggi og tryggja endurnýjanlega orkukosti. Einnig vegna þess að slíkar framkvæmdir væru í þágu alþjóðlegra skuldbindinga ríkja að draga úr losun. Í slíkum tilvikum er horft til þess að hagsmunamat fari fram og að mótvægisaðgerðir séu fyrirliggjandi m.a. með tilliti til vatnsgæða sem þurfi þá að vera þannig úr garði gerðar að neikvæðar afleiðingar af fyrirhuguðum framkvæmdum séu minni en sá samfélagslegi ávinningur sem af þeim geti orðið. Mikilvægt er að slíkar ákvarðanir séu teknar með heildarsýn að leiðarljósi, þar sem hagsmunir samfélagsins eru metnir og gripið sé til mótvægisaðgerða ef þörf er á. Orka náttúrunnar er lykilaðili í framleiðslu endurnýjanlegrar orku á Íslandi og hefur þá sérstöðu að vinna nær eingöngu með jarðhita. Jarðhitinn er einstök auðlind sem gerir okkur kleift að framleiða hreina, sjálfbæra og stöðuga orku árið um kring. Til að ON geti haldið áfram áætlunum sínum um aukna orkuöflun þarf að tryggja skýrar reglur og skilvirkt leyfisferli. Í umsögn okkar um títtnefnt frumvarp kemur jafnframt fram að fyrirtækið leggur áherslu á mikilvægi þess að skilvirkni í leyfisveitingum sé tryggð óháð öllu. Einnig að í lögum verði að finna ákvæði sem heimili flýtimeðferð eða útgáfu bráðabirgðaleyfis fyrir alla endurnýjanlega orkukosti og innviði þegar almannahagsmunir eru í húfi. Það gæti skipt sköpum í ljósi núverandi stöðu á íslenskum raforkumarkaði. ON leggur áherslu á að frumvarpið nái fram að ganga enda brýnt að styðja við uppbyggingu endurnýjanlegra orkukosta hér á landi svo tryggja megi aukið framboð raforku í ljósi þeirrar eftirspurnar sem fyrirséð er. Frumvarpið fylgir þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið í Evrópu, þar sem undanþáguheimildir vatnatilskipunarinnar hafa verið nýttar fyrir endurnýjanlega orkukosti vegna mikilvægis þeirra fyrir samfélagið og alþjóðlegar skuldbindingar ríkja um loftslagsmál. Ísland þarf að nýta þessa heimild til að hraða framgangi nauðsynlegra framkvæmda. ON hvetur Alþingi til að samþykkja frumvarpið og tryggja að Ísland haldi áfram að vera leiðandi í hreinni orkuvinnslu og þannig stuðla að auknu orkuöryggi og tryggi samkeppnishæfni íslensks samfélags til framtíðar. Við verðum að taka af skarið – framtíð orkuöryggis og samkeppnishæfni landsins er í húfi. Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Sjá meira
Við stöndum á mikilvægum tímamótum í orkumálum. Eftirspurn eftir raforku eykst stöðugt, en uppbygging nýrra endurnýjanlegra orkukosta hefur ekki haldið í við þróunina. Þetta ójafnvægi ógnar bæði orkuöryggi landsins og samkeppnishæfni atvinnulífsins. Til að mæta aukinni eftirspurn, styðja við orkuskipti og standa við skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum þurfum við einfaldari leyfisveitingar og skýrari reglur sem styðja við nauðsynlegar framkvæmdir. Frumvarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um breytingar á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála – svokallað Hvammsvirkjunarfrumvarp – er stórt skref í þessa átt. Orka náttúrunnar styður þetta frumvarp, því það gerir okkur kleift að flýta fyrir nauðsynlegri og tímabærri uppbyggingu endurnýjanlegra orkukosta. ON skilaði inn umsögn til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um frumvarpið. Þar kemur m.a. fram að með fyrirliggjandi tillögu að breytingu á lögum um stjórn vatnamála er íslenska ríkið að nýta sér það svigrúm sem það hefur samkvæmt vatnatilskipuninni til að ákvarða í hvaða tilvikum hægt er að breyta vatnshloti. Mikilvægt er að hafa í huga að í evrópskri framkvæmd hefur ríkjum verið heimilt að breyta vatnshloti og þannig beita undanþáguheimild vatnatilskipunarinnar, í tilviki endurnýjanlegra orkukosta. Þetta hefur átt við vegna þess að það er í þágu almannaheilla að efla orkuöryggi og tryggja endurnýjanlega orkukosti. Einnig vegna þess að slíkar framkvæmdir væru í þágu alþjóðlegra skuldbindinga ríkja að draga úr losun. Í slíkum tilvikum er horft til þess að hagsmunamat fari fram og að mótvægisaðgerðir séu fyrirliggjandi m.a. með tilliti til vatnsgæða sem þurfi þá að vera þannig úr garði gerðar að neikvæðar afleiðingar af fyrirhuguðum framkvæmdum séu minni en sá samfélagslegi ávinningur sem af þeim geti orðið. Mikilvægt er að slíkar ákvarðanir séu teknar með heildarsýn að leiðarljósi, þar sem hagsmunir samfélagsins eru metnir og gripið sé til mótvægisaðgerða ef þörf er á. Orka náttúrunnar er lykilaðili í framleiðslu endurnýjanlegrar orku á Íslandi og hefur þá sérstöðu að vinna nær eingöngu með jarðhita. Jarðhitinn er einstök auðlind sem gerir okkur kleift að framleiða hreina, sjálfbæra og stöðuga orku árið um kring. Til að ON geti haldið áfram áætlunum sínum um aukna orkuöflun þarf að tryggja skýrar reglur og skilvirkt leyfisferli. Í umsögn okkar um títtnefnt frumvarp kemur jafnframt fram að fyrirtækið leggur áherslu á mikilvægi þess að skilvirkni í leyfisveitingum sé tryggð óháð öllu. Einnig að í lögum verði að finna ákvæði sem heimili flýtimeðferð eða útgáfu bráðabirgðaleyfis fyrir alla endurnýjanlega orkukosti og innviði þegar almannahagsmunir eru í húfi. Það gæti skipt sköpum í ljósi núverandi stöðu á íslenskum raforkumarkaði. ON leggur áherslu á að frumvarpið nái fram að ganga enda brýnt að styðja við uppbyggingu endurnýjanlegra orkukosta hér á landi svo tryggja megi aukið framboð raforku í ljósi þeirrar eftirspurnar sem fyrirséð er. Frumvarpið fylgir þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið í Evrópu, þar sem undanþáguheimildir vatnatilskipunarinnar hafa verið nýttar fyrir endurnýjanlega orkukosti vegna mikilvægis þeirra fyrir samfélagið og alþjóðlegar skuldbindingar ríkja um loftslagsmál. Ísland þarf að nýta þessa heimild til að hraða framgangi nauðsynlegra framkvæmda. ON hvetur Alþingi til að samþykkja frumvarpið og tryggja að Ísland haldi áfram að vera leiðandi í hreinni orkuvinnslu og þannig stuðla að auknu orkuöryggi og tryggi samkeppnishæfni íslensks samfélags til framtíðar. Við verðum að taka af skarið – framtíð orkuöryggis og samkeppnishæfni landsins er í húfi. Höfundur er lögmaður
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun