Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar 16. mars 2025 08:00 Kæri lesandi, Ímyndaðu þér að þér sé boðið í glæsilega veislu. Þegar þú ferð inn um veisludyrnar blasir við þér óendanlega stórt veisluborð með hundruðum fjölbreyttra rétta. Þú hefur aldrei séð þvílíka ofgnótt á ævinni; hún teygir sig svo langt sem augað eygir. Þig langar að smakka og prófa þessa fjölbreyttu rétti en þú tekur eftir því að hinir gestirnir, af einhverjum ástæðum, takmarka sig við einn rétt sem þeir halda sig við allt kvöldið. Þú gerir skiljanlega eins og hinir gestirnir, velur einn rétt og færð þér af honum aftur og aftur. Rétturinn sem þú velur er gómsætur og að veislu lokinni ertu saddur. Samt ertu forvitinn um alla hina réttina sem þú smakkaðir ekki og lítur um öxl á veisluborðið mikla með ögn af eftirsjá þegar þú gengur út. Námsferill margra grunnnema við Háskóla Íslands líkist að mínu mati upplifun gestsins af þessari ímynduðu, þversagnakenndu veislu. Háskólinn er sá eini á Íslandi sem býður upp á alhliða nám sem teygir sig yfir fimm fræðasvið. Eins og stendur orðrétt á vefsíðu Háskólans er hann „stærsti háskóli landsins með langmesta fjölbreytni í námsframboði enda býður hann [upp] á fjórða hundrað spennandi námsleiðir á öllum fræðasviðum“. Grunnnemum standa til boða meira en hundrað námsleiðir til BA- eða BS-prófs í fræðigreinum frá almennri bókmenntafræði til þroskaþjálfafræði og allt þar á milli. En eins og veislugestirnir hér fyrir ofan takmarka flestir grunnnemar sig við eina námsgrein allan námsferilinn, sem er til þriggja árið miðað við fullt nám og nemur 180 einingum. Margar námsleiðir innan skólans bjóða einungis upp á 180 eininga nám og festa þannig nemann við þá námsleið allt grunnnámið. Aðrar námsleiðir bjóða að vísu upp á bæði 180 eða 120 eininga nám, sem gefur nemendum svigrúm til að taka 120 einingar í sinni aðalnámsgrein og 60 einingar í aukagrein, en tölur háskólans sýna að einungis 30 prósent af nemunum sem gátu valið á milli 180 og 120 eininga námsleið árið 2024 innrituðu sig í nám til 120 eininga í aðalgrein. Langflestir héldu sig við 180 eininga námsleiðina og þar með við bara einn rétt í þeirri fjölbreyttu námsveislu sem háskólinn býður upp á. Skýringin á þessu ástandi getur verið sú að nemendur vilji einfaldlega taka eina grein í grunnnáminu. Önnur skýring, sem ég tel ekki síður líklega og sem nemendur og samstarfsfólk við háskólann hafa ítrekað nefnt, er að deildir séu ekki nógu duglegar að upplýsa nemendur um að 120 eininga nám stendi þeim til boða. En hvers vegna ættu þær að gera það? Deililíkan háskólans refsar deildum fjárhagslega fyrir að senda nemendur í sinni aðalnámsgrein í aukagrein utan deildarinnar. „Heima(deild) er best“ eru skilaboð kerfisins. En ég er sannfærður um að fjölbreyttara grunnnám – þar sem nemendur fá frelsi til að velja fleiri rétti í námsveislunni miklu – væri bæði þeim og samfélaginu öllu til framdráttar. Í fyrsta lagi ættum við að gefa nemendum okkar, sem flestir eru ungir og/eða eru að stunda háskólanám í fyrsta skipti, ráðrúm til að prófa sig áfram og uppgötva eigin leið í náminu eins og í lífinu almennt. Áður fengu nemendur þetta mikilvæga tækifæri í framhaldskóla en í kjölfar styttingar þess námsstigs koma stúdentar inn í háskólann með minni breidd í menntun en fyrr. Fjölbreyttara grunnnám þar sem nemendur gætu tekið aukagrein eða kynnst nokkrum ólíkum námsgreinum, myndi gefa þeim þá breidd aftur og stuðla að sveigjanleika, opnu hugarfari og skilningi á fleiri fræðigreinum. Þeir kostir eru mikilvægari en nokkru sinni fyrr á okkar tímum þar sem atvinnumarkaðurinn er hvikull og flókin hnattræn vandamál eins og samfélagsleg skautun og loftlagsbreytingar þekkja enga deildarmúra og kalla á þverfræðilegar lausnir. Sem betur fer tala allir fimm íslensku frambjóðendurnir til rektorsembættis við háskólann í stefnum sínum um mikilvægi þess að gera grunnnámið fjölbreyttara. Ég hvet alla til að kynna sér hugmyndir þeirra og spyrja þá um útfærslur, ekki síst hvað varðar deililíkan háskólans, á þeim kynningarfundum sem eru eftir fyrir kosningar 18.-19. mars. Nú er tækifæri til að opna grunnnám við háskólann og veita nemendum aðgang að þeirri glæsilegu, fjölbreyttu námsveislu sem Háskóli Íslands getur státað sig af. Höfundur er verkefnisstjóri og sérfræðingur við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kæri lesandi, Ímyndaðu þér að þér sé boðið í glæsilega veislu. Þegar þú ferð inn um veisludyrnar blasir við þér óendanlega stórt veisluborð með hundruðum fjölbreyttra rétta. Þú hefur aldrei séð þvílíka ofgnótt á ævinni; hún teygir sig svo langt sem augað eygir. Þig langar að smakka og prófa þessa fjölbreyttu rétti en þú tekur eftir því að hinir gestirnir, af einhverjum ástæðum, takmarka sig við einn rétt sem þeir halda sig við allt kvöldið. Þú gerir skiljanlega eins og hinir gestirnir, velur einn rétt og færð þér af honum aftur og aftur. Rétturinn sem þú velur er gómsætur og að veislu lokinni ertu saddur. Samt ertu forvitinn um alla hina réttina sem þú smakkaðir ekki og lítur um öxl á veisluborðið mikla með ögn af eftirsjá þegar þú gengur út. Námsferill margra grunnnema við Háskóla Íslands líkist að mínu mati upplifun gestsins af þessari ímynduðu, þversagnakenndu veislu. Háskólinn er sá eini á Íslandi sem býður upp á alhliða nám sem teygir sig yfir fimm fræðasvið. Eins og stendur orðrétt á vefsíðu Háskólans er hann „stærsti háskóli landsins með langmesta fjölbreytni í námsframboði enda býður hann [upp] á fjórða hundrað spennandi námsleiðir á öllum fræðasviðum“. Grunnnemum standa til boða meira en hundrað námsleiðir til BA- eða BS-prófs í fræðigreinum frá almennri bókmenntafræði til þroskaþjálfafræði og allt þar á milli. En eins og veislugestirnir hér fyrir ofan takmarka flestir grunnnemar sig við eina námsgrein allan námsferilinn, sem er til þriggja árið miðað við fullt nám og nemur 180 einingum. Margar námsleiðir innan skólans bjóða einungis upp á 180 eininga nám og festa þannig nemann við þá námsleið allt grunnnámið. Aðrar námsleiðir bjóða að vísu upp á bæði 180 eða 120 eininga nám, sem gefur nemendum svigrúm til að taka 120 einingar í sinni aðalnámsgrein og 60 einingar í aukagrein, en tölur háskólans sýna að einungis 30 prósent af nemunum sem gátu valið á milli 180 og 120 eininga námsleið árið 2024 innrituðu sig í nám til 120 eininga í aðalgrein. Langflestir héldu sig við 180 eininga námsleiðina og þar með við bara einn rétt í þeirri fjölbreyttu námsveislu sem háskólinn býður upp á. Skýringin á þessu ástandi getur verið sú að nemendur vilji einfaldlega taka eina grein í grunnnáminu. Önnur skýring, sem ég tel ekki síður líklega og sem nemendur og samstarfsfólk við háskólann hafa ítrekað nefnt, er að deildir séu ekki nógu duglegar að upplýsa nemendur um að 120 eininga nám stendi þeim til boða. En hvers vegna ættu þær að gera það? Deililíkan háskólans refsar deildum fjárhagslega fyrir að senda nemendur í sinni aðalnámsgrein í aukagrein utan deildarinnar. „Heima(deild) er best“ eru skilaboð kerfisins. En ég er sannfærður um að fjölbreyttara grunnnám – þar sem nemendur fá frelsi til að velja fleiri rétti í námsveislunni miklu – væri bæði þeim og samfélaginu öllu til framdráttar. Í fyrsta lagi ættum við að gefa nemendum okkar, sem flestir eru ungir og/eða eru að stunda háskólanám í fyrsta skipti, ráðrúm til að prófa sig áfram og uppgötva eigin leið í náminu eins og í lífinu almennt. Áður fengu nemendur þetta mikilvæga tækifæri í framhaldskóla en í kjölfar styttingar þess námsstigs koma stúdentar inn í háskólann með minni breidd í menntun en fyrr. Fjölbreyttara grunnnám þar sem nemendur gætu tekið aukagrein eða kynnst nokkrum ólíkum námsgreinum, myndi gefa þeim þá breidd aftur og stuðla að sveigjanleika, opnu hugarfari og skilningi á fleiri fræðigreinum. Þeir kostir eru mikilvægari en nokkru sinni fyrr á okkar tímum þar sem atvinnumarkaðurinn er hvikull og flókin hnattræn vandamál eins og samfélagsleg skautun og loftlagsbreytingar þekkja enga deildarmúra og kalla á þverfræðilegar lausnir. Sem betur fer tala allir fimm íslensku frambjóðendurnir til rektorsembættis við háskólann í stefnum sínum um mikilvægi þess að gera grunnnámið fjölbreyttara. Ég hvet alla til að kynna sér hugmyndir þeirra og spyrja þá um útfærslur, ekki síst hvað varðar deililíkan háskólans, á þeim kynningarfundum sem eru eftir fyrir kosningar 18.-19. mars. Nú er tækifæri til að opna grunnnám við háskólann og veita nemendum aðgang að þeirri glæsilegu, fjölbreyttu námsveislu sem Háskóli Íslands getur státað sig af. Höfundur er verkefnisstjóri og sérfræðingur við Háskóla Íslands.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar